Landsdómur??

Nú tala forystumenn Samfylkingar og Vinstri grænna um að ekki eigi að leita sökudólga vegna dómsins í dag. Nú á íslenska þjóðin að gleyma því að Jóhanna og Steingrímur J. ætluðu að pína í gegn Icesave saminga án þess að leita áltits þjóðarinnar. Hefðu þau ráðið ferðinni hefðu Íslendingar þurft að greiða tugi milljarða. Lífskjör hefðu versnað mjög.Nú á ekki að leita sökudólga. Nú biðja þau um miskunn. Það var annað hljóð í Steingrími J. þegar samþykkt var að ákæra Geir H.Haarde fyrir Landsdóm. Þá voru rök Steingríms J. og fleiri að einhver þyrfti að bera ábyrgð.

Hvers vegna gildir það ekki núna???


mbl.is „Ætlið þið að biðjast afsökunar?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steingrímur J lét ríkið ábyrgjast 270 milljarða króna víkjandi skuldabréf fyrir nýja Landsbankans fyrir útlánasafn þess gamla, þetta lánasafn er komið í 360 milljarða í dag. eigið fé nýja er 220 milljarðar en þyrfti að vera 360+122 sem eru 482 milljarðar sé miðað við 122 milljarða sem að ríkið lagði til í hlutafé(hlutafé er krafa á fyrirtæki) sem þýðir í raun að miðað við að eigiðfé sé 220 milljarðar þá er tapið í raun 482-220 sem verða þá 262 milljarðar frá stofnun þess nýja. Sem að þýðir að við þjóðin erum búinn að tapa 262 milljörðum ef nýji bankinn yrði gerður upp í dag. Hvað var Steingrímur J að hugsa,

Steingrímur skrifaði líka undir að fyrirtækin sem að leyta hér að olíu fengju vinnsluleyfi í leiðinni, Hvað ætli samfélagið sé búið að tapa á því, því voru útboðin ekki aðskilinn,

Steingrímur yfirtók nær alla sparisjóði landsins útaf afskriftareikningum t.d. þá af 113 milljarða króna tapi Byrs sparisjóðs þá voru 72 milljarðar á afskriftareikning, 7,5 milljarður virðisrýrnanir vegna heildsöluinnlána Byrs inn á aðrar lánastofnanir sem að síðan reyndust stuttu eftir söluna á Byr hf sem að (ríkið átti 5% í)til Íslandsbanka sem að ríkið á 100% þar sem að ríkið er 100% í Glitni og Bankasýslunni en Glitnir er ekki en búinn að fara í gegnum nauðasamninga og því ríkið en skráður eigandi(Steingrímur rændi Byr innanfrá) eiginmaður formanns slitastjórnar Byrs á fyrirtæki sem að fékk 130 milljónir fyrir söluna á nýju hlutafé en yfirsást á sama tíma að gefa út breytileg skuldabréf. Byr hf var síðan með jákvæðan gjaldeyrisjöfnuð upp á 36.6 milljarða vegna þeirra skulda sem að eftir voru í Byr sparisjóði en það vr fært niður í 1.4 milljarð án þess að sýna fram á það í bókhaldi, á sama tíma þá var formaður slitastjórnar Byrs stjórnarformaður TM sem að er m.a. í eigu Glitnis og þar að auki stóð þetta ráðgjafafyrirtæki í samningum við Íslandsbanka um að sjá um sjóðstýringu á einhverjum sjóðum. Svo spurningin er hvar liggur hið raunverulega stóra Tap sem feldi bankann.

Við þessa yfirtöku þá lokuðust 17 lánalínur til Íslands...................

valli (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 18:15

2 identicon

Alveg sammála ..... nú á eitt yfir alla að ganga .... nú á að hefja undirbúning FYRIR MÁLSHÖFÐUN FYRIR  Landsdómi yfir Jóhönnu og Steingrími J. .... annað væri alveg út í hött .... og  ALLS  EKKI  SANNGJARNT  AР SLEPPA  ÞEIM  ...... líka væri spurning hvort Össur eigi ekki líka heima í þeim hópi ÁSAMT  fleirum....... það er alveg forkastanlegt hvernig þessi lýður hagar sér .....  auk þess sem það valtrar yfir eldri borgara og öryrkja þessa lands á skítugum skónum .... og án þess að blygðast sín ..... og sama má segja um meirihluta Borgarstjórnar Reykjavíkur ..... sem er í sjálfu sér bara einn trúðsleikur .....OG  ÞAР AF  VERSTU  GERР !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

EITT  SKAL  YFIR  ALLA  GANGA ...... EÐA ÖLLU HELDUR ...... MEÐ LÖGUM SKAL LAND BYGGJA  EN ÖLÖGUM  EYÐA...

Magnús Jónasson (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 19:51

3 identicon

Össur er alveg sér dæmi, munið eftir því að hann seldi hlut sinn í Spron fyrir 60 milljónir, þetta gerðist tveimur mánuðum eftir að ákveðið á Alþingi að sparisjóðirnir færu að nota reikniregluverkið Basel 2 og áhættugrunninn Tier 2 sem að þýddi mikið bókhaldslegt tap vegna afskriftareiknings. Össur vissi meira en hann þóttist vita og Árni Þór líka

valli (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 21:03

4 identicon

Jæja Sigurður Jónsson,hvað ætlið þið Sjálfstæðismenn að gera við Bjarna Vafning Benediktsson.? Er honum stætt á að vera í forystu í flokknum þínum.? Hann kúventist á síðustu stundu og sagði JÁ við Icesave,semsagt á þingi var hann í JÁ-liðinu.   Sigurður Jónsson hvað á að gera við þennan flautaþyril sem hann Bjarni Vafningur er.?

Númi (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 23:11

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Takk fyrir þitt framlag í sigrinum í dag, Sigurður.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 28.1.2013 kl. 23:47

6 Smámynd: Sigurður Jónsson

Númi. Ég var mjög undrandi á Bjarna þegar hann mælti með síðasta Icesave samningi. Mikill meirihluti Sjálfstæðismanna var á öðru máli og sagði NEI. Sá er þó munur á afstöðu Bjarna og Jóhönnu og Steingríms J., að Bjarni sagði að þjóðin ætti að eiga síðasta orðið,en Jóhanna og Steingrímur J. voru á móti þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sigurður Jónsson, 29.1.2013 kl. 00:19

7 identicon

Já Sigurður það voru fleirri en þú hissa á Bjarna. En hversvegna skipti hann um skoðun,hann hafði örfáum dögum áður verið að flakka með Vafningsbréfið,skyldi það koma málinu við,hverju lofuðu Jóhanna og Steingrímur, Bjarna ef hann skipti um skoðun.? það er spurning.

Númi (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 01:16

8 identicon

Það er sjálfsagt að draga Jóhönnu og Steingrím fyrir Landsdóm, þá kemur væntanlega eithvað meir í ljós. Eins og Númi fullyrðir " hverju lofuðu Jóhanna og Steingrímur, Bjarna ef hann skipti um skoðun.? " þá er von að þetta skýrist ef það er eithvað til í þessari fullyrðingu, eða er þetta bara frá Gróu á Leiti.

Kjartan (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 09:05

9 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það á að draga þessa ríkisstjórn til saka fyrir Landráð. Það er ekki bara Icesafe málið heldur ESB umsóknin en hún var í trássi við stjórnarskránna okkar og hegningalögum. Þetta vita allir á Alþingi og þetta veit þjóðin. Hver sá sem veit að landráð hefir verið framið er líka sekur ef hann kærir það ekki eða svo segja Hegningalögin okkar..

Valdimar Samúelsson, 29.1.2013 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 828251

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband