Það er tekið mark á Bjarna og Hönnu Birnu en ekki Merði Árnasyni. Á því er mikill munur.

Mörður Árnason og fleiri vinstri menn virðast aðallega hafa áhyggjur af því hvernig mál þróast já Sjálfstæðisflokknum. Það er að sjálfsögðu eðlilegt þar sem Mörður og félagar gera sér grein fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn er óðum að ná sínum fyrri styrk. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt mjög ábyrga stjórnarandstöðu og mun á næsta landsfundi sínum koma með mótaðar tillögur um framtíðarlausn í landsmálum svo og í sínba innra starfi.

Það er flott fyrir landsfundarfulltrúa að hafa um næstu helgi val milli tveggja glæsilegra frambjóðenda hvor njóti meira trausts til að leiða flokkinn.Reyndar er Merði Árnasyni vorkunn. Hann er í þeirri leiðinlegu stöðu að enginn tekur mark á honum.Þess vegna reynirn hann að vera með alls konar upphlaup og stór orð til að ná athygli. Þetta er svona svipuð pólitík og Björn Valur VG stundar.

Allur almenningur hefur andstyggð á svona framkomu. Hróp Marðar og Björns Vals er stór þáttur í virðingarleysinu gagnvart Alþingi.

 

 

 

 


mbl.is „Herra Ekkert berst við frú Ekkert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll; Sigurður Garðverji !

Í hverju; eru þau Bjarni og Hanna, frábrugðin Merði Árnasyni ?

Eða þá; þessir sérgæzku- og einka hagsmuna flokkar þeirra, sem tjónvaldar eru miklir - auk hinna 2gja, sem kunnugt er (B og V listar).

Íslendingar; er þrepum neðar, í siðferðilegum skilningi öllum, en Kambódíumenn, til dæmis, bönnuðu þeir starfsemi Rauðra Khmera, eftir hryðjuverk þeirra, þar eystra (1975 - 1979).

Hérlendis aftur á móti; fá skemmdarverka flokkarnir 4, að vaða uppi, ENN þann dag - í dag.

Er ekki; mikið að, í okkar landi, Sigurður Jónsson ?

Og; að þú, ágætlega skynsamur maðurinn, skulir teljast til þeirra, sem verja vilja óbreytt ástand, jafnframt ?

Með beztu kveðjum; öngvu að síður, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 14:11

2 identicon

Sæll Sigurður

Gott væri að vita til hvers þú ert að vísa þegar þú ert að tala um Mörð Árnason og Björn Val í sambandi við kjör á formanni sjálfstæðisflokksins.

En er það nokkuð undalegt að fólk sem er í stjórnmálum hafi skoðanir á mönnum og málefnum. En auðvitað eru það fulltrúar á landsfundi sem kjósa formann. Ég vona að landsfundur sjálfstæðisflokksins gangi vel og málefnavinna verði vönduð. Það skiptir máli. Kv.

Kjartan Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 15:20

3 identicon

Ég sé reyndar að þú ert að vísa í frétt á mbl.is.

Ég sé ekki ástæðu til að hafa skoðun á þeim orðum sem þar eru sögð. Þau skipta ekki máli.

Þú nefnir að sjálfstæðisflokkurinn sé að ná vopnum sínum. Ef sú er raunin verða þau vonandi notuð af skynsemi.kv.

Kjartan Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 15:29

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er spurning hvort þeirra Hönnu Birnu og Bjarna er líklegra til að vinna sjálfstætt, en ekki hlaupa eftir því sem gamlir ráðabruggarar hrunsins heimta. Um það snýst kosningin að mínu mati.

Mér finnst Bjarni líklegri til að halda sjó í þeim óumflýjanlegu spillingar-ágjöfum heldur en Hanna Birna. Svo hafa framagjarnar konur ekki sýnt það í verki að þær séu að vinna að jafnrétti af réttlæti þegar þær komast til valda. Gæluverkefni og eiginhagsmunasemin er ekki síðri hjá konum í valdastólum en körlum. Þannig að þær nota þetta tækifæri sem þær fá ekkert betur en karlar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.11.2011 kl. 06:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 828287

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband