Verður Davíð formaður Sjálfstæðisflokksins og Svavar formaður Vinstri grænna?

Alveg eru þær dásamlegar vangaveltur margra um að Davíð Oddsson ætli að eiga flotta endurkomu í stjórnmálin aftur og gerast formaður Sjálfstæðisflokksins. Segir meðal annars hinn ágæti fjölmiðlamaður Sigurjón M. Egilsson að hann hafi hitt marga Sjálfstæðisflokksins sem varla geti sofið af eftirvæntingu við svari Davíðs. Hvernig í óskupunum getur mönnum dottið það í hug í alvöru að Davíð ætli sér einhverja endurkomu i pólitíkina. Hann er í flottu og ábyrgðarmiklu starfi sem ritstjóri Moggans. Hann hefur sín miklu áhrif í gegnum það. Davíð hefur tekist að gera Moggann að flottu blaði, sem rekur harða stefnu.

Sjálfstæðismenn koma til með að velja á milli Bjarna núverandi formanns og Hönnu Birnu. Það er flott að geta valið á milli þessara tveggja.

HÞtralda t.d. einhverjir að Svavar Gestsson verði aftur formaður Vinstri grænna? Nú hefur Svavar fengið mikið lof hjá mörgum innan VG fyrir frábæra frammistöðu sem formaður Icesave nefndarinnar. Svavar hekdur því fram að hans samnningur hafi verið sá besti fyrir þjóðina. Allir muna eftir húrrahrópum Steingríms J. fyrir frábæra frammistöðu Svavars. Ég á nú reyndar ekki von á því að almennir flokksmenn í VG hafi mikinn áhuga á að fá Svavar. Þeir sitja uppi með Steingrím J. og halda áfram að tapa fylgi.

Það sýndi sig að hinn málóði Jón Baldvin fékk ekki hljómgrunn til að koma aftur í forystuhlutverk hjá Samfylkingunni enda er þar fyrir öldungurinn Jóhanna sem ætlar sér að sitja áfram, sem verður til þess að flokkaflakkarinn fær eitthvað af fylgi Samfylkingarinnar í næstu kosningum.

En gaman er að þessum bollaleggingum með Davíð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú setur þetta í skemmtilegt samhengi. En ég mundi aldrei bera saman endukomu Davíðs við endurkomu Svavars, annað væri himnasending hitt væri heljarför ;-)

Björn (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband