Allir skráðir félagar í Sjálfstæðisflokknum eiga að velja forystuna.

Í Silfri Egils í gær var Styrmir Gunnarsson fv. ritstjóri í viðtali. Hér var um mjög áhugavert viðtal að ræða og sýndi vel hversu framsýnn Styrmir er. Hann er einn af fulltrúum þeirra sjónarmiða sem réðu miklu hjá Sjálfstæðisflokknum á sínum tíma.

Eitt af því sem Styrmir sagði að ef fjórflokkurinn ætlaði að lifa af yrði að breyta um vinnubrögð.Það þyrfti að auka lýðræðið. Tók hann sem dæmi Sjálfstæðisflokkinn. Hvaða glóra er í því að einhverjir örfáir mæti á fund og kjósi stjórnir félaga,fulltrúaráð, miðstjórn o.s.frv.

Sjálfstæðisflokkurinn er fjöldahreyfing  með 45 -50 þúsund félaga.Í nútíma tæknisamfélagi er ekkert mál að allir skráðir félagar geti kosið sér forystufólk eins og formann  og varaformann. Þetta er mjög athyglisvert. Framundan er landsfundur Sjálfstæðisflokksins þar sem rúmlega þúsund manns munu kjósa aðila í embætti formanns, varaformann og miðstjórn. Hugsið ykkur hvað það væri sterkara ef allir flokksbundnir Sjálfstæðismenn gætu tekið þátt í valinu.

Forystan sem kjörinn væri á slíkan hátt væri mun sterkari heldur en sú sem fámennur hópur velur.

Auðvitað er það rétt hjá Styrmi að gömlu flokkarnir verða að breyta um vinnubrögð ætli þeir að lifa áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband