Slæmar tölur frá Eyjum

Í laugardagsblaði Norgunblaðsins er greint frá því að Vestmannaeyjabær sé að kaupa til baka fasteignir sem seldar voru til Fawsteignar árið 2004. Fram kemur í viðtali við Elliða Vignisson,bæjarstjóra, að bæjarsjóður hafi árið 2004 fengið í sinn hlut 1100 milljónir króna. Bærinn leigði svo þessar eignir af Fasteign og hefur greitt í leigu á þessum tíma 1300 milljónir króna. Nú er Vestmannaeyjabær að kaupa eignirnar til baka á 1800 milljónir. Það er ansi slæmt að sjá þessar tölur.

Mikið rosalega getum við hér í Garðinum verið sátt við að hafa ekki selt okkar fasegnir inní Fasteign. Í dag er staðan þannig að Sveitarfélagið Garður á allar sínar fasteignir skuldlausar og gat á þessum árum byggt nýjar eignr,sem nú hafa verið greiddar að fullu.

Sem betur fer er fjárhagsstaðan í Eyjum góð,þannig að þeir ráða við pakkann,en það hlýtur samt aðö vera sárt að þurfa að greiða svo háa upphæð fyrir mistök fyrri meirihluta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Svona er þetta hjá ríkissjóði sums staðar... Sama ruglið.

Ég held að það komi til álita að samþykkja lög sem heimila eignarnám - skv mati gerðardóms - að þessir leigusamningar ríkissjóðs verði teknir eignarnámi.... ríkissjóður gefi út langtímaskuldabréf á móti eignarupptökunni á matsverði eigna - og ruglinu þannig hætt.

Ríkissjóður getur ekkert greitt okurleigu fyrir húsnæði til opinberra nota - frekar en sveitarfélög.

Við erum ríkissjóður - og rugl í rekstri ríkissjóðs bitnar á lífskjörum þjóðarinnar...

Kristinn Pétursson, 26.5.2013 kl. 19:52

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það er með ólíkindum að sveitarstjórnarfólk víða um land skuli hafa glæpst á þessari endemis vitleysu.   Þetta var einn þátturinn í hugmyndafræði hrunverja.

Þórir Kjartansson, 26.5.2013 kl. 20:46

3 identicon

... fyrir mistök fyrri meirihluta? Viltu ekki vinsamlegast upplýsa hverjir voru í meirihluta í Eyjum 2004 - og hver hafi verið alltumlykjandi primus motor í Fasteign?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.5.2013 kl. 23:27

4 identicon

Hringir þetta einhverjum bjöllum?:

http://news.icex.is/newsservice/MMIcexNSWeb.dll/newsattachment?attachmentnumber=14439

http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1184257/

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.5.2013 kl. 23:36

5 Smámynd: Steinarr Kr.

Reykjavíkurborg er að gera sömu vitleysuna undir stjórn Bestaflokksins með sölunni á OR húsinu.

Steinarr Kr. , 27.5.2013 kl. 10:22

6 Smámynd: Sigurður Jónsson

Árið 2004 var V-listi (Samfylking og VG) ásamt Framsóknarflokknum í meirihluta í Vestmannaeyjum. Sjálfstæðismenn í Eyjum börðust gegn því að fara í Fasteign.

Sigurður Jónsson, 27.5.2013 kl. 11:05

7 identicon

Já á þessum tíma var vinstri stjórn í Eyjum undir forsæti Lúðvíks Bergvinsson, fyrrv. alþm. og Andrésar Sigmundssonar, bakara.  Bæjarstjóri var þá Bergur Elías Ágústsson, núverandi bæjarstjóri í Norðurþingi.

Sjálfstæðismenn börðust hatrammlega á móti þessu, en fengu ekki rönd við reist.

Maggi (IP-tala skráð) 27.5.2013 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 828349

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband