Það á að spyrja þjóðina um framhaldið

Ekki er ég sannfærður um að ESB verði brýnasta kosningamálið eins og Björgvin G.þingmaður heldur fram.Kosningarnar munu miklu frekar snúast um það hvernig hægt verði að koma til hjálpar heimilum landsins. Kosningarnar munu snúast um hvort við viljum áfram stöðnun eða atvinnuuppbyggingu. En að sjálfsögðu verða ESB málin rædd. Ég og margir fleiri Sjálfstæðismenn voru mjög sáttir við þá stefnu að spyrja ætti þjóðina hvort halda ætti viðræðum áfram eða ekki.

Þar hefði komið afgerandi afstaða. Það var því kolrangt af meirihluta landsfundarfulltrúa að samþykkja að hætta bæri ESB viðræðum strax og loka Evrópustofu. Allt of öfgakennt. Þessi afstaða á eftir að kosta Sjálfstæðisflokkinn fjölda atkvæða. Óskiljanlegt að velja þessa leið.

Tillagan um að spyrja þjóðina og láta hana ráða hvort halda ætti áfram var sú sem allir áttu að geta sætt sig við. En því miður náði teboðshreyfingin í Sjálfstæðisflokknum sín fram.


mbl.is ESB eitt brýnasta kosningamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður

 Mér finnst ekki mergurinn málsins hvort ætti að "leggja umsóknina til hliðar eða "hætta" viðræðunum.  Ef þú lest áfram í stefnuskránni þá er gert ráð fyrir að í framhaldinu verði  málið lagt í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðakosningu.

 Ég held að ýmsir sem voru á "kynningarfundi" Evrópustofu á Akureyri í vikunni hafi fengið sig fullsadda !!

Gunnar Ragnars (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 828300

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband