Fylgist Össur með fréttum af ESB ?

Össur utanríkisráðherra var aldeilis brosmildur og kátur með forystumönnum ESB ríkja á dögunum. Össur sló um sig og sagði Íslendinga ekki þurfa á neinum undanþágum að halda í sjávarútvegi. Svo sannfærðir eru Samfylkingarmenn um að Ísland gangi í ESB að Merkel kanslari bauð okkur velkomna í bandalagið þegar Jóhanna heimsótti hana.

Margir spyrja í ljósi frétta af hrikalegri stöðu margra ESB landa hvað vil viljum eiginlega með því að ganga í klúbbinn. Er það virkilega eftirsóknarvert að sækjast eftir inngöngu með svo miklum látum eins og Össur boðar. Er eitthvað unnið fyrir okkur að ganga í klúbbinn þegar allt er að hrynja hjá ESB.

Hvað vinnst með upptöku Evru? Ekki er staða margra landa innan ESB þannig þrátt fyrir Evru.

Kannski verða svörin hjá Vinstri stjórninni í þessu eins og öðru, ykkur kemur það bara ekkert við. Svei mér þá, það lítur út fyrir að Össur fylgist ekki með fréttum af ESB ástandinu.


mbl.is Evran veikist gagnvart dal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er hárrétt að mesta hættan liggur í því að pólitíkusarnir hristi þennan samning fram úr erminni og blekki svo kjósendur til að samþykkja.

Mér sýnist Össur vera kominn í þann ham að honum sé til alls trúandi og öllum má vera ljóst að Stengrímur er tilbúinn í hvað sem er til að framlengja svanasöng sinn í pólitíkinni.

Árni Gunnarsson, 18.7.2011 kl. 15:30

2 identicon

Já hann Össur .... hann er eins og bróðir hans - hann Magnús .... sér ekki raunveruleikann fyrir  DRAUGUM

Kveðja Maggi

Magnús Jónasson (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 16:56

3 identicon

Evran er búin að styrkjast um tugi prósenda gagnvart Bandaríkjadalinum og má því vel við smá lækkun.

Því fer fjarri að slíkt sé hrun eða þvíumlíkt nema kannski í hausnum á ESB andstæðingum hér heima.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband