Ingvi Hrafn á að skammast fyrir ummæli sín um Eyjamenn.

 

 Oft horfi ég á sjónvarpsstöðina ÍNN og hef gaman af. Þar eru margir áhugaverðir og skemmtilegir þættir. Gaman er að fylgjast með Hrafnaþingi að maður tali nú ekki um þegar Heimastjórnin mætir í þáttinn. Ef til vill er enn meira gaman fyrir okkur sem teljumst aðeins til hægri að hlusta heldur en gallharða vinstrimenn. Þessi sjónvarpsstöð er ein helsta málsvörn andstæðinga núverandi vinstri stjórnar. Oft finnst mér Ingvi Hrafn nálgast málefnin á skemmtilegan hátt og draga upp einfalda og skýra mynd af mönnum og málefnum.

Mér brá því illilega þegar Ingvi Hrafn byrjaði þátt sinn s.l. föstudag á að hella úr skálum reiði sinnar vegna nýafstaðinnar þjóðhátíðar. Ingvi Hrafn dró upp slíka mynd af þjóðhátíðnni og þeim sem að henni standa að með ólíkindum var að hlusta á það.

 

 Mér blöskraði hvernig Ingvi Hrafn skellti allri skömminni á þjóðhátíðarnefnd og Eyjamenn. Halda menn virkilega að Eyjamenn reyni ekki af fremsta megni að halda uppi reglu og koma í veg fyrir ofbeldisverk s.s. nauðganir. En það er sama hvað er gert, alltaf eru til þrjótar sem einskis svífast.

Það gekk fram af mér að hlusta á Ingnva Hrafn á Hrafnaþingi á föstudaginn, hvernig hann úthúðaði þjóðhátíðinni og Eyjamönnum. Ingvi sagðist hafa heyrt,sér hefði verið sagt o.s.frv. Klikkti svo út með að segja að reyndar hefði hann aldrei sjálfur verið á þjóðhátíð. Nú er það svo að þjóðhátíð hefur veri'ð haldin með fáuum undantekningum frá árinu 1874. Auðvitað hafa komið upp leiðindamál eins og annars staðar. En í heildina er þetta frábær samkoma með miklum fjölda,þar sem tekst að halda uppi góðri reglu. En að draga upp þá mynd að þjóðhátíð í Eyjum sé einhver rusl samkoma er lítilsvirðing við Eyjamenn og gesti þeirra.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir,þingmaður, var gestur í þættinum og sagði að á fyrri tíð hefði verið nauðgað á útihátíðum sem haldnar voru á landinu. Munurinn væri sá, að þá hefði ekki mátt tala um það, allt hefði verið þaggað niður.Sem betur fer væri það ekki gert.

Einnig voru í þættinum Guðlaugur Þór og Jón Kristinn og ræddu þessi mál á hógværari og málefnalegri hátt en Ingvi Hrafn. Þeim varð t.d. tíðrætt um ábyrgð foreldra.

Ingvi ræddi mikið um útúrdrukkið fólk á þjóðhátíðinni. Hefur Ingvi Hrafn farið í miðborgina um helgar eða um hátíðir. Hefur Ingvi Hrafn kynnt sér árásir,hrottaskap og nauðganir í lögregluskýrslum Reykjavíkur?

Ég mótmæli því harðlega að ráðist sé á svo hrottalegan hátt á Eyjamenn og þjóðhátíðina eins og Ingvi Hrafn gerði s.l.föstudagskvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hvar sá Ingvi Hrafn þetta úturdrukkna fólk í Eyjum??

Vilhjálmur Stefánsson, 7.8.2011 kl. 22:51

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Hann sá það ekki sjálfur enda aldrei komið á Þjóðhátíð. Fullyrti aaðeins útfrá einhverjum kjaftasögum.

Sigurður Jónsson, 7.8.2011 kl. 23:54

3 identicon

Ég heyrði þetta óvart í dag. Óvart, því annar var með fjarstýringuna, en ég get ekki hlustað á þennan mann viljandi. Ég sagði upphátt við sjálfa mig: "maður, líttu þér nær".

Er eitthvað betra að vera edrú og virka blindfullur?.....Reyndar efast ég um að hann sé edrú, þegar hann er að blaðra í þessum þáttum...

Magga (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 23:56

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sýnt var frá hrikalegri umgengni leigjanda íbúðar í Vestm.eyjum um verslunarmanna helgina.  Væri ekki sama hvar svona hátíðir væru,,langflestir stilltir þótt ölvaðir séu,svo eru þessar undantekningar,svívirðilegt ofbeldi sem virðist erfitt að komast fyrir. Þessi atvik kalla á aukina gæslu,mætti hugsa sér að ,,gæslupör,, blönduðust gestum,væru ekki áberandi,því lymskan býr í óþverrunum,kanski finnst sumum fælingarmáttur í þeim. Þetta bara verður að uppræta.

Helga Kristjánsdóttir, 8.8.2011 kl. 00:50

5 identicon

Ég hef verið að hlusta á orð aðstandenda Þjóðhátíðar og þeir leggja mikla áherslu á að þetta sé fyrst og fremst fjölskylduhátið og svo hafi í raun verið allar götur síðan árið 1874.  Mín tillaga er þessi; ef þetta á að vera fjölskylduhátíð þar sem "dætur Vestmannaeyjar eru leiddar fram" eins og einn mætur maður mælti fyrir, þá á Þjóðhátíðin að vera áfengislaus.  Fyrirmyndirnar eru til hérlendis.  Því ekki að reyna þetta?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband