Er búið að samþykkja að ganga í ESB?

Össur utanríkisráðherra og helsta málpípa Samfylkingarinnar í ESB málum þeysist nú út um allt til að afla stuðnings meðal ESB ríkja við inngöngu Íslands í klúbbinn.

Össur hagar sér þannig að það sé búið að samþykkja að ganga í ESB. Væri nú ekki ráð að klára málin hér innanlands áður en Össur þeytist út um allt til að leita stuðnings. Það liggur fyrir og hefur lengi legið fyrir að meirihluti Íslendinga er á móti aðild að ESB.

Skrípaleikur Össurar er algjör. Hvaða vit er í því að berjast fyrir inngöngu í ESB og upptöku Evru. Ríki ESB er á bjargbrúninni og við það að hrynja fram af hvert af öðru. Í þessum aðstæðum finnst Össuri rétt að þeysast um allar trissur til að biðja ríki ESB að traka okkur inn. Þvílík della.


mbl.is Lýsti stuðningi um umsókn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel og drengilega mælt, Sigurður, og þessi viðleitni Össurar verður naumast fáránlegri. En takið líka eftir, að úr þessum stuðningsyfirlýsingum einstakra "þjóða" (les: handhafa ríkisvalds þar) má ekki lesa hrifningu almennings þar -- það er alveg laust við það -- heldur þvert á móti, að yfirstjórn ESB og voldugustu öflin þar (eins og Þjóðverjar) ÆTLA SÉR að koma okkur þarna inn og ÝTA Á EFTIR smærri ríkjunum að senda frá sér áróðursvænar yfirlýsingar sem eiga að líta út eins og einhver "stuðningur" við okkur. Í reynd eru þeir páfagaukar Brusselvaldsins og þjóna því, sem og því að þenja út þetta brauðfótabandalag sem gengur með stórveldið í maganum og er sem slíkt (því miður) ekki feigt.

Jón Valur Jensson, 25.9.2011 kl. 17:29

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarf Utanríkisráðuneytið ekkert að draga saman seglin????????

Jóhann Elíasson, 26.9.2011 kl. 08:45

3 identicon

Svarið við spurningunni er - nei.

En við erum í aðildarviðræðum við ESB. Þegar þeim er lokið þá mun samningur verða kynntur og síðan kýs þjóðin um samninginn.

Kv. Ks.

Kjartan Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 10:22

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þjóðin vildi kosningu um umsóknina, 76,3% vildu það í skoðanakönnun Capacent-Gallup 10. júní 2009, og um slíkt þjóðaratkvæði var tillaga á þinginu þá um sumarið, en það FELLDU stjórnarliðar! Þeir hafa aldrei elskað neitt lýðræði í þessum efnum, hafa aldrei farið eftir þeim vilja þjóðarinnar í öllum skoðanakönnunum frá þessum umsóknartíma, að yfirgnæfandi meirihluti vill ekki fara þarna inn. Stjórnarliðar felldu jafnvel tillögu um, að þjóðaratkvæði um endanlegan aðildarsamning yrði bindandi, þannig að ekki hefurðu mikið fyrir þér í þínu máli hér, Kjartan! Svar þitt er einfaldlega svar ESB-þverhausanna á þingi, sem hafa þetta eitt að segja í raun: Við ÆTLUM að keyra þetta mál áfram!

Og ekki hafa stjórnarliðar siðferðislegan rétt til að veita þessu máli forsjá þrátt fyrir hugsun þjóðarinnar, því að í öllum síðustu þremur skoðanakönnunum nýtur ríkisstjórnin ekki nema um 33% fylgis, og í enn einni nýlegri eru 12% ánægð með verk hennar!

Jón Valur Jensson, 26.9.2011 kl. 11:24

5 identicon

Ég þakka Jóni Vali athugasemdina. Ég átta mig á því að við lítum ekki sömu augum á málið. Það verður svo að vera og ég virði hans skoðun en hef aðra. Kv

Kjartan Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 12:07

6 Smámynd: Birna Jensdóttir

Hann myndi kannski halda sér á Klakanum ef hann þyrfti að borga farið og uppihald sjálfur á þessum ferðalögum sínum.Hvernig er með niðurskurðinn hjá Utanríkismálaráðuneytinu?????

Birna Jensdóttir, 26.9.2011 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 828294

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband