Hvað hefði Gylfi sagt ef þetta væri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks?

Enn einu sinni setur Gylfi formaður ASÍ upp leikþátt,þar sem aðeins veiklulegt mjálm heyrist gegn öllum vanefndum Vinstri stjórnarinnar á loforðum. Jóhanna og Steingrímur J. svíkja undirskrift jafn oft og þau skrifa undir. Ríkisstjórn sem kallar sig norræna velferðarstjórn virðir ekki nokkurt samkomulag sem gert er við samtök launþega. Bætur til öryrkja og aldraðra eru skertar frá því sem lofað var.

Þrátt fyrir allt þetta heyrist eingöngu öðru hvoru veiklulegt mjálm frá Gylfa formanni ASÍ. Hvað ætli þessi sami Gylfi hefði sagt ef þetta væri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem þannig kæmi fram við launþega,öryrkja og eldri borgara.

Þá hefði ekki verið mjálmað heldur öskrað eins og ljón.


mbl.is Gremja gagnvart stjórnvöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nokkuð merkilegt .... og  þó ....... þessi vinstri menn eins og Gylfi svífast enskis í þágu síns flokks !!!!!!!!!!!!!!!

Bara berjaá verkalýðnum ef svo ber undir ..... og hugsa sem svo: "þangað leitar klárinn  þar sem hann er kvaldastur"

og þá er allt í lagi að svíkja og fara illameð þá sem minnst meiga sín!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Magnús Jónasson (IP-tala skráð) 5.1.2012 kl. 17:53

2 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Ég tel að almenningur er fyrir löngu hættur að taka mark á þessum manni....gersamlega marklaus plagg.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 6.1.2012 kl. 00:55

3 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Eins og ég hef oft sagt og segi enn.

Launþegar hafa alltaf haft það skítt undir vinstri stjórn því þá heldur forystan kjafti samkvæmt samkomulagi, en gengið betur undir hægri stjórn, ekki endilega af því að hægri stjórn sé svo voðalega góð við lítilmagnann heldur vegna þess að þá verður barátta launþega fyrir bættum kjörum virk aftur. Engin vinstri stjórn hefur þó leikið þá sem minna mega sín, öryrkja, ellilífeyrisþega, og þá lægst launuðustu jafn illa og þessi "Noræna velferðarstjórn" enda fyrsta "tæra vinstri stjórn" líðveldisins.  

Viðar Friðgeirsson, 6.1.2012 kl. 10:58

4 identicon

Viðar, það er nokkuð lógískt að Vinstri flokkarnir leggist á lítilmagnann þegar þeir eru í stjórn, það er vegna þess að það brýst enginn þeim til varnar, hinsvegar þegar hægri flokkarnir eru í stjórn þá brjálast vinstri vængurinn ef menn svo lítið sem láta sér detta í hug að taka eitthvað frá lítilmagnanum, Vinstra fólkið telur sig eiga einkarétt á að fara illa með lítilmagnann. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 11:29

5 identicon

Sæll.

Tek undir með nr. 2 og finnst raunar merkilegt að fjölmiðlar skuli gefa þessum manni nokkurn tíma enda áhugaverðara að heyra leikskólabarn tjá sig um efnahagsmál.

Það sem Gylfi skilur ekki er að ef menn segja sífellt einhverja innihaldsleysu hættir allt sæmilega skynsamt fólk að lokum að hlusta. Menn sem studdu Icesave ættu að læðast með veggjum núna og menn sem studdu/styðja aðild að ESB ættu einnig að læðast meðfram veggjum núna enda ekki heil brú í þeirra málflutningi.

Helgi (IP-tala skráð) 7.1.2012 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 828349

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband