Ömurlegar árásir á Eyjamenn.

Hjá hverri einustu þjóð í heiminum eru til fársjúkir einstaklingar sem fremja ódæðisverk. Það er sama hversu mikið eftirlit hafa eða lög að alltaf eru framdir glæpir. Auðvitað er það ömurlegt að á útihátíð eins og Þjóðhátíð Vestmannaeyja skuli vera meðal 14000 gesta aðilar sem fremja glæp eins og nauðgun.

Það sem er þó hrikalega ósanngjarnt að sumir fjölmiðlar og ei9nstaklingar skuli ráðast á forsavarsmenn þjóðhátíðarinnar í Eyjum og hreinlega kenna þeim um glæpina. Dregin er upp sú mynd að Eyjamenn hugsi ekki um annað en græða á þjóðhátíðnni og láti sér í léttu rúmi liggja gæslu og öryggismál. Þetta er hrikaleg ósanngjörn gagnrýni.

Eyjamenn vilja að sjálfsögðu tryggja sem best öryggi sinna gesta.Foreldrar í Eyjum leyfa sínu unga fólki fara í Herjólfsdal í trausti þess að þau séu þar örugg.

 Menn verða að láta af þessari ósanngjörnu gagnrýni á Eyjamenn og taka höndum saman um að finna leiðir til að uppræta kynferðisglæpi sem aðra glæpi.


mbl.is Tvennt stendur upp úr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Um að gera að fara í vörn og neita að horfast í augu við vandann og leysa hann.

Jón Ingi Cæsarsson, 5.8.2011 kl. 15:53

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Veit ekki betur Jón Ingi en að það hafi verið í gangi ansi öflug gæslu og eftirlitslið á svæðinu, í ár sem önnur ár.. En því miður gerast svona viðbjóðslegir hlutir. Hef nú komið að ýmsu þarna og það veit ég að fólk sem þarna starfar á einn eða annan hátt, já og hátíðargestir - allavega heimamenn - gera hvað þeir geta til að þetta fari nú alltaf fallega fram. Það tekst því miður ekki alltaf. Held að menn muni ganga mun lengra á næstu árum í gæslunni. Hvort það leysir vandann verður að koma í ljós. Mér finnst aftur á móti nokkuð skautað framhjá því hverslags viðbjóðir ganga lausir á meðal vor. Þessir menn beita öllum þeim leiðum sem þeir geta til að fá sínu framgengt og munu ekki slá slöku. Það verður aldrei of vel brýnt fyrir fólki að standa saman og fara á afvikna staði og salerni í samfloti við aðra. Þetta var brýnt fyrir mér sem ungum peyja og er en eitthvað sem vert er að hafa í huga.  .....en þessar gjörðir eru viðbjóður og vonandi næst í skottið á þessum hrottum

Gísli Foster Hjartarson, 5.8.2011 kl. 16:20

3 identicon

Sammála nafna mínum.

Sigurður (IP-tala skráð) 5.8.2011 kl. 16:22

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hefði ekki orðað þetta betur Sigurður og Gísli mikið sammála ykkur!!!

Haraldur Haraldsson, 5.8.2011 kl. 18:15

5 Smámynd: Dexter Morgan

En það verður líka að viðurkennast að formaður þjóðhátíðarnefndar skeit upp á bak þegar hann hafnaði/afneitaði Stígamótum og þeirra starfsemi.

Sú afstaða hans er hluti af þessari hörðu gagnrýni í dag.

Dexter Morgan, 5.8.2011 kl. 22:57

6 identicon

Sá er vinur sem til vamms segir Sigurður minn og nú verð ég að skamma þig fyrir heimóttuskapinn og Eyjaslepjuna. Vestmannaeyingar eru hvorki betri né verri en aðrir landsmenn - jafnvel Garðsbúar - góði. Þjóðhátíðin í Eyjum er komin laaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaangt út fyrir að vera sú 'fjölskylduhátíð Eyjamanna' sem hún var talin vera í okkar ungdæmi. Þetta er útpælt gróðadæmi sem gengur út á að laða sem flest börn og unglinga af fasta landinu yfir Eyjasund til að mjólka liðið, dauðadrukkið og útúrdópað, á þriggja daga sukkhátíð.

14.000 -17.000 manns í Dalnum er auðvitað hrein og bein klikkun. Þetta er mun meiri mannfjöldi en svæðið þolir. Forráðamenn Þjóðhátíðarinnar virðast ekkert hafa lært af Hruninu. Að hætti gömlu baneitruðu bankanna gengur allt út á stærri, glæsilegri, fjölmennari og grimmari gleði. Það á m.ö.o. að taka inn gróðann á veltunni en ekki arðseminni. Niðurstaðan verður óhjákvæmilega sú sama og undir 'styrkri efnahagsstjórn' FLokksins þíns fyrir Hrun: Þjóðhátíðin hrynur innan frá.

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.8.2011 kl. 11:29

7 identicon

Ég get nú ekki séð það að viðvera Stígamóta hefði komið í veg fyrir þessar nauðganir. Í dalnum var mjög öflug sálgæsla sem var að sinna þessum málum og þar voru tveir sálfræðingar, tveir félagsráðgjafar, einn félagsfræðingur og einn kennari með mikla reynslu af hugrænni atferlismeðferð og hafa allir þessir starfsmenn áratugareynslu af starfi tengd þessum sviðum! Gerendurnir eru ekkert að hugsa út í það hvort að Stígamót, NEI-hópurinn, sérsveitarlögreglan eða foreldragæsla sé á svæðinu þegar þeir framkvæma þennan viðbjóð. Yfirleitt hafa þeir hugsað út í þetta fyrirfram og útvegað sér nauðgunarlyf og margt fleira! Það eru ALLTAF GERENDURNIR sem eru sekir í svona máli, ekki löggæslan né neinn annar!! Langar einnig að beina spurningu til þeirra sem eru að gagnrýna eyjamenn fyrir þetta, hvar er löggæslan í miðborg reykjavíkur um helgar, þegar mörg þúsund manns eru samankomin að "skemmta sér" ? Ég hef oft verið í miðborginni um helgar en aldrei nokkurntímann séð neina augljósa gæslu þar...

 Hilmar Þór, Þjóðhátíðin er alls ekki að "hrynja", heldur er hún bara að stækka! Það segir sig alveg sjálft að með bættum samgöngum og með stöðugri loftbrú milli lands og eyja, þá hljóta fleiri að koma frá fasta landinu! Það er búið að vera stór aukning á ferðamönnum í Vestmannaeyjum í allt sumar og af hverju ætti að vera breyting þar á yfir verslunarmanna helgina ?

Björgvin (IP-tala skráð) 6.8.2011 kl. 12:16

8 identicon

Sæll.

Þetta er alveg rétt hjá þér Sigurður. Gerandinn ber ábyrgðina eins og Páll S. hefur nefnt og Björgvin sömuleiðis hér fyrir ofan. Ég heyrði einhverja kona (sennilega frá Stígamótum) vera að tala í útvarpi um að ala þyrfti karlmenn og drengi upp öðru vísi svo þeir hættu að nauðga. Eigum við þá ekki líka að ala stúlkur upp í því að ljúga ekki nauðgun upp á karlmenn? Slíkt gerist þó sumir kannist kannski ekki við það.

Jón Ingi, hvernig ætlar þú að leysa vandann? Láttu okkur endilega heyra það enda full þörf á að leysa hann. Hafa Stígamótakonur ekki verið á útihátíðum í gegnum tíðina? Hefur það komið í veg fyrir nauðganir? Dexter, hvers vegna þurfa Eyjamenn Stígamótakonur? Koma þær í veg fyrir nauðganir?

Helgi (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 16:28

9 Smámynd: Sigurður Jónsson

Tilefni skrifa minna var að mér blöskraði hvernig sumir skella allri skömminni á þjóðhátíðarnefnd og Eyjamenn. Halda menn virkilega að Eyjamenn reyni ekki af fremsta megni að halda uppi reglu og koma í veg fyrir ofbeldisverk s.s. nauðganir. En það er sama hvað er gert, alltaf eru til þrjótar sem einskis svífast.

Það gekk fram af mér að hlusta á Inggnva Hrafn á Hrafnaþingi á föstudaginn, hvernig hann úthúðaði þjóðhátíðinni og Eyjamönnum. Ingvi sagðist hafa heyrt,sér hefði verið sagt o.s.frv. Klikkti svo út með að segja að reyndar hefði hann aldrei sjálfur verið á þjóðhátíð.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir,þingmaður, var gestur í þættinum og sagði að á fyrri tíð hefði verið nauðgað á útihátíðum sem haldnar voru á landinu. Munurinn væri sá, að þá hefði ekki mátt tala um það, allt hefði verið þaggað niður.Sem betur fer væri það ekki gert.

Ingvi ræddi mikið um útúrdrukkið fólk á þjóðhátíðinni. Hefur Ingvi Hrafn farið í miðborgina um helgar eða um hátíðir. Hefur Ingvi Hrafn kynnt sér árásir,hrottaskap og nauðganir í lögregluskýrslum Reykjavíkur?

Sigurður Jónsson, 7.8.2011 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband