Nýr flokkur hjá Atla og Lilju? Atli biður kjósendur afsökunar vegna stuðnings við VG.

Nú hafa Atli og Lilja þingmenn stigið skrefið til fulls og sagt sig úr VG. Atli Gíslason biður kjósendur í Suðurkjördæmi afsökunar á því að hafa afvegaleitt þá til að kjósa Vinstri græna. Margir sem höfðu trú á Vinstri grænum hljóta að fylgja fordæmi Atla og Lilju og segja sig úr flokknum. Sjaldan eða aldrei hefur nokkur flokkur svikið eins hressilega sínar hugsjónir og stefnu og Vinstri grænir.

Nú hljóta kastljósin að beinast að þeim Atla og Lilju hvort þau ætla  að stofna nýjan stjórnmálaflokk.Það er alveg ljóst að þau eiga enga samleið með Guðmundi Besta. Kannski er að koma að því að flokkur Guðmundar Besta taki við af Samfylkingunni.Það hefur komið fram að 67% kjðósenda Samfylkingar geta hugsað sér að kjósa flokk Guðmundar Besta.

Kannski verður það svo að nýtt stjórnmálaafl Atla og Lilju taki við af Vinstri  grænum. Fylgið hlýtur að hrynja af VG í næstu kosningum.

Tími  Samfylkingar og Vinstri grænna er að syngja sitt síðasta.


mbl.is Lilja og Atli segja sig úr VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sigurður, ætlar þú að bregða þér af bæ og kjósa Atla og Lilju?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2011 kl. 11:47

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst þau afar trúverðug og þetta er gott mál.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2011 kl. 11:54

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ætlar hann kannski líka að biðjast afsökunnar á ofsóknum gegn Geir Haarde?  Hann var nú ekki afundinn VG, þegar hann plottaði þann gerning.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2011 kl. 12:38

4 Smámynd: Örn Ingólfsson

Já þá vonandi missa þau þingsæti sín ekki vill ég borga fólki sem er utan flokka laun af mínum sköttum nei svona lið á að skila inn sætunum sínum til þess flokks sem að fólkið kaus því annað væri óeðlilegt og þau tvö eru svoddan grátkór og vita ekkert í sinn haus hvað þau eigi af sér að gera og það þýðir ekkert fyrir fólk að segja að þau geri þetta allt samviskunnar vegna því þau bæði hafa alltaf hagað sínum seglum eftir vindi hver borgar best!!!!!!

Örn Ingólfsson, 29.10.2011 kl. 13:22

5 identicon

Ég veit ekki þetta með að fylgi VG muni hrynja út af þessu þar sem fylgjendur þess flokks hafa hingað til verið mjög tryggir honum, svipað og harðir fylgjendur hinna stóru flokkanna þriggja.  En þessi flokkur gæti fengið heilmikið fylgi frá örðum kjósendum sem eru búnir að fá nóg af ríkisstjórninni og stjórnarandstöðuflokkunum.

Skúli (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 14:09

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er nokkuð sammála þér með það Skúli. Það hefur sjaldan verið jafnmikið óánægufylgi á lausu og í dag. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2011 kl. 17:38

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég mun standa á bak við þau ef nýtt framboð verður stofnað því að við verðum að fá breytingar og fólk sem þorir móti mafíuni!

Sigurður Haraldsson, 29.10.2011 kl. 22:29

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sama hver stefnumálin verða Sigurður?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.10.2011 kl. 09:02

9 Smámynd: Elle_

Örn, Atli og Lilja voru ekki grátkór.  Samfó og VG voru níðkór sem var ekki vinnandi með.  Og nú nánast steindauðir flokkar. 

Elle_, 30.10.2011 kl. 21:48

10 Smámynd: Elle_

Að sjálfsögðu með nokkrum undantekningum eins og Jóni Bjarnasyni og Ögmundi Jónassyni.

Elle_, 30.10.2011 kl. 22:11

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekkert toppar bullið í fólki sem mærir einstaka liðhlaupa þingmenn og aðra slíka í himinhæðir en mun ekki, eða getur sjálft ekki, fyrir nokkurn mun hugsað sér að kjósa það fólk á þing skoðana sinna vegna.

Hræsni Elle, eða ætlar þú að bregðast þínu helbláahandareðli, íhaldinu, og kjósa í næstu kosningum Atla og Lilju, þessa vinstrisinnaða andskota sem ekki vita hvar þau ætla að skíta næst?

Einmitt, hélt ekki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.10.2011 kl. 22:36

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Axel minn finnst þér sem sagt ekki að fólk geti sagt sínar meiningar um flokk eða framboð án þess að endilega ætla að kjósa viðkomandi?  Skárra væri það nú.  Þú ert reyndar komin út í horn með þetta álit þitt á Lilju og Atla.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2011 kl. 22:58

13 Smámynd: Elle_

Greyið haltu ruglinu á mottunni.  Veit ekkert hvað þú ert að fara og ferð með blákaldar lygar.  Þú veist ekkert hvað ég kaus og ég er ekki í neinum pólitískum flokki og HEF ALDREI VERIÐ. 

Jú, ég skal sannarlega kjósa Lilju hafi ég tækifæri.  Og Atla dragi hann ICESAVE stuðninginn til baka - nema hann ætlar ekki í neitt framboð.  Og ekki að þér komi það neitt við en ég kaus akkúrat VG: Vegna Atla, Jóns, Lilju, Steingríms sem allt sveik og Ögmundar.  Og farðu nú ofan í þína holu. 

Elle_, 30.10.2011 kl. 22:58

14 Smámynd: Elle_

Ekki stígur hann í vitið.  Hví heldur þessi maður að hann geti sagt manni hvaða flokk maður kaus?  Hvað lætur þennan mann koma upp úr skítugri holu og troða manni inn í pólískan flokk??

Elle_, 30.10.2011 kl. 23:02

15 Smámynd: Elle_

Verð að segja að innan Sjálfstæðisflokksins finnast þó margir hugsandi og rökfastir menn og þessvegna les ég og skrifa í bloggsíðurnar þeirra. 

Elle_, 30.10.2011 kl. 23:06

16 identicon

Sæll Sigurður; líka sem og, aðrir gestir, þínir !

Axel Jóhann (í athugasemd; nr. 11) !

Ekki; ekki Axel, minn gamli fornvinur hrækja hana Elle vinkonu mína - svona niður, sem þú gerir, að óverðsskulduðu, og sízt skyldi bendla hana við hjúin Atla og Lilju, fremur en aðra íslenzka stjórnmála pótintáta, ágæti drengur.

Ætli Elle; þó óflokksbundin sé, með öllu, gæti ekki nálgast okkur Falangista (Gemayels í Líbanon - Francós heitins, á Spáni) fremur, ef út í væri farið, Axel minn ?

En; eins og þú veist kannski - kannski ekki, Axel Jóhann, er það marmkmið Falangismans, að steypa öllu gerfi- lýðræði - og þar með, eignilegu flokka kerfi, einnig.

Þannig að; þú ættir að rifa ögn segl - og setja í lága drifið, gagnvart Elle, Axel minn.

Reyndar; hefir Elle aldrei viðrað þann möguleika, að ganga til liðs, við Falangista hreyfinguna - en sannarlega; væri hún, sem þú og annað gott fólk velkomin þangað - hvort heldur væri; Líbanon megin, eða þá, Spánar.

Elle (hjá þér, nr. 10) !

Jón Bjarnason; hvað þá Ögmundur Jónasson, eru ÖNGVAR undantekningar, frá hinu liðinu, svo fram komi. Vona; að þið Axel Jóhann verðið dús, að nokkru - unz, yfir líkur, fornvinkona góð. 

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 01:05

17 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sæl Elle,ekki í fyrsta sinn sem þér er troðið í flokk´og það á ruddalegan hátt. Hér átt þú samherja sem þekkja þína ærlegu persónu,gott að eiga hauka í horni,eins og Óskar Helga. Ég ætla ekki frekar en þú að láta undn síga í þessum áökum um land okkar. Við bundumst samtökum í vörn gegn Icesave-kúguninni,þar kynntist ég þinni heiðarlegu og kurteysu persónu. Þú ert því miður ekki í framboði,svo varla er ég að smjaðra af einhverjum annarlegum hvötum. Mb. Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 31.10.2011 kl. 04:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband