Sýndarveruleiki Jóhönnu.

Umræðurnar hjá æðsta ráði Samfylkingarinnar um síðustu helgi hljóta að hafa verið á einhverri ímyndaðri rás,sem engvir skilja nema þessir örfáu Samfylkingarmenn,sem þar sátu. Væntanlega hafa allir fundarmenn setið með sérstök heyrnartæki og þrívíddargleraugu til að geta séð og heyrt boðskap Jóhönnu um hina miklu uppbyggingu sem verið hefur hjá vinstri stjórn hennar.

Jóhanna sagði að kjósendur geti valið um það í næstu kosningum hvort þeir vildji áfram uppbyggingu vinstri stjórnarinnar eða afturhvarf Sjálfstæðisflokksins. Jóhanna hlýtur að lifa í alveg einstökum sýndarheimi að geta talað um uppbyggingu vinstri stjórnarinnar. Ansi lítið hefur gerst á þeim rúmum þremur árum sem Jóhanna og Steingrímur J. hafa stýrt þjóðarskútunni til uppbyggingar atvinnulífsins.Heldur Jóhanna virkilega að hún geti fengið kjósendur til að trúa sinni sýn. Sem betur fer eru almennir kjosendur ekki með útvarp Jóhönnu í eyranu eða þrívíddargleraugu Hrannars aðstoðarmanns,eins og fundaklíka Samfylkingarinnar. Almennir kjósendur sjá því og heyra hlutina eins og þeir eru.Jóhanna getur því huggað sig við að eiga rólega daga næsta kjörtímabil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Hvar ætli maður fái svona þrívíddargleraugu?  Ætli það hafi verið með svona gleraugum, kostuð með mútum frá Brussel (´Evrópu´stofu?), sem Kata litla falska og forherta og Steingrímur FORMAÐUR hafi snúist á hvolf?

Elle_, 27.8.2012 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband