Össur efnahagsráðgjafi ESB í Brussel. Segir hrun evrunnar styrkja hana.

Mikil er trú Samfylkingarinnar á ESB og evruna. Össur segir að vandræðin með evruna og margra landa í ESB verði eingöngu til að styrkja evruna. Össur hefur sem sagt þennan mikla hæfileika að sjá það sem enginn annar sér.

Nú geta hinir háu herrar í Brussel andað léttar. Á Íslandi finnst snillingur einn mikill, sem segir vandræðin með evruna og allt ófremdarástandið í mörgum ESB löndum eingöngu vera af hinu góða. Þetta styrkir evruna segir Össur. Nú hljóta aðalkallarnir í Brussel að gera allt sem hægt er til að fá Össur til starfa fyrir ESB. Þeir hafa örugglega ekki vitað að bjargvættur ESB væri Össur litli á Íslandi.Nú er sem sagt búið að redda ESB. Grikkir,Ítalir,Spánverjar og Írar geta andað léttar.

Við verðum bara að vona að höfðingjarnir í Brussel hafi ekki fengið þýðingu á rannsóknarskýrsunni þar sem Össur sagðist ekkert vit hafa á efnahagsmálum.

Það sem er þó merkilegast af öllu að Össuri hefur tekist að sannfæra forystu Vinstri grænna að evran styrkist við þetta allt saman og draumalandið felist í ESB aðlögun og inngöngu.


mbl.is Evran sterkari fyrir vikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Össuri hefur nú ekki tekist að sannfæra alla forystu VG um ágæti ESB og evrunnar. Landsfundur VG áréttaði andstöðu sína gegn bæði ESB og gjaldmiðli þeirra. Inni á þingi steig síðan hver þingmaður VG í pontu á fætur öðrum og áréttaði að VG væru alfarið á mótu þessu brölti öllu saman, nema kannski þá helst Árni Þór Sigurðsson. Það kemur kannski ekki á óvart, enda hafa hann og Össur Skarphéðinsson marga fjöruna sopið saman, t.d. í hlutabréfabraskinu á gráa markaðinum með bréfin í SPRON. Það er mál sem lyktar illa og verður vonandi rannsakað ofan í kjölinn fyrr en síðar. Maður eins og Össur sem hefur sjálfur sagst "ekki hafa hundsvit á business" á ekki að geta hagnast um 70 milljónir á hlutabréfasölu í fyrirtæki sem bókstaflega allir aðrir töpuðu á. Það er eitthvað sem ekki stemmir við þann gjörning.

joi (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 10:01

2 identicon

Sæll Sigurður

Það er Staksteina stíllinn á þessu hjá þér. Ég velti því fyrir mér í hvað þú ert að vitna þegar þú skrifar eins og þú gerir.

Ég hlustaði á umræðu sem var á þingi í gær þar sem Vigdís Hauksdóttir hóf umræðu um stöðuna í aðildarferlinu. Hún virðist sannfærð um að Evrópusambandið sé að hruni komið. Það er hennar skoðun. Ég er annarrar skoðunar.

En víkjum að Össuri. Hann sagði m.a eftirfarandi: "Vitaskuld er Evrópusambandið og evrusvæðið í miklum vanda sem við ræddum á þinginu seint á síðasta ári. Hann var séður fyrir en hann er dýpri og erfiðari en menn töldu. Ég held hins vegar að út úr þessum vanda sigli evran sterkari en hún var áður. Það kann að vera að umbúðir hennar og umbúnaður breytist, þverbitarnir verði traustari. Fyrir Íslendinga skiptir það máli vegna þess að þegar kemur þá að því að taka afstöðu til samningsins eru valkostirnir tærari og skýrari."

Þetta er hans skoðun. Hvort "hinir háu herrar í Brussel anda léttara veit ég ekki um. Efast um það. Það sjá allir sem það vilja sjá að erfiðleikarnir eru miklir á Evru svæðinu. En menn geta haft skoðun á því hvernig úr leysist. Össur er bjarsýnn og það er gott. kv.

Kjartan Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 10:16

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þvílíkur "FJÁRMÁLASNILLINGUR". Það er ljóst að þessi maður er EKKI Í RÉTTU RÁÐUNEYTI.  Hugsaðu þér bara hvað við hefðum það "gott" ef þessi maður hefði farið í FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ..............

Jóhann Elíasson, 9.11.2011 kl. 13:31

4 identicon

"Evran var 1.32 dollara virði um áramótin. Nú er hún 1,35 dollara virði. Hún styrktist semsagt á þessu ári. Síðasta mánuð hefur hún staðið í stað. Sumir ímynda sér hins vegar, að evran sé á fallanda fæti. Trúa Mogga, ýmsum öðrum fjölmiðlum og evru-höturum bloggsins, sem birta fréttir af falli evrunnar. Gleyma hins vegar að segja frá risi hennar. Raunar er evran sterk og mun áfram verða sterk. Jafnvel þótt einstök evru-ríki við Miðjarðarhafi hafi lent í klandri. Yfirgefi Grikkland evruna, mun það enn styrkja hana. Evran er í hægri sókn sem alþjóðlegur gjaldmiðill. Ekki verðlaus eins og krónan." - jonas.is

Ekki Jónas (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 16:17

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Á hverju er "Ekki Jónas" eiginlega???????????????    

Jóhann Elíasson, 9.11.2011 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband