Björn Valur kallar orðbragð sitt um forsetann sárasaklaus ummæli.

Enn hef ég ekki séð neinn taka upp hanskann fyrir Björn Val þingmann VG vegna orðbragðs hann um forsetann á Alþingi.Steingrímur J. hefur ekki einu sinni treyst sér til þess.

Björn Valur hefur enn ekki beðist afsökunar á orðum sínum, segir að hann hefði ekki átt að nota orðið forsetaræfill úr ræðustól. Engin afsökunarbeiðmni til forsetans og bætir svo við til að kóróna skömmina.

"Sárasaklaus ummæli mín um forsetaræfilinn vöktu athygli langt umfram það sem verðskuldað má telja."

Það ömurlegasta við allt þetta allt saman er að Björn Valur skuli hafa verið kosinn til að sitja á Alþingi.

Björn Valur hefur á þingi rætt um ábyrgð og menn ættu að segja af sér. Miðað við dfómhörku hans gagnvart öðrum hlýtur hann að íhuga alvarlega stöðu sína eftir þetta og ætli hann að vbera samkvæmur sjálfum sér segir hann af sér þingmennsku.


mbl.is Hefði ekki átt að nota orðið „forsetaræfill“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Hann er einn af hörðustu dómurum, en hefur engan sjálfsaga.  Hugsa sér að hann skuli hafa komist í alþingi og það í stjórnarflokk.  Ömurlegt, en hann passar kannski nógu vel við forystu beggja stjórnarflokkanna. 

Elle_, 20.9.2011 kl. 00:00

2 identicon

Ég verð að viðurkenna að ég hef kosið VG síðan þeir urðu til. Nú lít ég á Steingrím Sigfússon sem mesta svikara í pólitískri sögu Íslands. Hann á sér einn skósvein sem hann dró inn á þing sem heitir Björn Valur. Hann er trúr húsbónda sínum enda skipstjóramenntaður. Allt sem foringinn segir er rétt og hefur Björn Valur beitt lúalegum eineltisbrögðum gegn þeim sem hafa leyft sér að mótmæla foringjanum.

Þannig hjólaði hann í Lilju og Atla, Ásgrím og núna síðast forsetna. 

Björn Valur sér ræfil á hverjum morgni sem hann horfir í spegilinn, og vegna þessa ræfilsgreis mun ég aldrei aftur kjósa VG

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 12:07

3 Smámynd: Elle_

Já, í heildina er ég sammála Sigurði Haraldssyni.  VG er handónýtur flokkur með nokkra þarna innanborðs eins og Árna Þór, Björn Val og Steingrím.  Þá þrjá sem allt sviku.   

Elle_, 20.9.2011 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband