Hvar á menntaða fólkið að vinna ?

Stjórnmálamenn tala um það á hástemmdum nótum að nauðsynlegt sé að efla menntun í landinu.Aldrei hefur verið annar eins fjöldi sem stundar háskólanám og nú er. Nýlega var Háskóla Íslands gefið aukalega upphæð uppá 1,5 milljarða. Auðvitað er flott að auka menntun. En maður spyr, hvar á allt þetta fólk að vinna? Daglega berast fréttir af niðurskurði og uppsögnum á fólki. Mikið af menntuðu fólki t.d. innan heilbrigðisþjónustunnar hefur misst vinnuna eða er við það að missa hana.

Margt af okkar vel menntaða fólki sér þann kost vænstan að leita sér að vinnu erlendis. Það er dýrt fyrir samfélagið að mennta fólk, sem notar svo menntun sína til að vinna erlendis.

Hvernig á þjóðin að standa undir öllum menntunarkostnaðinum ef ekki má auka umsvifin á framkvæmdasviðinu í landinu. Í stað þess að skapa ný og öflug atvinnutækifæri og auknar tekjur fyrir þjóðarbúið höfum við greitt 80 milljarða í atvinnuleysisbætur frá hruni.

Það er útilokað að ganga lengra í skattheimtu á einstaklinga og fyrirtæki, því miður sjá Vinstri grænir enga aðra leið.

Stefna Samfylkingar og Vinstri grænna um gegndarlausan niðurskurð, stopp stefnu, viðvarandi atvinnuleysi og skattpíningu gengur ekki. Með sama áframhaldi kemur að því að skólarnir hafi ekki fjármagn til að standa undir menntunarkostnaðinum.

Það verður að snúa þessu við. Það verður að efla framkvæmdir og atvinnulífið og auka á þann hátt tekjur sveitarfélaga og ríkissjóðs. Þá  þurfum við ekki að skera eins harkalega niður og þá getum  við staðið undir menntunarkostnaðinum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kallpungur

Hverjum er ekki sama, á  meðan það er ekki að þvælast fyrir í tölfræðinni. Svo er nú eitt sem flestir gleyma og það eru þeir sem eru búnir að vera atvinnulausir í svo langan tíma að þeir eru fallnir út af bótum.

Það er þónokkur fjöldi sem er nú á framfæri sveitarfélaga núna eftir að hafa enga vinnu fengið í rúm 3 ár. Og ekki nóg með það heldur eiga atvinnuleysistölur eftir að hrynja eftir áramót þegar þegar fólk missir bótaréttinn. Það er kominn aftur sá tími að fólk er komið á sveitina ein og var sagt hér áður fyrr.

kallpungur, 14.10.2011 kl. 00:30

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Já hvar á menntaða fólkið að vinna Sigurður. Það er góð spurning.  En er ekki mest af þessu fólki að mennta sig í einhverjum greinum sem atvinnulífið  er ekki að kalla eftir?  Ríkisvaldið hefur gengið allt og langt í því að búa til störf fyrir margt af þessu fólki. Og eru þessi störf þá að skila þeim arði  að það réttlæti  þá kauptaxta sem háskólagengið fólk telur sig réttborið til að fá?  Ég efast stórlega um það.  En þetta er umræða sem  nauðsynlegt væri að taka.   Meiri menntun, meiri menntun er hrópað og það á að vera lausn allra okkar vandamála.  Það er nefninlega þannig að ef einhver hefur talið að menntamálin séu ekki hafin yfir gagnrýni þá hefur sá hinn sami verið afgreiddur með því að hann ,,væri á móti menntun".  Ég held að háskólafélagið ætti að fara í rækilega naflaskoðun á sér sjálfu.

Þórir Kjartansson, 14.10.2011 kl. 08:59

3 identicon

Þetta er rétt sem að Þórir Kjartansson skrifar. Flestir fara í “létt” nám með það markmið fyrir augum að komast í vinnu hjá ríki og sveit. Fyrirtæki eins og Actavis fann t.d. ekki fólk með rétta og góða menntun á Íslandi. Slík fyrirtæki þurfa fáa eða enga lögfræðinga, hagfræðinga, félagsfræðinga, málvísindamenn, sálfræðinga etc. Slíkt fyrirtæki þarf fyrst og fremst efnafræðinga og eðlisfræðinga + mikið af fólki með verkmenntun á sviði rannsóknarvinnu, eða svokallaða Laboranta. En sú verkmenntun er ekki til á Íslandi. Hinsvegar er ríkisbáknið úttroðið með menntafólki, sem lítil sem engin þörf er fyrir. Nýlega las ég að nær eitt þúsund lögfræðingar  væru starfandi á skerinu. Það þýðir einn lögfræðing á 300 íbúa. Auðvitað glórulaust með öllu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.10.2011 kl. 11:06

4 identicon

Auðvitað er hægt að metta markaðinn í vissum fögum t.d. í félagsfræði, málvísindum og sálfræði en það er bara svo margt annað nám t.d. flest raungreinanám sem býður upp á stofnun fyrirtækja þar sem heimurinn er markaðssvæðið. Það er ekki eins og allt þetta fólk sitji heima og býði eftir að einhver bjóði þeim vinnu. Það sést best á þeim fjölda nýsköpunarfyrirtækja sem starfrækt eru og mörg "gömul" nýsköpunarfyrirtæki eru orðin að risa samsteypum í dag sem koma með mikla peninga inn í landið. Það ætti því að gefa t.d. skattaafslátt til nýsköpunarfyrirtækja sem uppfylla ákveðnar kröfur, fyrstu x árin, til að leyfa þeim að dafna og skjóta rótum sem þýðir auðvitað fjölgun starfa í framtíðinni. Það er ekki til nein töfralausn sem lætur atvinnuleysi hverfa fyrir jól og því þarf að byggja þetta upp. Útfutningur á þekkingu er því eitt það besta sem við getum gert í stöðunni.... eða fylla landið af stóriðjum sem gefa mjög lítið af sér miðað við tilkostnað.

SJ (IP-tala skráð) 14.10.2011 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband