Hliðarspor Lilju slátrar Samstöðu.

Það vekur óneitanlega furðu að Lilja Mósesdóttir ætlar sér ekki að gegna formennsku og forystuhlutverki í Samstöðu. Hin raunverulega kosningabarátta er ekki hafin,þannig að Lilja lætur ekki reyna á það hvort hennar vinna og málstaður eigi hljómgrunn meðal kjósenda. Það hlýtur að þurfa að hafa fyrir því að sannfæra kjósendur um sína kosti og stefnu. Ég hélt að Lilja væri meiri baráttukona heldur en nú kemur í ljós. Samstaða fékk alveg glimrandi start á sínum tíma,en eftir að Siggi Stormur yfirgaf flokkinn fór fylgið í skoðunakönnunum að hrynja. Voru vinsældirnar eingöngu Sigga Stormi að þakka?

Fyrst Lilja tekur þetta hliðarspor minnka líkurnar ansi mikið að flokkurinn nái að fá menn á þing. 


mbl.is Lilja gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vinsamlegast útskýrðu fyrir mér hvers vegna það skiptir máli hver er formaður?

Í mínum stjórnmálasamtökum er enginn formaður, og það er mjög af hinu góða.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.8.2012 kl. 13:42

2 identicon

Ólíkt SamFylkingunni sem hírist öll óttaslegin undir pilfaldi Jóhönnu Sigurðardóttur.

þá mun SAMSTAÐA - Flokkur lýðræðis og velferðar ... til hagsbóta fyrir land og þjóð,

verða þau samtök sem munu lyfta hér grettistaki, með samstöðu alls hins óbreytta almennings út um allt land. 

Í þeim hópi verður Lilja Mósedóttir, sem jafningi, en ekki pislfaldakelling, sem Jóhanna, eða framsóknarmaddaman. 

Lilja hefur stigið stórt skref hvað varðar að afneita þeirri persónudýrkun foringjaræðisins sem er tiltekið sem einn af hrunvöldum í rannsóknarskýrslu alþingis.  Þeirri skýrslu hefur VG, SamFylkingin, SjálfstæðisFlokkurinn og Framsóknarmaddaman algjörlega gleymt eða eytt úr minninu.  En það mun rifjast upp fyrir óbreyttum almenningi þessa lands til hvers blint foringjaræði 4-flokksins leiddi og hefur haldið áfram, já áfram til helferðar.

SamFylkingin dró aðeins Geir fyrir Landsdóm, en hvítþvoði Björgvin G., Ingibjörgu Sólrúnu og Árna Mathiesen.

SamFylkingin er svo illa stödd, að rússnekt kosinn formaður hennar er Hrunráðherran Jóhanna Sigurðardóttir.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins vildu ekkert þeirra draga til ábyrgðar fyrir Hrunið.

Hvað veldur því?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.8.2012 kl. 16:47

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er að mörgu leyti sammála Guðmundi með að það er ekki til framdráttar stjórnmálaafli endilega að hafa sterkan leiðtoga.  Hins vegar finnst mér þetta dálítið skrýtin afstaða hennar.  Að tala um að axla ábyrgð þegar alls ekki liggur ljóst fyrir hvernig þessum stjórnmálasamtökum reiðir af.  Þarna innanborðs er kjarnafólk eins og Rakel Sigurgeirsdóttir og fleiri sem munu draga þennan vagn áfram.  Ef til vill munu svo þessi ungu framboð sameinast fyrir kosningar hver veit.  Mér skilst að Lilja hafi ekki viljað starfa með Dögun.  En með því að  hún víkur til hliðar gæti þar orðið meiri samvinna og jafnvel samframboð.  Það væri afar gott fyrir almenning að fá eitt sterkt framboð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.8.2012 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband