11.8.2011 | 18:53
Samfylkingarþingmenn Suðurkjördæmis, hlustið á Kristján Möller.
Í fréttum Stöðvar 2 áðan var viðtal við Kristján Möller formann iðnaðarnefndar. Þar sagði Kristján að það gengi ekki að allar framkvæmdir við álver í Helguvík lægju niðri. Kristján sagði að stjórnvöld yrðu að hafa forystu um að skapa þannig aðstæður að allt gæti farið á fullt. Kristján sagði að Landsvirkjun þyrfti að skaffa orku til álversins. Það er merkilegt að hlutsa á Kristján Möller segja þetta þar sem sumir hafa haldið því fram að stjórnvöld hefði gert allt sem hægt væri.
Kristján Möller benti á að 2000 manns fengju vinnu við framkvæmdir og það myndi skapa ríki og sveitarfélögum 1 milljarða tekjur á mánuði.
Það gengur ekki að vinstri stjórnin einblíni bara á skattahækkanir heldur verður að koma framkvæmdum á fullt eins og álverinu í Helguvík. Það skapar tekjur og þörfin á skattahækkunum hverfur.
Þingmenn Samfylkingar í Suðurkjördæmi. Hlustið á Kristján Möller. Það veltur á Oddnýju, Björgvini og Róberti hvort framkvæmdir komast af stað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki sá ég þetta viðtal en þú skrifar þarna eins og þú hafir vit á þessu. Mín spurning til þín er: Hvar og hvernig strandar þetta hjá stjórnvöldum
Rafn Guðmundsson, 11.8.2011 kl. 20:29
Mér líst vel á hugmynd Kristjáns Möller, að veiða meiri fisk.
Það myndi skapa í það minnsta 2000 störf, bæði beint og óbeint, og fiskurinn er sjálfala upp við landsteinana, og bátarnir klárir og bundnir við bryggju, sumir hverjir. Vantar bara grænt ljós frá Jóni Bjarnasyni sjávarútvegs-ráðherra, til að geta byrjað.
Það á að hlusta á það sem er skynsamlegt hjá öllum, bæði Kristjáni Möller og öðrum, óháð flokkum.
Helguvík er á Suðurnesjum, þar sem eru möguleikar fyrir gífurlega miklar fiskveiðar og verkun. Fast sóttu þeir sjóinn hér fyrr á árum, og geta það enn. Væri ekki rétt að fiska upp í kostnaðinn við að byggja Helguvíkurdæmið?
Það þarf líka olíu á tækin, við Helguvíkurdæmið eins og fiskveiðarnar. Fiskveiðarnar skila arði strax, en Helguvík ekki fyrr en eftir einhver misseri. Eða er það ekki rétt hjá mér?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.8.2011 kl. 20:35
Ég var að vitna í Kristján Möller. Hann er formaður iðnaðarnefndar og fv.ráðherra og hlýtur að hafa vit á því sem hann segir. Hann sagði að Landsvirkjun gæti útvegað orku í fyrstu tvo áfangana og að ríkið yrði að hafa forystu um að koma þessari framkvæmd á fullt.
Sem sagt Kristján er á þeirri skoðun að ríkisstjórnin geti liðkað til að koma þessari framkvæmd af stað.
Það er líka rétt að Kristján hefur lýst sig andvígan frumvarpi Jóns Bjarnasonar í sjávarútvegsmálum
Það sem ég var að óska eftir í pistli mínum var að þingmenn Samfylkingar í okkar kjördæmi hlustuðu á Kristján Möller.Það þarf virkilega að fara að gerast hér á Suðurnesjum að uppbygging hefjist í Helguvík.
Sigurður Jónsson, 11.8.2011 kl. 23:52
Já - þú segir "Hann er formaður iðnaðarnefndar og fv.ráðherra og hlýtur að hafa vit á því sem hann segir". Er þetta ekki bara óskhyggja.
Rafn Guðmundsson, 12.8.2011 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.