Hvers vegna Bjarni?

Satt best að segja varð ég ansi undrandi að heyra fréttina um að Ragnheiður Elín hefði verið sett af sem formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Ég og örugglega margir Sjálfstæðismenn hafa staðið í þeirri trú að Ragnheiður Elín hafi staðið sig mjög vel í embættinu. Hvers vegna í óskupunum að láta forystumann Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi hverfa úr þesari áhrifastöðu. Illugi Gunnarsson er einn af öflugustu talsmönnum flokksins,þannig að ekki verið að deila á einn eða neinn hátt á hann. Það er alveg klárt að Illugi verður einn af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins eftir næstu kosningar. Það var ekki nokkur ástæða til þess að breyta á þessum tíma um forystu þigflokksins. Í öllum skoðunakönnunum hefur Sjálfstæðisflokkurinn mælst geysilega sterkur í Suðurkjördæmi. Kjördæmioð hefur verið helsta vígi flokksins. Það er því fáránlegt að svipta Ragnheiði Elínu þessu ábyrgðarmikla starfi að vera þingflokksformaður. Langt í frá að vera sterkur leikur hjá Bjarna formanni.
mbl.is Illugi aftur þingflokksformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjarni Ben hefur til þessa ekki sýnt af sér neina kænsku af nokkru tagi, illskiljanlegt hvernig Sjálfstæðisflokkurinn flýtur sofandi að næstu kosningum með ekki skörulegri skipstjóra í brúnni. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 20:20

2 identicon

Er ekki réttast fyrir Ragnheiði Elínu að gefa kost á sér til flokksformanns? Hún hefur sömu þingreynslu og Bjarni, þegar hann var kosinn. Einnig vel menntuð.

Sigurður (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 828275

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband