Bónus að versla í Krónunni.

Merkilegt að sjá hvernig Bónus bregst við því að hafa verið velt úr sessi sem versluninni með lægsta vöruverðið. ASÍ upplýsir að nákvæmlega sömu vinnubrögð hafi verið viðhöfð og áður.Það væri nær fyrir Bónus að gefa út yfirlýsingu að þetta muni ekki koma fyrir aftur. Núna er staðan sú að það er bónus fyrir neytendur að versla í Krónunni.

Ég er undrandi á því að eigandi verslunarinnar Kosts skuli velja þann slæma kost að vilja ekki vera með í verðkönnun. Það fælir mann frá því að versla þar. Við eitthvað eru þeir hræddir fyrst neytendur mega ekki sjá verðsamanburðinn.


mbl.is ASÍ svarar Bónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er sökum þess að Kostur vill meina að síðast þegar þeir tóku þátt þá kom í ljós að Kostur var ódýrari en Bónus og Bónus tóku eitthvað svona kast eins og núna og ASÍ hlupu til og voru mættir í aðra könnunn daginn eftir. Þetta gerðist víst síðasta vetur.

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 20:52

2 identicon

Sæll.

Það er ekki rétt hjá neytendum að reiða sig einvörðungu á verðkannanir ASÍ. Kjartan Þór hér að ofan hefur rétt fyrir sér. ASÍ hefur gerst sig sekt um óvönduð vinnubrögð í a.m.k. eitt skipti og þar með er erfitt að treysta þeim.

Svo er auðvitað eitt sem svona kannanir, sem eru enginn stóridómur, geta ekki metið: Gæði vöru. Ég fer reglulega í Kost og þar fær maður oftar en ekki betri og ferskari matvöru en í öðrum verslunum. Þetta getur verðkönnun ekki metið og er þar með villandi og blekkir þá auðvitað neytendur. Á þetta hafa furðufáir ef einhverjir bent.  

Ég las einhvers staðar að sums staðar erlendis séu svona verðkannanir bannaðar svo kaupmenn geti ekki fiffað verðið hjá sér.

Helgi (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband