Árni og Ásmundur ekki hátt skrifaðir hjá þingflokksformanni Samfylkingu.

Enn eitt drpttningarviðtalið  er á vf.is við Oddnýju G.Harðardóttur,þingflokksformann Samfylkingarinnar. Þingmaðurinn reynir í löngu máli að telja sjálfri sér og öðrum að hún sé að vinna feykigott starf fyrir Suðurnesin.

Að sjálfsögðu eru atvinnumálin ofarlega á dagskrá og ræðir þinmaðurinn á ágætum nótum um það vbandamál.Fróðlegt verður að heyra um lausnir formanns þingflokks Samfylkingarinnar á fundi  ,sem Sveirafélagið Garður heldur á morgun.Því miður hafa öll þess störf sem Samfylkingin segist hafa skapað farið framhjá Suðurnesjamönnum En á morgun fáum við gleðifréttir frá Kristjáni Möller og Oddnýju.

Formaður þingflokks amfylkingarinnar leggur mikla áherslu á samstöðu og málefnalega umræðu. Samt eyðir Oddný mörgum orðum á persónulegum nótum í garð Árna og Ásmundar bæjarstjóra í Reykjanesbæ og Garði.

Þinmaðurinn virðist ekki hafa mikið álit á bæjarstjórnaum í Garði,sem hún sjálf réð til starfa. Þingmaðurinn skammast yfir því hvernig hann hagi sér.Ásmundur sýni sér grímulausa andstöðu og áróður gegn sér.

Um Árna Sigfússon segir þingmaðurinn að hann hafi aldrei hringt í sig eða leitað til sín. Þessir bæjarstjórar vilja ekki eiga þingmann úr Samfylkingunni.

Er þetta leiðin til samstöðu? Er  það leiðin til samstöðu að hella svona orðum yfir bæjarstjórana í Garði og Reykjansebæ.

Árni Sigfússon  og Ásmundur Friðriksson hafa staðið í fremstu víglínu við að vekja athygli á málefnum  Suðurnesja. Það hefur verið full ástæða til að velkja athygli á því hversu hægt hefur gengið í atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Það hefur ekki veitt af.

Formaður þingflokksins ætti frekar að þakka bæjarstjórunum tveimur fyrir áhuga og baráttu fyrir hagsmunum Suðurnesja heldur en senda þeim persónulegar pillur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 828350

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband