Steingrímur J. fagnar nú niðurstöðu Hæstaréttar um neyðarlög ríkisstjórnar Geirs en studdi þau ekki.Steingrímur J. vill fá Geir dæmdan.

Ömurlegt er að horfa og hlusta á Steingrím J.formann Vinstri grænna. Nú hoppar og hrópar Steingrímur J.af gleði vegna dóms Hæstaréttar að neyðarlögin skuli standa. Þessi niðurstaða þýðir að þrotabú Landsbankans getur greitt  Icesave. Sami Steingrímur J. var tilbúinn að samþykkja Icesave 1 og Icesave 2 þótt það hefði getað kostað skattgreiðendur allt að 500 milljörðum.

Steingrímur J. samþykkti ekki neyðarlögin á sínum tíma,sem hann segir nú að hafi verið nauðsynleg og bjargi miklu.

Þessi sami Steingrímur J.sem fagnar nú og segir neyðarlögin hjafa verið nauðsynleg beitti sér fyrir því að Geir  H.Haarde yrði ákærður og sendur fyrir Landsdóm. Sem sagt Steingrímur J. vill Geir í fangelsi.

Flestir landsmenn sjá það nú að Geir H.Haarde vann mikið afrek við að koma neyðarlögunum á bjarga þannig landinu frá algjöru hruni.Miðað við hvernig bankaræningjarnir voru búnir að haga sér hlýtur það hafa  verið afrek að geta látið bankana virka og að almenningur gat notað sín kort og hélt sínum innistæðum.

En það fer örugglega hrollur um marga að hlusta á Steingrím J. fagna núna  og dásama það sem Geir H.Haarde gerði en vilja jafnframt fá Geir dæmdan og settan í fangelsi.

Og flokksmenn Vinstri grænna klappa og kjósa Steingrím J.áfram fyrir formann.


mbl.is Neyðarlögin sanna gildi sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Sigurður! – Takk fyrir pistilinn.

Og hlálegt er af Steingrími að fara fram með annað mál í dag: að hann sé ekki viss um að gott væri að ganga í Evrópusambandið!!! Þetta er ekki sú styrka leiðsögn, sem sannir VG-menn vilja – þeim var líka boðið upp á meiri (sýndar-)staðfestu í kosningaloforðum þessa sama Steingríms kosningaveturinn 2009. En hann svíkur allt sem hann svikið getur af þeim loforðum, sbr. hér: STEINGRÍMUR STJÓRNARANDSTÆÐINGUR.

Jón Valur Jensson, 28.10.2011 kl. 23:54

2 identicon

Já, nákvæmlega svona er komið fyrir Steingrími aumingjanum. Og kjósendur hans geta valið um að gera sér grein fyrir því eða herma eftir japönsku öpunum, sem halda um eyrun, augun og munninn. Reyndar er stundum fjórði apinn, sem heldur um magann, en hann er varla lengur að finna á Íslandi, þökk sé Steingrími og Jóhönnu.

Sigurður (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 00:21

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Steingrímur J. samþykkti ekki neyðarlögin á sínum tíma

Hvað segirðu, hann sem fékk, hvað var nú, háttí 3 eða 4 klukkutíma til að reyna að fletta lögunum og glöggva sig á þeim, áður en þessi ein viðamestu og áhrifamestu lög seinustu ára voru samþykkt af Alþingi ÁN NOKKURRAR LÝÐRÆÐISLEGRAR UMRÆÐU EÐA EFNISLEGRAR SKOÐUNAR.

Skeggi Skaftason, 29.10.2011 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband