27.9.2011 | 16:58
Margir bæði sárir og svekktir vegna Jóhönnu.
Eins og við mátti búast telur Jóhanna Sigurðardóttir vera á góðri leið með að bjarga þjóðinni. Jóhanna reynir að draga upp þá mynd að hér sé bara allt í hinum mesta sóma. Jóhanna reynir eins og venjulega að berja niður alla gagnrýni með nógu miklum hrópum og að allir séu svo vondir við hana.
Fer það framhjá Jóhönnu að atvinnuleysi er enn mjög mikið. Fer það framhjá Jóhönnu að tugþúsundir heimila eiga í mikolum vandræðum. Fer það framhjá Jóhönnu að mörg sveitarfélög þura að greiða meira og meira í fjárhagsaðstoð. Fer það framhjá Jóhönnu að lítið sem ekkert gerist í uppbyggingu atvinnulífsins.
Hvers vegna gerist ekkert í uppbyggingu stórfyrirtækja? Er það vegna þess að fyrirtækin og fjárfestar hafi ekki áhuga. Svarið er Nei. Hvers vegna gerist ekkert í virkjunarmálum? Er það vegna áhugaleysis framkvæmdaaðila? Svarið er nei.
Hvers vegna gerist ekkert í uppbyggingu í sjávarútvegi? Er það vegna áhugaleysis útgerðar og fiskvinnslu? Svarið er nei.
Svo kemur Jóhanna og segir að atvinnulífið megi ekki tala hlutina niður. Hver er það sem talar allt niður. Það er Jóhanna og hennar ríkisstjórn. Það þýðir ekkert fyrir Jóhönnu að koma öðru hvoru í fjölmiðla eða standa fyrir einhverjum fundum og segja fólki að allt sé í blóma.
Almenningur veit betur og finnur fyrir því daglega að Jóhanna og hennar ríkisstjórn hefur gjörsamlega brugðist þjóðinni.
Já, Jóhanna það eru margir sárir og svekktir vegna þess hvernig þú vinnur.
Sár og svekkt vegna orða SA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég verð nú að segja fyrir mig Sigurður minn, að mér þykir sem svo, að fleiri en þingmenn stjórnaandstöðunnar reyni sitt ýtrasta, að verða núverandi stjórn að fótakefli, en þá á ég við SA eins og þeir láta í dag, og minna helst á smá krakka í sandkassaleik.
Þorkell Sigurjónsson, 27.9.2011 kl. 18:02
Já, almennningur er fótum troðinn af óvættinni Jógrímu og sannarlega hennar fótakefli!
Hrúturinn (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 19:16
@Þorkell:
Hvernig minna SA á börn í sandkassaleik? Jóhanna og Steingrímur hafa marglofað aðgerðum en ekkert hefur gerst. Núverandi forysta SA er ferlega slöpp og ekki sú besta sem völ er á frá samtökum eins og SA og löngu tímabært að þessi samtök létu í sér heyra enda blæðir fyrirtækum og almenningi vegna vanhæfis stjórnvalda.
Jóhanna getur leyft sér að láta hvaða tilfinningar sem er bærast innra með sér en eftir stendur samt að hún hefur lofað þúsundum starfa sem ekki hafa birst munu aldrei birtast meðan hún er við völd og skattar hafa verið hækkaðir óeðlilega mikið. Það væri kannski í lagi ef afkoma ríkissjóðs væri í lagi en hún er fjarri því að vera í lagi. Margir vöruðu við en Steingrímur og Jóhanna hlustuðu ekki.
Af hverju ætti einhver að tala við núverandi stjórnvöld um eitthvað þegar vanhæfið á öllum vígstöðvum er svona hrópandi?
Helgi (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 21:38
Forysta SA er forhert og ekki síður vanhæf en Jóhanna og co. Gleymum aldrei að þeir heimtuðu kúgunarsamninginn gegn þjóðinni ekki síður en ICESAVE-STJÓRNIN sjálf. Fyrir hverja voru þeir að vinna??
Elle_, 27.9.2011 kl. 22:10
Eigi fyrir all löngu var ég á fundi hjá Vilhjálmi Egilssyni og Vilmundi Jósefssyni norður á Húsavík. Þeir voru hrikalegir. Töluðu eins og Valhallar stuttbuxna strákar. Ekki hlusta á þessa stofnun á meðan hún er útsendari eins flokks. Svona gerist óvíða nema hér á skerinu. SA er landinu til skammar og útlendingar vita að þessi klíka er vonlaus. Þeir forðast hana eins og þeir best geta.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.