21.9.2011 | 10:34
Slæm staða hjá stjórnarandstöðunni.
Vinstri stjórn Jóhönnu og Steingríms J. hefur nánast glatað öllu trausti landsmanna. Miðað við þessu stöðu væri eðlilegt að álykta að stjórnarandstöðuflokkarnir nytu mikils traust hjá miklum meirihluta þjóðarinnar. Staðreyndin er allt önnur.Samkvæmt nýrri skoðanakönnun segjast 63% vera mjög eða frekar óánægð með störf stjórnarandstöðunnar.
Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur stjórnarandstöðuflokkanna og hlýtur því að þurfa að taka þennan skell til alvarlegrar skoðunar. Hvers vegna nær málflutningur flokksins ekki til kjósenda. Hvers vegna virkar það ekki ábyrgt sem flokkurinn heldur fram í málflutningi sínum.
Kjósendur vilja sýnilega breytingar á forystuliði Sjálfstæðisflokksins og endurnýjun á frambjóðendum til þings. Það sýndi sig greinilega þegar stuðningsmenn flokksins voru beðnir að velja milli Bjarna núiverandi formanns og Hönnu Birnu. Mikill meirihluti Sjálfstæðismanna vill fá Hönnu Birnu til að taka að sér forystuhlutverkið.
Í nóvember verður Landsfundur Sjálfstæðisflokksins haldinn. Framtíð flokksins veltur á því hvernig landsfundurinn tekur á málum. Tekst það að búa til trúverðuga stefnu. Hlusta fulltrúar á grasrótina í flokknum sem vill sjá breytingar á forystunni. Það á eftir að koma í ljós.
Átti Sjálfstæðisflokkurinn sig ekki á stöðunni er hætt við að ný framboð geti fengið hljómgrunn eins og gerðist í Reykjavík.Auðvitað má það ekki gerast að eitthvert flokkaflakkaraframboð með stuðningi
geimfaraflokksins komist til valda á Alþingi.
Það er í höndum trúnaðarmanna Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi hvort það gerist eða ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Auðvitað má það ekki gerast að eitthvert flokkaflakkaraframboð með stuðningi geimfaraflokksins komist til valda á Alþingi."
Afhverju má það ekki gerast - ef fólkið í landinu kýs þannig í frjálsum kosningum?
Það er óþarfi að stimpla fólk og kalla það flokkaflakkara og geimfaraflokk. Við erum áreiðanlega sammála um að það skiptir máli fyrir hvað fólk og flokkar standa.
Það er ekkkert eignarhald á þingsætum og ég held að fólki sé treystandi til að velja þá á þing sem það treystir til að vera þar og gera gagn.
kv.
Kjartan Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 11:12
Það er hárrétt hjá þér Kjartan, það skiptir mestu máli fyrir hvaða mál flokkar standa, fólkið velur samkvæmt því. En fyrir hvaða mál stóð Besti flokkurinn fyrir síðustu borgarstjórakosningar? "Allskonar" og "ekkert"? Hvað felst í slíkum loforðum?
Hvort Besti flokkurinn sé geimveruflokkur eða ekki fer að sjálfsögðu eftir því hvernig menn líta þann flokk og hvaða hugmyndir þeir hafa um geimverur. Í öllu falli er útilokað að setja Besta flokkinn á sama bekk og stjórnmálaflokk.
Gunnar Heiðarsson, 21.9.2011 kl. 12:43
´Allskonar´ og ´ekkert´ hljómar fáránlega fyrir stjórnmálaflokk og ekki hægt að taka hann alvarlega. Óskiljanlegt að nokkrum manni hafi dottið í hug að kjósa hann. Hvað hefur maðurinn/flokkurinn gert nema valda stórskaða?
Elle_, 22.9.2011 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.