Er fyrsta hreinræktaða vinstri stjórnin að gefast upp?

Vinstri stjórnin er búin að vera,þótt hún reyni að skrölta áfram. Það sannast nú rækilega sem fyrr að vinstri flokkarnir gerta aldrei stjórnað heilt kjörtímabil. Jóhanna og Steingrímur J. neita staðreyndum að þau hafa ekki lengur meirihluta á þingi. Jón Bjarnason gefur sig ekki. Kristján Möller er nánast hættur að styðja stjornina.

Nú reyna skötuhjúin að vingast við Hreyfinguna í þeirri von að hún bjargi stjórninni. Það væri með ólíkindum ef Þór Saari og félagar ætli að svíkja þjóðina til að bjraga ónýtri stjórn.

Auðvitað á Vinstri stjórnin að viðurkenna að hún er búin að vera og gefa þjóðinni kost á að kjósa að nýju.

 


mbl.is Undirstrikar óvissu hjá stjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ríkisstjórnin er ósamstíga í mörgum málum en flokkarnir virðast hafa gefið eftir grundvallarmálefni til að geta myndað saman vinstri stjórn. Á hitt ber hins vegar að líta að það er ekki spennandi né auðvelt verkefni sem beið þeirrar ríkisstjórnar sem þarf að taka til og skrúbba og skúra eftir sukkið subbuskapinn sem sjálfstæðismenn og viðhengi þeirra skildu eftir sig eftir tæpa tvo áratugi í ríkisstjórn. 

Þetta er ekki óþekkt að hægri flokkar bruðla og spreða og einkavinavæða þar til allt er komið í óefni. Í kjölfarið ná vinstri flokkar meirihluta til ríkisstjórnarmyndunar og þurfa að skera niður og hækka skatta til að laga til subbuskapinn. Þetta er vel þekkt víða um heim. En að hækka skatta og skera niður er ekki vinsælt og óvinsældir og óánægja almennings hafa vissulega áhrif á samstarf stjórnarliða og skal engan undra. Vegna þessarar tiltektar og óvinsældar sem slíkt felur í sér þarf engan að undra að vinstri stjórnir lifa almennt ekki mjög lengi, alla vega ekki hér á landi.

Ég er ekki að segja að ég sé sammála öllu því sem þessi ríkisstjórn gerir (eða gerir ekki), enda kaus ég hvorugan ríkisstjórnarflokkinn, en ég tel samt að almenningur verði að gera sér grein fyrir því að það sem tók tæpa tvo áratugi að sóða út verður ekki þrifið á tveimur til þremur árum. Ég tel nefnilega að allir flokkar hefðu lent í erfiðleikum með tiltektina væru þeir í ríkisstjórn.

Guðmundur (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 16:39

2 identicon

Það væri besta jólagjöfin í ár.

Emil Emilsson (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 19:48

3 identicon

Sæll.

Já, auðvitað væri best að kjósa að nýju en hvaða kosti hafa kjósendur? Sjallarnir eru orðnir óttalegur sósíalista flokkur og sjá ekkert athugavert við að ríkið fjármagni starfsemi stjórnmálaflokka. Það þýðir að ég neyðist til að borga fyrir starfsemi flokka sem ég fyrirlít. Birgi Ámanns fannst líka góð hugmynd að leyfa lögreglunni að rannsaka fólk sem ekkert hefur af sér gert ef ske kynni að það gerði eitthvað seinna - forvirkar rannsóknarheimildir. Það er voðalega erfitt að styðja svona flokk. Hann þarf að færa sig verulega til hægri. Meðan ESB sinnar eru svona fyrirferðarmiklir í flokknum er líka erfitt að styðja flokkinn.  Það verður að vera skírt fyrir hvað flokkur stendur til að hægt sé að kjósa hann. Því er ekki til að dreifa í tilviki Sjallanna.

Stuðningur Bjarna við Icesave III gerir það að verkum að hann getur ekki notað það mál til að berja á stjórnarflokkunum í kosningabaráttunni. Hefur hann eitthvað talað um að draga úr stærð ríkisins? Hér er stærð ríkisins verulegt vandamál og kemur í veg fyrir að einkageirinn ráði til sín fólk.

@1: Hvaða tiltekt hefur átt sér stað hér? Var Icesave dæmi um tiltekt? Þar gat ESB og líka ríkisstjórnin ekki farið eftir þeim reglum sem giltu. Eru þessar miklu skattahækkanir dæmi um tiltekt? Þær hafa auðvitað ýtt undir atvinnuleysi. Er skuldasöfnun ríkisins dæmi um tiltektina sem þú nefnir? Það hefur ekkert verið skorið niður í stjórnsýslunni, þingmenn hér eru 5x fleiri per íbúa en á Norðurlöndunum en samt þykjast þeir þurfa 77 aðstoðarmenn?!

Helgi (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband