Verður nýjasta skattheimtan, svefnmælir við hvert rúm?

Skattpíningarstefna Steingríms J. og félaga í vinstri stjórnin á sér engin takmörk. Það eru örugglega nokkrir starfsmenn í Fjármálaráðuneytinu sem eru í fullu starfi viðö að finna upp nýja möguleika á innheimtu skatta. Allir skattstofnar sem til eru hafa verið hækkaðir og sífellt er verið að bæta við nýjum skattstofnum.

Það er eðlilegt að ungt fólk pakki niður og flytji til Noregs eða annarra landa í leit að betri lífskjörum.

Nú skulu allir sem gista í svefnpokaplássi eða rúmi á gistiheimilum og hótelum greiða skatt fyrir hverja nótt.+

Við megum væntanlega búast við því að áfram verði haldið og farið að innheimta skatt á öllum heimilum landsins og rukka okkur fyrir hverja nótt sem við sofum. GVið fáuum sennilega svefnmæli við hvert rúm og þurfum að skrá þegar við förum í rúmið og svo aftur þegar við vöknum. 

Á þennan hátt verður hægt að rukka okkur um klukkutímagjald fyrir þann tíma sem við eyðum í lúxusinn að sofa.

Þetta gæti gefið Steingrími J. nokkrar millur í ríkisskassann og að auki skapað þó nokkur störf við að lesa af mælunum. Já, skattheimta vinstri manna á sér engin takmörk.

 


mbl.is Gistináttagjald á svefnpoka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í guðana bænum ekki gefa Steingrími fleiri hugmyndir,honum væri trúandi til að nota þær,,,

Casado (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 13:20

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég skríð undir rúm Veik af tilhugsuninni um það hver fékk atkvæði mitt í síðustu kosningum.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 22.11.2011 kl. 14:07

3 identicon

Ég bendi líka á : http://www.visir.is/forsendur-fyrir-rekstri-elkem-brostnar-med-nyjum-skatti/article/2011111129687

Þeir eru að leggja niður fyrirtæki með sköttum.

http://www.visir.is/skattur-faelir-kisilidnad-fra/article/2011711229901

Hvað verður eftir á íslandi ?

Ef þetta heldur svona áfram, ekki ég.

Emil Emilsson (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 15:30

4 Smámynd: Dexter Morgan

Nú verð ég andvaka það sem efir er, enda hef ég ekki efni á öðru.

Dexter Morgan, 22.11.2011 kl. 16:28

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gleymist kannski í þessari frétt eftirfarandi:

" Markmið laga þessara er að afla tekna til að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Jafnframt að afla tekna til þess að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins."

En menn vilja kannski borga þetta aukalega með sköttunum frekar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.11.2011 kl. 17:14

6 identicon

Það verður settur svona stöðumælir við hvert rúm, eins og eru niðri í bæ. Muna bara að setja miðann í gluggann svo bannsettir stöðumælaverðirnir skrifi ekki sekt sem þeir festa við svefnherbergisgluggann.

Kanski að Gluggagægir verið ráðinn í djobbið, það fer víst að styttast að hann komi til byggða.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 19:28

7 identicon

Ég er hræddur um að megnið af því sem innheimtist fari í skrifstofukostnað og snövl í Reykjavík enda til þess leikurinn gerður. Vonandi hef ég ekki rétt fyrir mér.Svo hljóta allir að fá sér tveggja manna svefnpoka eða bara sofa pokalaus.

Olgeir (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband