Ætlar Framsókn að sitja hjá?

Fram kemur í fjölmiðlum haft eftir Vigdísi Hauksdóttur þingmanni að Framsóknarmenn séu að íhuga að sitja hjá við vantrausttillögu á Vinstri stjórnina. Það væri eftir öðru hjá Framsókn að þeir björguðu andlitinu á Vinstri stjórninni. Reyndar er þetta ekkert skrítið ef horft er til þess að það voru Framsóknarmenn sem komu Samfylkingunni og Vinstri grænum til valda á sínum tíma. Málið er þeim því skylt. Nú svo er það að Framsóknarflokkurinn er væntanlega að kaupa sér gott veður hjá þessum flokkum til að undirbúa ríkisstjórnarsamstarf eftir kosningar.

Það er alveg á hreinu að nái Framsóknarmenn góðu gengi í kosningunum í apríl sitjum við uppi með Vinstri stjórn næstu fjögur árin undir forystu Framsóknarflokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Rétt segir þú Sigurður, að snúi Framsókn sér til vinstri eftir kosningar þá komast þeir Framsóknarmenn að því að hlýðni er til að halda stólunnum undir rassgatinu. 

Það að vera stærsti flokkurinn í í þriggja eða fjöguraflokka ríkisstjórn er ekki ávísun á að ráða.   En svo sem mörgum sinnum hefur sannast þá hefur aldrei verið á vísan að róa hvort Framsókn verðu til hægri eða vinstri eftir kosningar.   

Hrólfur Þ Hraundal, 10.3.2013 kl. 17:07

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fylgi framsóknar hrynur sitji þeir hjá.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.3.2013 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband