Guðmundur Andri og Hallgrímur eru haldnir Davíðs þráhyggju.

Guðmundur Andri Thorsson og Hallgrímur Helgason eru ágætis rithöfundar og hafa náð ágætlega langt á því sviði. Stundum eru þessir fínu gæjar að skipta sér af þjóðmálunum og skrifa pistla í blöðin til að koma sínu á framfæri við þjóðina. Gallinn við nánast alla þeirra pistla er Davíðs Oddssonar þráhyggja á hæsta stigi. Þeir sjá Davíð nánast í öllu sem þeir fjalla um. Allt sem miður fer og miður hefur farið í þjóðfélaginu er Davíð að kenna. Rithöfundarnir ganga svo langt að halda því fram að Davíð slái jólasveininum við. Davíð kíkir inn um gluggann hjá öllum Sjálfstæðismönnum til að fylgjast með þeim og tuska þá til fari þeir ekki í einu og öllu sem hann segir. Ég held að Guðmundur Andri og Hallgrímur trúi þessu.

Framundan er formannskjör í Sjálfstæðisflokknum. Guðmundur Andri skrifar heilmikla grein í Fréttablaðið í gær og kemst að því að það skipti engu máli hvort Bjarni eða Hanna Birna verði formaður. Það er Davíð sem stjórnar. Davíð sendir þeim tölvupóst, sms skilaboð eða tekur upp síminn og gefur dagskipan. Davíð stjórnar öllu og öllum í Sjálfstæðisflokknum segja Þeir kollegar Guðmundur Andri og Hallgrímur.

Þessir ágætu rithöfundar virðast svo illa haldnir af vinnubrögðum og foringjaræði vinstri flokkanna að þeir yfirfæra það á Sjálfstæðisflokkinn.

Ég tel fullvíst að hvorki Guðmundur Andri eða Hallgrímur hafi nokkurn tímann setið landsfund Sjálftæðisflokksins. Þeir hafa því enga hugmynd um að á fundinum er tekist á um mörg mál, en það er komist að niðurstöðu með atkvæðagreiuðslu. Sama á við um val á forystu flokksins.

Því miður eru litlar líkur á að þeir félagar læknist af Davíðs þráhyggjunni.Mikið held ég Davíð Oddsson sé ánægður að þeir haldi að hann  geri stjórnað  mönnum og málefnum í Sjálfstæðisflokknum.

Guðmundur Andri og Hallgrímur myndu sannfærast að svo er ekki gæfist þeim kostur á að hlýða á umræður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband