ASÍ að gefast upp á Samfylkingunni.

Forysta ASÍ hefur talist nokkuð hliðholl Samfylkingunni og m.a. hefur formaðurinn talist innmúraður í flokkinn. Nú ber svo við að ASÍ hefur misst alla trú á Samfylkingunni og VG. Doði blasir við í hagkerfinu segir ASÍ. Það sjá allir orðið að það gerist ekkert af viti hjá ríkisstjórn Jóhönnu. Það þýðir ekkert lengur fyrir Jóhönnu að hrópa og lemja í borðið og segja að  hér sé allt í blómanum. Það trúir því ekki nokkur maður nema örfáir Samfylkingarmenn að allt sé bjart framundan bara við það að ganga í ESB.´

Þegar svo er komið að meira að segja forysta ASÍ  telur engar líkur á betri tíð væri vitlegast fyrir Jóhönnu að  nota elliárin í eitthvað annað en stjórna landinu.


mbl.is ASÍ: Doði blasir við í hagkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ég er nú á því að þessi spá sé bjartsýnisspá. Það horfir ekki vel á evru svæðinu og slíkt mun hafa áhrif á okkur. Einkageirinn á evrusvæðinu er að dragast saman en slíkt mun hafa neikvæð áhrif víða. Einnig hefur hin kalda hönd sem ríkisstjórnin leggur á allt slæm áhrif. Hvar eru allar þessar þúsundir starfa sem Jóhanna hefur lofað? Ekki verða þau störf a.m.k. til á Bakka, þökk sé LV og ríkisstjórninni!! Fyrirtæki eyða ekki 5 árum og 2 milljörðum bara upp á djókið.  

Það sem stjórnarliðar skilja ekki er að auka þarf tekjur ríkisins, vandi okkar verður ekki leystur með niðurskurði og skattahækkunum, það var reynt í S-Ameríku og kom illa út alveg eins og er að gerast fyrir augum okkar hér. Svo þurfum við að hætta í EES, þessi samningur hefur einfaldlega ekki reynst okkur nógu vel og býr raunar til ákveðin vandamál fyrir okkur. ESB neyðist til að gera hagstæðan tvíhliða samning við okkur um fiskinn þar sem þeir eru ekki sjálfum sér nægir í þeirri deild.

ASÍ verður einnig að taka ábyrgð á eigin gjörðum, þessir samningar sem gerðir voru í sumar voru auðvitað tóm vitleysa og gefa málflutningi þeirra, m.a. mér, sem hafa lítið álit á verkalýðsfélögum byr undir báða vængi. Miklu nær er að hver og einn semji fyrir sig. Ef lágmarkslaun yrðu afnumin myndi framboð starfa aukast nokkuð og gefa fólki tækifæri til að fá þjálfun innan fyrirtækis og síðan vinna sig upp. Skólun leysir ekki allan vanda. Ekki björguðu allir þessir hámenntuðu og hálaunuðu bankastarfsmenn okkur frá hruninu.

Svo verður fólk að horfast í augu við hið óumflýjanlega: Ríkið þarf að segja upp verulegum fjölda og hætta að sinna verkefnum sem það hefur ekki efni á. Af hverju heyri ég engan stjórnmálamann tala um það? Hvað skuldar ríkið og hvað borgum við á ári í vexti og afborganir? Ég held við borgum 74 milljarða í þessa hít í ár. Við borgum án efa meira á næsta ári. Svo vildu Jóhanna og Steingrímur auka enn á skuldir okkar með Icesave. Merkileg stjórnspeki. Af hverju er ekki búið að skila þessum lánum frá AGS sem kosta okkar milljónir á dag?

Þessi gengdarlausa skattheimta heldur aftur af öllu hér. Hérlendis þarf að leysa kraft einkaframtaksins úr læðingi, sérstaklega kannski í heilbrigðisgeiranum en mig grunar að of mikið álag sé á marga heilbrigðisstarfsmenn sem fyrr eða síðar veldur óhöppum. Sveitarfélögin eru að sinna of mörgum verkefnum sem þau ættu ekki að vera með puttana í, starfsemi ríkis og sveitarfélaga verður að vera sjálfbær en ekki of yfirgripsmikil svo þessir aðilar þurfi að drekkja fólki í skattheimtu. Við sjáum hve jákvæð þessi himinháu opinberu gjöld eru fyrir atvinnulífið. Ríki og sveitarfélög skipta sér af of miklu og of margar gagnslausar reglur hafa verið settar.

Nýlega sá ég frétt um að sveitarfélag í USA hefði farið í gjaldþrot. Er ekki bara betra fyrir sveitarstjórnarmenn (og jafnvel ríkið) að horfast í augu við staðreyndir í stað þess að vera léttadrengir fyrir erlenda lánadrottna? Ég sá í fréttum fyrir ekki svo löngu síðan að erlendir lánadrottnar OR hafi skipað fyrirtækinu að hækka álögur. Lánadrottnarnir verða að bera ábyrgð á eigin útlánum og ef þeir eru slíkir glópar að lána of mikið eiga þeir auðvitað skilið að tapa fé. Þeirra glópska kemur viðskiptavinum OR nákvæmlega ekkert við. Samt er það þannig að ég er borga fyrir vanhugsaða útlánastefnu annarra vegna þess að OR gerði það sem lánadrottnarnir vildu.

Hér mun ekkert jákvætt gerast fyrr en ný ríkisstjórn tekur við, verkin sýna merkin.

Helgi (IP-tala skráð) 25.10.2011 kl. 17:22

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það hefur aldrei verið að marka Gylfa Arnbjörnsson eftir að hann varð ASÍ-svikari. Það hlýtur þú að skilja Sigurður.

Það eru stundum veikindi sauðkindarinnar á vorin að fá doða, og Gylfi "sauðfjárunnandi" er því miður búinn að vera með doða síðan hann varð formaður ASÍ. En þrátt fyrir doðann, þá gat hann með herkjum reynt að tala niður Íslenskan landbúnað, og er það líklega það eina sem hann hefur gert.

Þeir sem eru ánægðir með slíkan verkalýðsforingja á Íslandi ættu að flýta sér af landi brott ásamt Gylfa, og ekki láta sjá sig né heyra hér í bráð, því fangelsin eru full af sviknu fólki, sem tekið hafa á sig hryllilegar afleiðingar svikuls barnaverndar-vistheimila-svikaklerka-embættismanna-dómara-kerfis á Íslandi, með andlegu niðurbroti og afbrotum þegar samfélagið hefur svikið og hafnað þeim.

Hvorki þú Sigurður, ég, né nokkur annar hefði komið heill frá þeim svikum og lögbrotum embættiskerfisins, sem fengið hafa að viðgangast í íslensku stjórnmála og dómskerfi frá upphafi.

Fólk ætti að velta þessum staðreyndum fyrir sér, bæði vel og lengi, og áttar sig þá kannski á að einmitt vegna alls þessa svikakerfis, varð til hópur fólks, sem ekki sér aðra lausn, en að koma Íslandi í aðra lögsögu, sem er aftur á móti ekki lausnin á vandanum! Heldur þarf að henda gömlu svikaklíkunni, eins og hún leggur sig, út úr stjórnsýslu-kerfinu.

Fyrr breytist ekkert á Íslandi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.10.2011 kl. 17:43

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Anna Sigríður Guðmundsdóttir... Ég er sammála þér...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 26.10.2011 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 828286

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband