25.8.2012 | 20:18
Vinstri grænir ætla á ný að bjóða upp á gömlu uppfærsluna um ESB.
Í rúm þrjú ár hafa flestir af þingmönnum og forystuliði Vinstri grænna tekið af fullu þátt í sýndarleik Samfylkingarinnar um ágæti þess að ganga í ESB.Svo langt hefur þjónkun forystu VG gengið að mætir menn eins og Jón Bjarnason og Ásmundur bóndi yfirgáfu flokkinn. Með eitt af höfuðhlutverkum í blekkingarleik Samfylkingarinnar hefur Steingrímur J. farið með. Í rúm þrjú ár hefur hann leikið sína ESB rullu án þess að ýja nokkru sinni að því að tími væri kominn til að hætta sýningum eða a.m.k. að taka smá pásu.
Nú styttist í kosningar. Hinn almenni leikhúsgestur á Íslandi hefur ekki kunnað að meta leiklistartilburði Steingríms J. og félaga. Hinn almenni félagi í VG er orðinn hundleiður á þessum ESB frasa forystu VG. Allt í einu á einni nóttu koma helstu leikarar Vinstri grænna fram á sviðið og segja, nú viljum við aftur uppfæra handritið okkar frá því fyrir síðustu kosningar,þ.e. að vera á móti ESB. Við eigum ekkert erindi þangað hrópa þau nú kvartett Steingrímur J. Katrín,Svandís og Árni Þór. Halda þau virkilega að íslenskir kjósendur fjölmenni til þeirra á þessa sýningu. Auðvitað vita kjósendur að engin meining liggur að baki. Á móti handritinu yrði snarlega hent aftur ef VG kæmist að nýju í stjórn með Samfylkingunni. Enda hefur Jóhanna stórstjarna ESB leiksins sagt hlustið ekki á Vinstri græna. Þau meina ekkert með þessu upphlaupi sína um að stöðva ESB fáránleikann.
Vinstri grænir kunna orðið svo vel hlutverkið um ágæti ESB klúbbsins eftir þriggja ára stanslausa sýningu að þeim tekst ekki að snúa við blaðinu og taka til uppfærslu gamla handritið,Við erum á móti ESB. Það verða ansi fáir sem munu mæta á sýningar VG í vetur og enn fleiri klappa fyrir leikurunum. Leikdómur kjósneda mun svo koma í ljós þegar talið verður uppúr kjörkössunum næsta vor. Þá fyrst munu forystumenn VG sjá að þeir hafa allt of lengi leikið vitlaust leikritþ Kjósendur taka ekkert mark á tilrauninni um að leika kosningaleikritið frá 2009. Það gengur ekki hjá VG árið 2012.
Subbulegar alhæfingar í ræðu Katrínar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jón er enn í flokknum, Sigurður. Stalínski foringjaræðisforinginn rak hann hinsvegar úr embætti sjávarútvegsráherra, hann var ekki nógu hlýðinn og þægur, hann var ´villiköttur´ sko. Það voru Atli, Ásmundur og Lilja sem fóru úr flokknum.
Elle_, 25.8.2012 kl. 21:17
Það er sitt hvað, orð og æði. Þetta vita VG liðar ekki, telja sig geta gert það sem þeim sýnist en sagst svo vera á móti. Telja að stefnuskrá flokksins sé einungis plagg til að lesa fyrir kjósendur fyrir kosningar en svo falli það úr gildi að þeim loknum.
Það er ekki skemmtileg lesning að lesa stefnuskrá VG, en með mikilli sjálfstjórn og fórn, er það þá hægt. Þeir sem leggja slíkt á sig og skoða síðan störf ráðherra og þingmanna flokksins, komast að því að ekkert hefur verið gert í samræmi við þá stefnuskrá. Henni hefur verið ýtt til hliðar.
Þeir sem eru enn frakkari og leggja á sig að lesa einnig stjórnarsáttmálann, sjá að við gerð hanns hefur ansi fátt úr stefnuskrá VG ratað þangað inn, en það kemur svo sem ekki að sök þar sem ríkisstjórninni hefur verið algjörlega fyrirmunað að standa við eigin stjórnarsáttmála. Úr honum er einungis staðið á einni grein, um aðild að ESB og það sem meira er, einungis hluta þeirrar greinar, hlut Samfylkingar. Önnur atriði stjórnarsáttmálans hafa fengið að liggja í friði fyrir stjórnarherrunum!
Nú hefur VG hafið sína kosningabaráttu. Ekki beinlínis hægt að segja að gæfulega sé af stað farið, flokkurinn logandi í deilum, bæði milli kjósenda og þingmanna sem og milli þingmanna sjálfra. Og enn skal beytt sömu aðferðum og fyrr, að nota orðræðu. Það hefur dugað hingað til, enda flokkurinn nánast alltaf verið í stjórnarandstöðu og því engin verk til að dæma hann af. Við slíkar aðstæður dugir orðræðan stundum ágætlega.
En nú eru verk til staðar fyrir fólk að dæma og það töluverður fjöldi. Of langt mál er að telja þau öll upp, en nefna má t.d. ESB umsókn, icesave samning, einkavæðing bankanna hin nýrri og svo mætti lengi telja. Útilokað er þó að finna einhver verk sem VG liðar geta státað sig af, því hefur formaðurinn tekið þá stefnu, bæði innanlands sem erlendis, að skreyta sig stolnum fjöðrum.
Það er því ljóst að ekki vantar verkin til að dæma þingmenn og ráðherra VG. Það munu því fáir láta glepjast af orðræðu þeirra og þó formaðurinn geti verið skörungslegur í ræðustól og tekið þar góða spretti, hefur það bara ekkert að segja í næstu kosningum. Þar verða verk þeirra dæmd.
Gunnar Heiðarsson, 26.8.2012 kl. 07:38
VG eru handónýtur flokkur. Það á við bæði í stjórn og sem stjórnarandstöðuflokkur, flokkurinn byggir á að tala stanslaust bara eitthvað, það vellur stanslaus orðflaumur sem í fjarðlægð hljómar myndugt og kjarnmikið, en við hlustun er samhengið innhaldslaust og yfirleitt svo margar mótsagnir, jafnvel í sömu setningu að það veldur sjóveiki að reyna að finna samhengi eða vitræna merkingu. Methafi í innihaldslausu paradoxi og bulli á líklega SJS en hann kemur því oft frá sér með miklum krafti og skörungskap í því liggur blekkingin - það hljómar svo vel áherslur og myndugleikinn að fólk heldur að hann hljóti að vera að segja eitthvað af viti. SJS er ekki sá fyrsti í sögunni sem beitir þeirri aðferð við að koma á einræðisstjórnun. Sem flokkur í sjórn hefur VG fátt eða ekkert til málanna að leggja í framkvæmd nema hækka skatta, vegna þess að VG skilja ekki haus eða sporð hvernig atvinnulíf, uppbygging eða hagkerfi virkar og vilja því koma á og iðka einræði og kúgun án þess að skilja sjálf hve hrikalegar afleiðingarnar eru.
Sólbjörg, 26.8.2012 kl. 09:47
Hvernig eiga þau að vita það hvernig atvinnulíf, uppbygging og hagkerfið virkar? Þetta er flest fólk alið upp í gulli og gersemum, þau hafa aldrei þurft að vinna eða skapa störf, því flestir foringjarnir eru annað hvort pólitíkusar sumir í arf frá föður, eða með gullskeið í munni. Það er bara brandari að þetta fólk sé að verja hagsmuni almennings, þau hafa bara eitt markmið og það er að halda áfram við kjötkatlana svo andstyggilega sem það hljómar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2012 kl. 10:50
"Sjálfgæðisflokkurinn" VG er svo sannarlega ekki að verja hagsmuni sinna kjósenda eins og Samfylkingin hjartanlega sama um kjósendur. Gef VG réttnefnið Sjálfgæðisflokkurinn þeim til háðungar því hatur þeirra á Sjálfstæðisflokknum yfirskyggir allt og er jafnframt endalaust notað til að fela eigið getuleysi við öll tækifæri. Ræður formannsins snúast ennþá um XD. Ögmundur er reyndar ekki síðri blekkingasmiður en SJS - bara önnur taktík.
Sólbjörg, 26.8.2012 kl. 11:37
Já það er fáum að treysta í þessum geira mannlífsins.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2012 kl. 12:20
Ásthildur mín verð reyndar að segja að það er fólk sem ég treysti, verst að það er dreift í ólíka flokka. Birgir Ármann, Sigmundur Davíð, Vigdís Hauks, Pétur Blöndal og fleiri - sem betur fer.
Sólbjörg, 26.8.2012 kl. 14:59
Já sumir þora bara að fylgja sannfæringu sinni sama hversu óvinsæl hún er sem betur fer.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2012 kl. 15:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.