Allt hrunið hjá Jóhönnu nema Simson

Það hlýtur að vera erfitt hjá Jóhönnu Sigurðardóttur um þessar mundir. Hún skilur Samfylkinguna eftir í rúst. Aldrei hefur ríkisstjórnarflokkur tapað öðru eins fylgi og Samfylkingin í síðustu kosningum.

Jóhanna gat fram að deginum í gær montað sig af að hún ætti þó Íslandsmet í ræðuhaldi. Flutti ræðu í 10 klukkustundir og 8 mínútur. Illgjarnir aðilar hafa kallað þetta málþóf,en auðvitað eiga allir að vita að vinstri menn gera ekki slíkt. Þeir eru bara málefnalegir í sinni gagnrýni eins og Björn Valur varaformaður Vinstri grænna hefur margsannað með sínum málflutningi.

En nú gerist það að Stefán nokkur Pálsson slær met Jóhönnu með 13 og hálfri klukkustund í ræðuhöldum. Það var reynda við hæfi að það væri um teiknimyndapersónur.

Það eina sem nú stendur uppúr á stjórnmálaferli Jóhönnu að hún er fræg teiknimyndapersóna í Simsons þáttunum.

Vonandi fær hún að hafa þann heiður í friði um ókomin ár.


mbl.is Talaði í þrettán og hálfan tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

23. maí 2013. Mundu þessa dagsetningu, ég gef nýrri stjórn ár áður en stjórn Jóhönnu verður í dýrlingatölu og Sigmundur Davíð verður orðinn óvinsælasta fígúra sem setið hefur á forsætisráðherrastól.

Vignir (IP-tala skráð) 23.5.2013 kl. 12:41

2 identicon

Þegar menn skrifa um pólitík eins og trúarbrögð er ekki mikið að marka þá.  Ég held að þú Sigurður ættir að finna þér annað áhugamál og þá vonandi eitthvað sem hentar þér betur.  Amen

baldinn (IP-tala skráð) 23.5.2013 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 828349

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband