Hvað tákna gullhamrar og smjaður Jóhönnu til Sivjar?

Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingar er ekki þekkt í langri þingsögu sinni fyrir sérstaklega málefnalegar umræður eða þar fari mikill mannasættir. Frekar er hún þekkt fyrir að vilja beita sínu valdi óspart og að vera ekki manneskja málamiðlana og sátta. Ekki hefur heldur mikið farið fyrir léttleika í hennar málflutngi.

Jóhanna mun enn eiga met í ræðulengd á þingi þegar hún var í málþófsstuði.

En nú bregður svo við að Jóhanna slær Siv Framsóknarþingmanni gullhamra fyrir sína ræðu og smjaðrar á allan hátt fyrir henni. Jóhanna setur upp gæðasvip eins og hún sé þreytt á þessu sífellda masi og þrasi á þingi. Nú er það hún sem fagnar Siv fyrir málæefnalega umræðu. Er Jóhanna að breytast í einhvern húmorista eða hvað er eiginlega að gerast.

Er Jóhanna kannski að gefa siv undir fótinn að það sé nú gott að vera þæg og hliðholl ríkisstjórninni. Jóhönnu veitir ekki af að fá stuðning og kannski freistar ráðherrastóll. Siv þekkir nú þessa þægilegu stóla.


mbl.is Svona eiga vinnubrögðin að vera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband