Ætlar Kristján Möller að bera ábyrgð á að allt er stopp?

Kristján Möller fv.sagönguráðherra hefur gagnrýnt Ögmund Jónasson núverandi samgönuráðherra fyrir seinagang í vegaframkvæmdum. Kristján segir að allt of hægt gangi,það þurfi að setja mun meiri kraft í framkvæmdirnar. Bent er á að auknar framkvæmdir í vegamálum er hluti af samkomulagi um lausn kjaramála.

Upplýst hefur verið að skattar og gjöld af bifreiðum landsmanna nema um 50 milljörðum á ári, en til vegamála fara um 16 milljarðar og er þá bæði átt við viðhald og nýframkvæmdir. Það er því vafasamt a'ð bera því við að fjármagn sé ekki til.

Miðað við stórar og miklar yfirlýsingar frá Kristjáni Möller hlýtur sú krafa að koma fram frá landsmönnum að hann sjái til þess að ríkisstjórnin breyti um stefnu. Kristján hefur það í höndum sér að lemja í borðið og setja það sem skilyrði fyrir áframhaldandi stuðningi við ríkisstjórnina að Ögmundur bretti upp ermar og setji allt á fullt í vegaframkvæmdum. Það mun skapa vinnu og bjarga mörgum verktakanum.

Geri Kristján það ekki er lítið mark hægt að taka á hans  gagnrýni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það mun gerist einvörðungu á meðan hann sefur, þ.e. í draumi.

Eggert Guðmundsson, 28.7.2011 kl. 21:06

2 identicon

Já Siggi þetta er einhver mesti orðaleikur sem menn hafa orðið vitni að og kæmi mér ekki á óvart að þeir væru að skrifast á sem íslenskir spaugarar. það að gantast svona að hætti Kristjáns er eitthvað sem allir skilja ekki. En þarna er bara að tuða og láta svo allt reka á reyðanum. Því kjöroð núverandi ríksstjórnar er að gera sem minnst en kvelja sem flesta, sem lengst.  Þetta er ekki ný saga né gömul því þegar leitað er í brunn gömlu kommana þá er ekki von á góðu.  Illviljinn stóð alltaf fyrir sýnu hér í gamla daga þegar vinstriöflin voru við völd, höldum völdum og göngum í allan sparnað sem lamenningur á og nú er bara að sjá hvenær þeir leggjast á lífeyrinn hjá þjóðinni. Reyndar eru þeir byrjaðir þegar AS og co gengu til liðs við vinstri velferð.

Ólafur E. Lárusson (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband