AGS vildi ekki aðgerðir til hjálpar heimilum og Jóhanna og Steingrímur J. hlýddu.Lítið að marka kattaþvott Ögmundar.

Ögmundur Jónasson,innanríkisráðherra, segir það nú opinberlega aem marga grunaði. AGS var hinn raunverulegi stjórnandi landsins. Jóhanna og Steingrímur J. hlýddu og túlkuðu sjónarmið AGS. Ögmundur upplýsir að sjóðurinn hafi ekki viljað færa niður skuldir eins og Hagsmunasamtök heimilanna lögðu til. Ögmundur upplýsir að AGS hafi ekki viljað koma til bjargar íslenskum heimilum heldur staðið með fármálastofnunum.Jóhanna og Steingrímur J. hlýddu.

Ögmundur segist hafa verið á allt annarri skoðun. Hann hafi viljað niðurfærslu skulda. Hann hafi viljað koa íslenskum heimilum til hjálpar.

Ansi er þetta nú ódýrt hjá Ögmundi. Hann er einn af ráðherrum Vinstri stjórnarinnar. Hann getur því ekki þvegið hendur sínar. Hann ber jafnmikla ábyrgð á slæmri stöðu heimilanna eins og hinir ráðherrarnir. Ríkisstjórnin hefur aðeins eins manna meirihluta. Það þarf því atkvæði Ögmundar til að koma málum í gegn. Öll fallegu orðin hans Ögmundar hafa því enga þýðingu eða merkingu fyrir illa stödd heimili, hann er einn af þeim sem stendur með fjármálafyrirtækjunum þegar á reynir.


mbl.is Sjóðurinn vildi ekki aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er AGS farinn...

Hvað tefur ?

Af hverju er ekki allt komið í gang með að framkvæma þetta ?

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 20:38

2 identicon

Ef púkinn á fjósbitanum verður ekki kveðinn niður strax þá er fjöldagjaldþrot heimila óumflýjanlegt. Kjarni málsins gleymist yfirleitt í umræðunni. Þegar verðtrygging var sett á, þá voru laun líka verðtryggð. Það réttlætti verðtryggingu lána.  1986 var verðtrygging launa afnumin með lævísi - en lánin áfram verðtryggð! Þá hófst núverandi eignaupptaka! Engin leið er út úr þessum ógöngum nema setja þak á verðtryggingu strax, og síðan afnema hana hið fyrsta. Þá munu vextir hækka e-ð, en það er mun skárra en núverandi skipulögð mergsuga. Síðan þarf að taka upp samsettan gjaldmiðil sem fyrst. Þetta er vel gerlegt í örhagkerfi. Vaxandi ólga er í samfélaginu og einsýnt að upp úr sýður fyrir áramót ef  óeiningarstjórnin skellir skollaeyrum við borgurunum. Þjóðin þarf að sjálf að taka í stjórntaumana!Til upplýsingar og vonandi höfuðlausnar:http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/verdtrygging-eilifdarvelin-sem-brast?page=2&offset=-5

Almenningur (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 21:08

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ömmi blanki grætur í fjölmiðlum.

Ekki grét hann meðann hann sat ´fyrir stjórn stærsta bruðlslífeyrissjóðsins sem tapaði hrikalegum fjármunum sem við þurfum svo (hinn almenni skattborgari) að borga þar sem að déskotans sjóðurinn var og er verðtryggður.

Jóhrannar og Seingrímur gerðu síðan gott betur er þau hleyptu hrægömmunum inn til að kroppa í fólkið í skjóli bankanna sem síðan fægðu beinin fyrir sinar og tægjur af borði feitmetisins.

Þetta er síðan sama fókið sem kemur uppúr kjallara fjármálaráðuneytisins með grunsamlega bungu á vasanum eftir að hafa verið að kroppa í "stóra vasann". Þetta er svona eins og Saddam Husseinefti fyrra Persaflóastríð sem, eftir að Kanarnir nenntu ekki að leyta að honum, skreið uppúr einhverju holræsinu og lýsti yfir sigri á ofurveldinu og hélt veislu fyrir flokksgæðinga sína (reyndar undir byssuvaldi sem ekki sáust þar sem þær voru við hliðina og aftan við myndatökufókið)

Nei. Þetta er ekki það sem við getum kallað trúverðugleika heldur leiksýningu fyrir fólk með skammtímamynni.

Óskar Guðmundsson, 30.8.2011 kl. 21:33

4 identicon

Já, nú erum við lausir undan ags og þessi ríkisstjórn er að afreka það að koma stjórn landsins í hendur esb í staðinn. Þessu verður ekki afstýrt nema að núverandi stjórn verði hrakin af stóli áður en það verður of seint og fólk sem hefur áform um að laga þetta umhverfi sem við búum við, komist til valda. Þetta land hefur alla burði til að brauðfæða okkur og skapa velsæld ef bara fólk fær að njóta auðæfa þess, en svo það megi gerast þarf að klippa auðvaldinu frá kökunni og tryggja að hún skiptist betur niður á fólkið sem byggir þetta land!

Hilmar Andri Hildarson (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 00:07

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú eru íslensk stjórnvöld ekki lengur bundin af viljayfirlýsingum til AGS um að ekki verði gengið lengra í aðgerðum fyrir heimilin.

Það er því ekkert til fyrirstöðu lengur að leiðrétta stökkbreytt lán heimilanna og afnema verðtryggingu.

http://undirskrift.heimilin.is

Guðmundur Ásgeirsson, 31.8.2011 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 828279

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband