Hafði Jóhanna efni á því að gefa HÍ einn og hálfan milljarð?

Nú held ég að Vinstri stjórnin hafi náð nýjum hæðum í að ganga framaf fólki. Eru engin takmörk fyrir því á hvað er ráðist í niðurskurðinum. Að leggja niður líknadeild er hámarkið hversu langt er lagst. Það virðist vera forgangsatriðið hjá stjórninni að ganga svo harkalega fram í skerðingu heilbrigðisstofnana að þær geti ekki sinnt sinni þjónustu. Heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni verður skert svo hressilega að það mun hafa verulega neikvæð áhrif á búsetu. Allt er þetta gert af illri nauðsyn segja stjórnvöld. Engir peningar eru til.

Á sama tíma belgir Jóhanna Sigurðardóttir sig út og lætur mynnda sig frá öllum hliðum er hún afhendir Háskólanum svona aukalega afmælisgjöf uppá einn og hálfan milljarð. Hvergi er þess getið hvaðan peningarnir eiga að koma, hvað þá að búið sé að samþykkja fjárveitingu. Þótt laun Jóhönnu séu þokkaleg dreg ég það stórlega í efa að hún sé að gefa HÍ þessa gjöf persónulega. Það er örugglega almenningur sem á að borga yfirlýsingu Jóhönnu.

Hvers konar enadleysa er þetta eiginlega? Það gengur ekki upp að hamast á niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og gefa þá peninga til Háskólans. Þetta gengur ekki, enda finnst ekki nokkur maður fyrir utan ráðherrana og forhertustu þingmenn Samfylkingar og VG sem verja þetta.

Skömm Jóhönnu er mikil í þessu máli og halda því svo fram að þau standi vörð um velferðarkerfið er hámark ósvífninnar í garð þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Láttu ekki svona Sigurður, auðvita hefur Jóhanna efni á þessu, hafandi á bakvið sig þjóð sem kvartar aldrei nema með því að lemja í potta þegar hún þarf að losna við heiðarlegt fólk til að fá sér í staðin Jóhönnu og Steingrím.

Jóhönnu þá sem sífellt er að skoða málin á meðan sannleikurinn rennur framjá um undanrennu stútinn en hún er svo indæl að hún sér ekki neitt og svo þessi einstaki Steingrímur sá sem að eigin sögn hefur verið sannsöglastur manna á alþyngi Íslendinga.

Þessa sögu þarf ekki að skoða og þaðan af síður að ransaka.

Hrólfur Þ Hraundal, 14.10.2011 kl. 17:53

2 Smámynd: Elle_

Eyðsluseggurinn verður rukkaður.  Líka fyrir fáráðs-EU-umsóknina.  Mikið var manneskjan heppin að þjóðin losaði hana við ICESAVE.

Elle_, 14.10.2011 kl. 23:46

3 Smámynd: Sandy

Góðan dag! Þetta er ekki í fyrsta sinni sem Jóhanna hefur mátt skammast sín,minnug þess er hún sem félagsmálaráðherra setti á félagslegt íbúðarkerfi og skellti því á bæjarfélögin sem varð þeim næstum að falli. Þá breiddi Jóhanna úr sér og þóttist heldur góð með sig, en ekki skildi hún þá og ekki skilur hún enn, að allar tilraunir til að vera með eigið húsnæði er í raun borin von á meðan verðtryggingin er við lýði, sem kemur einnig niður á leiguverði.

  Já Hrólfur! Er það ekki magnað með þessa þjóð, hversu mikið hún lætur yfir sig ganga. Eftir kosningarnar 2009 þegar ljóst varð að Samfylkingin hefði náð kosningu og ætlaði að taka VG með sér í stjórn, man ég að ég hugsaði, nú jæja þeir hjá VG halda þá í rassinn á Samfylkingunni og sjá t.d. til að þeir rasi ekki um ráð fram og komi í veg fyrir a.m.k inngöngu í EBS. En hvað sá ég í blöðunum um daginn, mynd af Árna Þór undir fána EBS í Brussel. Getur einhver logið meira en þessir menn.

Elle! Ég er sammála þér í því að þetta fólk eigi að fara fyrir Landsdóm og bera ábyrgð á því hvernig það eyðir peningum okkar, á sama tíma og það sker niður til almenningsþónustu. En hver segir að við verðum ekki látin borga það sem umfram innistæðutrygginguna fer,varla heldur þú að Bretar og Hollendingar verði látnir borga. Mundu að við stoppuðum aðeins ríkisábyrgð,en ekki að greiðslur í Icesave færu ekki hægt og hljótt út úr seðlabankanum.

Sandy, 15.10.2011 kl. 06:02

4 identicon

Rikisstjórn Jóhönnu og Steingrims  vinna trúverðugt eftir prógrammi AGS það upplysti Lilja Mósesd i gær og niðurskurðurinn  

er EKKI SIST   útaf lánunum sem þarf að borga þeim til baka ,þvi það er buið að eyða helmingnum af þvi  sem þeir lánuðu .Kanski i uppáhalds verKefni Rikisstjórnar !!??  AGS hefur ekkert yfirgefið her þó það se farið af landinu og fylgjast grant með .....þetta ættu allir að vita ...en jafn framt  að það er óværa sem þarf að losa okkur úr klónum á   og fyrsta skrefið er að fella stjórnina svo aðrir komist að sem eru ekki sömu undirlægjur til að endurskoða AGS ekki siður en ESB    ...en hvoru tveggja verður að stoppa af NÚNA...

Ransý (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 11:57

5 Smámynd: Elle_

Nei, ég veit það Sandy að þau munu gera allt sem þau geta til koma kúguninni yfir okkur BAKALEIÐINA en þau munu ekki komast upp með það.  Og hef líka sagt að ICESAVE málið sé ekkert búið.  Hinsvegar vil ég að Jóhanna og Steingrímur og nokkrir enn fari fyrir sakadóm vegna ICESAVE, ef ekki Landsdóm. 

Elle_, 16.10.2011 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 828259

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband