31.8.2011 | 13:34
Tyrkjarán,eldgos og kvótafrumvarp.
Bæjaryfirvöd taka sterkt til orða þegar þau líkja afleiðingum af samþykkt kvótafrumvarps Jóns Bjarnasonar vi Tyrkjaránið 1627 og eldgosið í Heimaey 1973. Menn hljóta að staldra við þegar slíkar yfirlýsingar koma frá sjávarútvegsbæ eins og Vestmannaeyjum. Í Eyjum eru sköpuð milljónir verðmæta á hverjum einasta degi,sem kemur sér vel fyrir sveitarfélagið og landið allt.
Bæjaryfirvöld fullyrða að afleiðingar af samþykkt kvótafrumvarpsins verði fækkun um 200 störf, sem þýðir mikið tekjutap fyrir bæjarsjóð og allt efnahagskerfið í Eyjum. Afleiðing verður svo fólksfækkun.
Þessum rökum Eyjamanna hefur ekki verið mótmælt. Maður spyr hvers vegna að vaða áfram með einhverjar breytingar,sem eingöngu virðast gerðar bara breytinganna vegna.
Allir hagsmunaaðilar eru sammála um að samþykkt kvótafrumvarpsins muni leiða til kjaraskerðingar á landsbyggðinni og fyrir þjóðfélagið allt. Hvers vegna þá að æða áfram með frumvarpið?
Í Eyjum hefur verið háð hörð barátta til að bggja samfélagið upp eftir fólksfækkun og stöðnun. Það hefur tekist mjög vel á síðustu árum. Næg atvinna hefur verið og mikil bjartsýni ríkt hjá bæjarbúum. Samfélagið hefur blómstrað. Hvers vegna vill Vinstri stjórnin brjóta það niður? Það getur ekki á nokkurn hátt verið skynsamlegt.
Auðvitað er kvótakerfið ekki fullkomið.Auðvitað er hægt að gera á því breytingar,en það er algjör della að ætla að rústa kerfinu með skelfilegum afleiðingum fyrir þjóðfélagið.
Maður á erfitt með að trúa því að Samfylkingarþingmennirnir Róbert Marshall og Oddný G. Harðardóttir komi til með að samþykkja frumvarp Jóns Bjarnasonar. Róbert þekkir til mikilvægis sjávarútvegs í Vestmannaeyjum og veit að það væri reiðarslag fyrir byggðarlagið að störfum þar fækkaði um 200 og tilheyrandi fólksfækkun. Oddný á einnig að vita um mikilvægi sjávarútvegs í Garðinum. Það mun því verða fylgst vel með þessum þingmönnum, hvort þau leggjast á vogarskálarnar til að koma í veg fyrir hrun í sjávarútvegsplássum með því að hafna frumvarpinu eða hvort þau samþykkja frumvarp J'ons Bjarnasonar með hrikalegum afleiðingum fyrir sjávarplássum og landið í heild sinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fátt hefur leikið íslenskt þjóðarbú jafn grátt og kótakerfið en þorskaflinn í ár er einungis 160 þúsund tonn af þorski, en fyrir daga kvótakerfisins veiddist að jafnaði liðlega 400 þúsund tonn af þorski.
Mér finnst æði undarlegt að horfa upp á að Sjálfstæðisflokkurinn styðji kerfi í blindni sem brýtur í bága við jafnræði borgaranna.
Ég hvet þig Sigurður sem ég deili með skoðunum í mörgum málum, til þess að lesa umsögn Frjálslynda flokksins um ónýtt frumvarp Jóns Bjarnasonar
http://xf.is/index.php?option=com_k2&view=item&id=164:frumvarpi%C3%B0-gengur-%C3%BAt-%C3%A1-a%C3%B0-stagb%C3%A6ta-%C3%B3n%C3%BDtt-kerfi-og-brj%C3%B3ta-mannr%C3%A9ttindi&Itemid=4
Sigurjón Þórðarson, 31.8.2011 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.