Fyrrverandi formenn kenna hvor öðrum um fylgistap.

Fylgistap Sjálfstæðisflokksins yfir til Framsóknarflokksins hefur að vonum vakið mikla athygli. Spurningar vakna hvað gerðist og hvers vegna. Framsóknarflokkurinn var í litlu fylgi allt þetta kjörtímabil,en svo allt í einu rýkur það upp.

Þorsteinn Pálsson fv.formaður Sjálftæðisflokksins kennir Morgunblaðinum um. Harðlínustefna þess hafi hrakið Sjálfstæðismenn yfir til Framsóknarflokksins.

Davíð Oddsson fv. formaður Sjálfstæðisflokksins bendir á að Þorsteinn eigi að líta sér nær. Hann hafi fengið Bjarna Benediktsson til að samþykkja Icesave og þar með stærsta hluta þingflokksins.

Merkileg kenning að Þorsteinn hafi haft þessi áhrif á Bjarna. Reyndar hlýtur einhver að hafa beitt sér við Bjarna. SHans stærstu mistök voru að samþykkja Icesave. Fylgi Framsóknarflokksins fór fyrst á flug eftir að Efta dómurinn í Icesave féll. Kjósendur kunna að meta staðfestu Sigmundar Davíðs gegn Icesave.

Það er mikið verk framundaan hjá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins að vinna sér inn traust hjá kjósendum. Ætli Sjálfstæðisflokkurinn sér forystuhlutverk í næstu ríkisstjórn þarf hann að sannfæra kjósendur um raunhæfar aðgerðir til að bæta hag heimilanna.

Fái Framsóknarflokkurinn það mikla fylgi sem hann hefur nú eru yfirgnæfandi líkur á að við sitjum uppi með vinstri stjórn næsta kjörtímabil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Sigurður.

Liggur ekki fyrir að um þessar mundir eru stjórnarflokkarnir að gera sig líklega til að greiða fyrir "Icesave atkvæði" Bjarna og hans nánustu hirðsveina, með því að lögfesta gjafakvótann til tuttugu ára - eða með öðrum orðum, til eignar. Ég tel þar fyrir utan auðsýnt að með þessa illræmdu forystusveit muni Sjálfstæðisflokkurinn varla uppskera 20% greiddra atkvæða í komandi kosningum.

Jónatan Karlsson, 4.3.2013 kl. 16:35

2 identicon

Ekki bætti Benedikt Jóhannesson úr skák í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld þegar hann fór að gagnrýna landsfundarsamþykkt um ESB á nýafstöðnum landsfundi rétt eins og hann ætti Sjálfstæðisflokkinn, sennilega lítur þessi Benedikt sömu augum okkur kjósendur og landsfundarfulltrúa að við eigum að taka tillit til hans vilja í næstu kosningum.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 4.3.2013 kl. 19:35

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Rétt athugað Sigurður, ef að (S) ættlar að halda KANSKI stefnu í verðtryggingu til streytu, þá verður (S) í stjórnarandstöðu.

Bjarni Ben þarf að stinga upp í ESB sinnan Benedikt Jóhannesson og gera honum grein fyrir því að það verði ekkert ESB ferli meðan hann Bjarni Ben er formaður.

Hvernig að flokkur getur eyðilagt fyrir sjálfum sér af því að flokkurinn hlustar ekki á kjósendur sem vilja ekki ESB og vilja afnám vertryggingu.

Þvílík self-destruction.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.3.2013 kl. 20:01

4 identicon

Bjarni hvatti ásamt Illuga til inngöngu í Esb. hann studdi Icesave. Hann hvatti til mætingar í ólöglegu Stjórlagakosningunum og eyðilagí þar með mótmæli þeirra sem mættu ekki. Gaf ríkisstjórninni boltann. Ég kýs ekki Sjálfstæðisflokkinn eins og hann er mannaður núna, þó ég hafi aldrei kosið annann flokk. Kýs Framsókn, sem virðist vera treystandi.

Karl Jónsson (IP-tala skráð) 4.3.2013 kl. 22:38

5 identicon

Mestu mistök sjálfstæðisflokksins, var að halda Bjarna áfram sem

formanni. Hann og hans fjöldskylda veltu yfir á almenning

tugum milljarða vegna gjaldþrota fyrirtækja í þeirra eigu.

Það þykir ekki gott veganesti fyrir frambjóðendur, að bjóða

okkur almenning, sem nutum einskis af afskrfitum tugmilljarða,

sem notaðar voru fyrir gæðinga og heldra lið, að horfa uppá það í byrjun

kosninga, að formaðurinn skuli áfram sitja með allt niður um sig. 

Þetta segi ég bara " Vafningalaust" og er mitt

"Ískalda mat" á stefnu flokksins. Ekkert kom út úr landsfundi

fyrir almenning í landinu og vegna hjarðhegðunar sumra

flokksmanna  mun hann gjalda afhroð af.

Þetta er mitt "Frosna mat" á því hvað Sjálfstæðisflokknum

tókst illa til.

Fyrir hvað stendur Sjálfstæðisflokkurinn í dag..?? 

Ekki stendur hann með því fólki, sem hvern dag stritar fyrir sínu

daglega brauði og á varla í sig og á..!!!

 Ekki stendur hann með eldri borgurum, sem lögðu grunnin

af því þjóðfélagi sem við búum í dag..!!!

Með því að álykta á landsfundi, að lausnin væri sú fyrir heimilin,

að leyfa fólki að  taka út meiri lífeyrissparnað til að borga þjófunum,

þá stimplaði hann sig inn sem forhertur flokks fyrir fjármálaelítuna.

Verðtrygging áfram, eignaupptaka, þjófnaður í skjóli ólöglegrar

ávöxtunar og svo má lengi telja.

Nafnið "Sjálfstæðisflokkur"  er því miður komið langt frá þeim

grunngildum sem hann var stofnaður til.

Því miður fyrir alla Sjálfstæðismenn.

Er nema von aðrir flokkar njóti góðs af.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 5.3.2013 kl. 01:56

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sigurður því miður eins og þú segir þá er ég ekki sammála þér með fjármál fjölskyldu Bjarna Ben hafi mikil áhrif á fylgi (S), en það er mín skoðun.

En restin af því sem þú segir um (S) er 100% rétt, og því miður þá skilja flokksmenn (S) ekki og feela ekki þjóðarpúlsinn, aðeins tvö aðal atriði í huga kjósenda í vor.

1. Hætta ESB ferlinu

2. Afnema verðtrygginguna á húsnæðislánum

Allt annað eru auka atriði.

Það þarf engan sérfræðing að sjá af hverju fylgi (S) er á niðurleið og af hverju (S) verður í stjórnarandstöðu næsta kjörtímabil, nema að frambjóðendur fari að skilja þjóðarpúlsinn og geri sér grein hvað kjósendur vilja.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.3.2013 kl. 02:27

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Heill og sæll Sigurður

Þegar Bjarni fékk þorra þingmanna Sjálfstæðisflokksins til að samþykkja Icesave III, sagði ég mig úr flokknum.  Ég hef ekki enn séð ástæðu til að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn að nýju.

Því miður er Bjarni ekki maður til að leiða Sjálfstæðisflokkinn.  Mér hefur ekki fundist hann trúverðugur talsmaður flokksins í andstöðu við ESB-aðild og oft hefur farið um mig er ég hlusta á hann tala máli flokksins og þeirrar stefnu sem hann stendur fyrir.  Einhverra hluta vegna get ég engan veginn stutt þennan flokk að óbreyttu, en ég var dyggur stuðningsmaður hans fram að síðustu kosningum. 

Það kemur mér hins vegar ekki á óvart hversu Framsóknarflokkurinn hefur komið vel út úr skoðanakönnunum upp á síðkastið.  Ég hef aldrei stutt þann flokk eða verið fylgismaður málefna hans, en þeir voru þeir einu sem stóðu í lappirnar í Icesave allan tímann.  Nú bregður svo við að ég þarf að íhuga vel hvert atkvæði mitt á að fara, á ég að ljá Framsókn atkvæði mitt eða hvað???  Ég á úr vöndu að ráða.  Ég bý í því kjördæmi sem Bjarni er í framboði og næst honum kemur Ragnheiður Ríkharðsdóttir dyggur ESB-sinni og fleiri í þeim dúr.  Þeir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins sem ég gæti hugsað mér að kjósa eru of aftarlega á lista þeirra, Framsókn þekki ég sama og ekkert og hinir flokkarnir sem tilkynnt hafa um framboð s.s. Samfylking, Vinstri græn, Björt framtíð o.fl. koma ekki til greina.

Hvað gerir maður í svona stöðu??? situr maður heima??? ég er nú ekki fylgjandi því, en það er samt viss yfirlýsing sem í því felst, eða á maður að skila auðu??? það finnst mér heldur ekki góður kostur, en kannski sá eini sem margir velja fremur en það sem í boði er.

Tómas Ibsen Halldórsson, 5.3.2013 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 828286

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband