28.9.2011 | 13:10
Hvers vegna ættu íbúar Garðsins að taka á sig skuldir Reykjanesbæjar og Sandgerðis?
Hún er merkileg ályktun Framsóknarfélags Reykjanesbæjar þar sem ályktað er að öll sveitarfélögin á Suðurnesjum eigi að sameinast í eitt. Lagt er til að Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum vinni að undirbúningi. Hvers vegna í óskupunum ættu íbúar Garðsins að fara að stíga það skref núna að sameinast öðrum skuldsettum sveitarfélugum.
Nýlega voru birtar upplýsingar frá tímaritinu Vísbending,þar sem frem kemur að Reykjanesbær er skuldsettasta sveitarfélagið en að Sveitarfélagið Garður eigi peninga umfram skuldir.
Í gegnum árin var aðhalds gætt í rekstri Garðsins og sú mikilvæga ákvörðun var tekin að fara ekki í samstarf með Fasteign og selja eignirnar og leigja síðan. Sú happadrjúga ákvörðun vegur nú þungt í góðri stöðu Garðsins.
Allt fram að kosningunum 2006 var rekstur málaflokka mjög hófstilltur í Garðinum. Eftir að meirihluta Oddnýjar G. Harðardóttur sat að völdum til 2010 hefur heldur sigið á ógæfuhliðina hvað varðar kostnað við reksturinn.Þrátt fyrir það er staðan enn góð og mun hagstæðari heldur en í Reykjanesbæ, Sandgerði og Vogum.
Það væri því fáránlegt af bæjaryfirvöldum í Garði að taka þátt í sameiningarviðræðum til að taka á sig skuldir hinna sveitarfélaganna. Ég hef þá trrú að meirihluti Sjálfstæðismanna í Garði hafi fullan vilja til þess að taka á rekstrinum og snúa við þeirri þróun sem varð hjá meirihluta Oddnýjar.
Aftur á móti er full ástæða til að efla samstarf meðal sveitarfélaganna í gegnum Samband sveitarfélaga á Suðuirnesjum. Það er hægt an sameiningar.
Vilja sameiningu á Suðurnesjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er 100% Trygging fyrir því að hagræðing náist fyrir íbúa sveitarfélaganna með sameiningu? Fyrir rúmum áratug voru þrjú sveitarfélög á suðurnesjum sameinuð. Rekstur allra þessara sveitarfélaga var í góðu jafnvægi og vel það. Skuldir voru lágar og eignarstaðan var gríðarlega góð s.s. með eignarhlut í Hitaveitu Suðurnesja, fasteignum og öðru slíku. Einhver sagði að skuldir sveitarfélaganna, uppfærðar á gengi dagsinsí dag rétt fyrir sameiningu hefðu verið einhvers staðar á bilinu 5-6 milljarðar.
Staðan í dag er hins vegar sú að skuldirnar eru á bilinu 42-45 milljarðar. Tekjur hins sameinaða sveitarfélags duga engan veginn fyrir afborgunum og vaxtagreiðslum lána ásamt rekstrarkostnaði. Tæknilega séð er hið sameinaða sveitarfélaga gjaldþrota.
Hvernig geta menn því fengið það út að eitthvað muni batna með því að færa rekstrareiningar saman? Hefur það virkilega reynst svona vel? Hver man ekki eftir umræðunni um bankana? Þeir voru of margir, þeir voru of óhagstæðar einingar, það þurfti að fækka þeim, sameina. Tæpum 10 árum eftir að þessi sameining og hin meinta hagræðing hafði átt sér stað, þá voru allir bankarnir með tölu farnir rúllandi á hausinn, og höfðu í leiðinni dregið með sér heilt þjóðríki. Slík var hagræðingin.
Menn ættu heldur að vanda sig við að koma þeim rekstri sem fyrir er í lag, áður en farið er út í svona aðgerðir, sem hafa ekki beinlínis gefið góða raun.
joi (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 13:46
Skynsamlegur pistill hjá Sigurði. Og annar skynsamlegur pistill var í VefÞjóðviljanum í gær, varðandi lán til Hafnarfjarðar, langt umfram greiðslugetu bæjarfélagsins: "...Að lána slíkum félögum stórfé er sérstakt en verðskuldar enga sérstaka samúð... er ekkert óeðlilegt við að lán séu afskrifuð þegar lántaki getur ekki greitt þau til baka og ekki er hægt að ganga að eignum hans. Sá möguleiki er beinlínis verðlagður í vextina sem lánið ber... En hér er við völd ríkisstjórn sem má hvergi sjá lánveitanda vera við það að tapa á ákvörðun sinni. Þá er komið hlaupandi með þá fjármuni sem stjórnin hefur náð af almennum launþegum með skattahækkunum. Það er ógæfa allra skattgreiðenda á Íslandi. Ógæfa íbúa Hafnarfjarðar er hins vegar tvöföld því þar sitja ríkisstjórnarflokkarnir einnig við völd og virðast staðráðnir í því að klína skuldunum á íbúa bæjarins til næstu áratuga..." Breyttar leikreglur væru gagnlegri, meðal annars fyrir ábyrga fjármálastjórn bæjarfélaga og lánveitenda, heldur en að draga nálæg sveitarfélög að ósekju niður í skuldafen eða leggja áratuga klafa á útsvarsgreiðendur.
Sigurður (IP-tala skráð) 28.9.2011 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.