Jóhanna þakkar Vinstri grænum stuðninginn við ESB.

Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar sá sérstaka ástæðu til að þakka Vinstri grænum fyrir stuðninginn við vegferðina  í ESB. Jóhanna sagði það hreint út að ekki hefði verið hægt að hefja vegferðina hvað þá aðlögunina að ESB nema með stuðningi VG.

Það er flott að fá þetta alveg svart á hvítu. Vinstri grænir bera ábrgðina á ESB bröltinu. Var fólk að kjósa VG til að ganga í ESB?


mbl.is Jóhanna sjálfkjörin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fylgið mun reytast enn frekar af Vinstri Grænum við þessi orð Jóhonnu

Örn Ægir (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 14:10

2 Smámynd: Gunnar Waage

þetta var sætt af henni

Gunnar Waage, 22.10.2011 kl. 14:43

3 identicon

Sæll Sigurður.

Enn langar mig að leggja orð í belg. Ég átta mig ekki á hvaða frétt það er sem þú ert að tilgreina hér að ofan.

Það var farið í þessa vegferð eftir að samkomulag varð um það í sáttmála ríkisstjórnar Samfylkingar og VG. Það var eftir kosningar vorið 2009 og eru varla nýjar fréttir.

Það eru skiptar skoðanir um þetta mál í öllum flokkum. Alþingi samþykkti að fara í aðildarviðræður. Það var samþykkt meðal annars með atkvæðum þingmanna VG.

Þar sem þú hefur mikla reynslu í pólitík þá veistu betur en ég að þegar ólíkir flokkar ganga til samstarfs í ríkisstjórn þá gera þeir málefnasamning. Var það ekki einmitt þannig vorið 2009? kv.

Kjartan Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 16:18

4 Smámynd: Sigurður Jónsson

Heill og sæll Kjartan Örn.

Ekki sat ég fund Samfylkingarinnar en eyjan greinir frá þakkarræðu Jóhönnu til VG.

Vinstri grænir sögðu fyrir kosningar að það væri prinsipp afstaða að Ísland væri fyrir utan ESB. Flokkurinn fékk örugglega mörg atkvæði vegna þeirrar afstöðu. VG hefur  rækilega svikið það,eins og þakkarræða Jóhönnu er lýsandi dæmi um.

Sigurður Jónsson, 22.10.2011 kl. 22:50

5 Smámynd: Björn Emilsson

Vinstri Grænir stóðust ekki ráðherrastóla og loforð um völd sem þeir börust  fyrir langa tíð. Þeir voru á móti ESB þangað til þeir uppgötvuðu að félagskapurinn var bara hið besta mál, að þeirra mati. Í þessum félagskap eru ráðamenn afdankaðir Commisarar Soveríkjanna frá Austur Evrópu Miklir menn að mati yfircommisar Islands, Svavari Gestsyni, sem nennti ekki lengur að eltast við þetta smámál ICESAVE. Steingrími og Jóhönnu næstum tókst  að koma þessum fjötrum á þjóðina í myrkri nætur.  Æðstu menn þessa Sovet líki ESB, sem eru ekki  kosnir til starfa af neinum, eru sestir á rökstóla um 4. Riki Þýskalands. Ríkistjórn Lýðveldisins Islands er samansett af kommúnistum einum saman, nema lesbíunni sem situr í forsæti. Hennar tími hefur sannarlega komið. Henni skal ekki takast að sameina Islands Fullvalda Ríki undir Nazisma Stór Þýskalands, þó ástmögur þjóðarinninnar Ómar Ragnarsson dásami  það.  Það er með óíkindum að íslendingar ætli að horfa uppá það 680 ára fullveldisbaráttu verðí að engu gerð með aðgerðum þessara landráðamanna, sem í raun ættu að sitja bak við lás og slá.

.

 

Björn Emilsson, 23.10.2011 kl. 03:22

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyr heyr Björn Emilsson!

Sigurður já þetta er flokksræðið sem við þurfum að búa við því að þegar búið er að kjósa flokk og málefni þá á eftir að ná meirihluta á alþingi sá meirihluti næst ekki nema með þeim stóra og hann ræður yfir þeim litla, þetta kallast flokksræði sem yfirtekur lýðræðið og ef einkver andmælir þá verður sá hinn sami látin víkja það sanna Lilja Móses, Atli Gísla, Ásmundur E Daðason og Jón Bjarnason sem á eftir að fá að fjúka svo þau ná í gegn ESB samþykkt! Ögmundur fékk stól og það á að duga gagnvart honum til að halda kjafti og kjósa með.

Sigurður Haraldsson, 23.10.2011 kl. 10:25

7 identicon

Sæll Sigurður

Ekki var ég á landsfundi Samfylkingar en las hluta af ræðu Jóhönnu þar sem þetta kemur fram og er auðvitað ekkert nýtt.

Ertu ekki sammála mér um að án stuðnings VG þegar alþingi samþykkti aðildaviðræður hefði það ekki náð í gegn. Þetta hefur legið fyrir lengi.

VG hefur útskýrt afstöðu sína. Þar innanborðs eru án efa margir ósáttir.

En ég er ósamála því mati að það séu svik að taka mál til umræðu og síðan verði það þjóðarvilji sem ráði endanlegri niðurstöðu. Það finnst mér þroskuð og ábyrg afstaða. kv.

Kjartan Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 12:01

8 Smámynd: Elle_

En Kjartan, málið var pínt ólýðræðislega í gegn og það er hvorki ábyrgt né þroskað.  Og hvaða ´umræðu´?   90 þúsund blaðsíður af erlendum lögum?? 

Elle_, 24.10.2011 kl. 19:38

9 Smámynd: Elle_

Björn Emilsson lýsir andstyggilega ólýðræðinu ansi vel.

Elle_, 24.10.2011 kl. 19:40

10 Smámynd: Elle_

Og Sigurðarnir.

Elle_, 24.10.2011 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband