Hummer passar illa í bílskúr,sem gerður er fyrir Yaris.

Elliði Vignisson,bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir merkilega hluti á eyjafrettir.is í dag. Þar ræðir Elliði um reynsluna af Landeyjahöfn og hversu Baldur sé í raun mun hentugra skip til siglinga þangað en Herjólfur. Elliði telur nauðsynlegt að fengið verði hentugt skip í vetur til siglinga,þar sem vitað er að frátafir með núverandi Herjólfi verða allt of miklar. Elliði undirstriklar að hann sé alls ekki að leggja til að þjónusta þeirra sem nota Baldur fyrir vestan verði skert.

Ég hlustaði á daginn á aðila hjá Siglingastofnun,sem sagði a það ætti ekki að koma neinum á óvart að Herjólfur hentaði illa í siglingar í Landeyjahöfn. Það væri alltaf erfitt að koma Hummer í bílskúr,sem gerður er fyrir Yaris.

Það verður að taka á þessum málum og nú verður ríkisvaldið að gjöra svo vel og samþykkja nú þegar undirbúning að nýju og hentugu skipi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Þeim hjá Siglingastofnun var bent á þetta áður en framkvæmdir við höfnina byrjuðu, hún var þá enn á hönnunarstigi. Skipstjórnendur Herjólfs bentu þeim á að höfnin væri of þröng fyri skipið (Yaris bílskúr fyrir Hummer eða F-350) en fengu þau svör að formúlan segði þetta duga. Síðan hefur veruleikinn afsannað formúluna og um leið sannað vitleysuna í hönnuðum hafnarinnar. Minna skip mun ekki endilega bjarga málum, höfnin fyllist áfram af sandi á meðan menn horfast ekki í augu við veruleikann og fá skikkanlegt dypkunarskip til að halda henni hreinni, ef menn á annað borð vilja nýta þessa ólánshöfn.

Þórhallur Birgir Jósepsson, 28.9.2011 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 828350

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband