Árni Johnsen líkir vinstri stjórninni við sauðnaut.

Nokkrir þingmenn hafa verið drjúgir við ræðuflutning á septemberþingi. Sumir hafa farið út um víðan völl í umræðunni. Aðrir hafa notað persónulegar svívirðingar um menn. Toppinn þar á Björn Valur vegna orðbragðs um forsetann. Jóhanna forsætisráðherra hefur svo reynt að beita kúgun,hótunum og þvermóðsku til að reyna að fá einræðsivald yfir ráðherraskipan og fleiri atriðum. Sem betur fer tókst henni ekki að ná markmiðinu.

Þetta blessaða septemberþin verður þó örugglega ekki til að auka virðingu almenning fyrir störfum þingsins.

Árni Johnsen er sennilega frumlegasti þingmaðurinn og nálgast oft umræðuefnið á einkennilegan hátt. Í umræðunnni gerði hann mikið úr því að vinstri stjórnin væri eins og sauðnaut. Árni sagði að ræktun sauðnauta hefði mistekist hér á landi vegna þess að þau hefðu fengið rangt fóður. Árni sagði að ríkisstjórnin væri að troða í íslensku þjóðina röngu fóðri fóður.

Samlíking Árna um vinstri stjórnina og sauðnautin er merkileg.

Spurning hvort við værum betur eða jafnilla stödd með sauðnaut í ráðherrastólum henldur en vinstri ráðherrana.

Óneitanlega setur Árni svip á störf þingsins með tali um skúma,sauðnaut,mammúta og nashyrninga.

Kannski semur hann lag og texta um þetta.


mbl.is Ræðusnilld á septemberþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

... mér finnst nú að verið sé að gera heldur lítið úr sauðnautum með því að bera þau saman við íslenska þingmenn! Hvað hafa sauðnaut gert af sér til þess að talað sé svona niðurlægjandi um þau?

Óskar Arnórsson, 17.9.2011 kl. 18:57

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Eitt er ljóst, að þingmeeeeeeeeeen eru "nautheimskir" jafnvel "sauðheimskir" á þar  samlíking Árna vel við og sýnir að sjálfstæðismenn eru orðhagir menn

Guðmundur Júlíusson, 18.9.2011 kl. 01:48

3 identicon

"Sækjast ser um likir ".!    ......................

Ransý (IP-tala skráð) 18.9.2011 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband