30.5.2013 | 15:43
Álfheiður og Svandís mættar í mótmælin
Á sínum tíma voru þeir til sem héldu því fram búsáhaldabyltingunni hefði verið stjórnað úr innsta hring Vinstri grænna. Sumir sögðu m.a.s. að þingmenn eins og Álfheiður og Svandís hefðu gefið mótmælendum ráð og jafnvel fyrirskipanir. Það gekk svo langt að yfirmaður lögreglunnar hélt álíka skoðunum fram opinberlega. Þær stöllur þóttust hvergi hafa komið nálægt,enda alverlegt mál ef alþingismenn standa fyrir árásum á sína eigin stofnun.
Núþegar ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafði starfað í 3 daga var blásið til mótmæla við stjórnarráðið. Nú skal því mótmælt að nýr meirihluti ætli að hverfa frá pólitískri afskiptasemi af rammaáætlun og færa hana í það horf sem vinnuhópur utan þingmanna skilaði til Alþingis.
Nú skal því mótmælt að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur ætli að gera það sem þeir sögðu í kosningabaráttunni.
Það vekur að sjálfsögðu athygli að nú eru þær mættar í mótmælin Álfheiður Ingadóttir og Svandís Svavarsdóttir. Þetta eru konurnar sem sögðust engan þátt hafa átt í látunum við Alþingishúsið og stjórnarráðið á sínum tíma. Er það mjög trúverðugt?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sigurður, ef það eru hafin mótmæli núna þá þarf ekki að fara í neinar grafgötur með það hverjir stanada fyrir þeim, núverandi Ríkistjórn á bara að láta það sem vind um eyru þjóta vegna þess að hún er kosin af öðrum þjóðfélagshópum og þeir þjóðfélagshópar eru í afgerandi meirihluta og þessi örminnihluti verður bara að sætta sig við það.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.5.2013 kl. 16:00
Svandís var nú ekki þingmaður á þessum tíma....
Skúli (IP-tala skráð) 30.5.2013 kl. 16:15
Þú ert maður að minni, Sigurður Jónsson, að reyna að viðhalda eftirlætiskjaftasögu blámanna um svonefnda Búsáhaldabyltingu.
Þessi söguskýring hefur verið marghrakin, enda ósönn með öllu. Gróa í Soðningunni virðist ásækja þig fullmikið á stundum.
Varðandi "afgerandi meirihlutann" hans KBK er rétt að benda á að rétt liðlega 50% þeirra sem kusu í alþingiskosningum standa að baki framsókn og Flokknum.
Þá er rétt að halda því til haga að glæný könnun MMR sýnir að einungis 48% þjóðarinnar styður Silfurskeiðabandalagið, þ.e. minnihluti þjóðarinnar.
Nýbökuð stjórn er því réttnefnd minnihlutastjórn.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 30.5.2013 kl. 16:25
Álfheiður "lyfja-guð" er ekki fátækt gamalmenni né fátækur sjúklingur. Meðan þessi kona stendur í einhverskonar "mótmælum", munu engin réttlætismál ná í gegn. Svandís er ekki í traustvekjandi félagsskap á nokkru sviði.
Ofurfrekja og ómálnefnanlega rökstuddar öfgar hafa aldrei bjargað neinum öðrum en glæpaklíkum.
Til hvers er leikurinn gerður, og hver skipuleggur þessa öfgafullu "hugsjóna-femínista"?
Getur einhver í Sjálfstæðisflokknum frætt okkur um það?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.5.2013 kl. 18:26
Mótmælendur já...en hvað...voru þetta ekki 0,3% af þjóðinni sem mættu...en hvað með hina 99,7% sem vilja allt annað.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 30.5.2013 kl. 21:39
Þessar kellur hafa verið og eru bara RUMPULÝÐUR ..... það er margsannað að þær stóðu fyrir og ýttu undir svokallaða búsáhaldabyltinug .... sem át börnin sín .... það þarf ekki annað en fletta uppí í gjörðabók forseta Alþingis frá þessum tíma til að fá sannanir !!!!
Það skyldi ENGINN taka mark á þessum " rumpulýð " ... þeirra hlutur er svo margsannaður !!!!!!!!!!!!!!
Maggi (IP-tala skráð) 30.5.2013 kl. 21:55
Þið getið logið ykkur bláa um meint afskipti umræddra kvenna að svonefndri Búsáhaldabyltingu - það breytir engu um sannleika málsins.
Það var íslenska þjóðin, í öllu sínu veldi, sem reis upp gegn vanhæfri ríkisstjórn. 80% þjóðarinnar studdi svonefnda Búsáhaldabyltingu.
Þið Blámennirnir ættuð heldur að leggjast í innhverfa íhugun um þá staðreynd að FLokkurinn bætti einungis 3% við sig í kosningunum, þrátt fyrir loforð um bús og bláa skóga - og einhverja skelfilegustu stjórnarnefnu sem skotið hefur skjaldborg um banka landsins. :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 31.5.2013 kl. 01:29
Hilmar Hafsteinsson. Það datt upp úr einhverjum mótmælanda, að það hefði verið "ný stjórnarskrá" sem var baráttumál mótmælendanna!
Getur verið að stór hluti búsáhaldabyltinga-mótmælanda hafi ekki haft hugmynd um, hverju þeir voru að mótmæla?
Fengu illa staddir, ósjálfstæðir og illa upplýstir einstaklingar borgað fyrir að mæta í þessa svokölluðu búsáhaldabyltingu? Var það svona sem átti að afgreiða hið svokallaða uppreisnar-"réttlæti"?
Fáir mótmælendur vissu að þeir væru að krefjast nýrrar stjórnarskrár!!!
Blekking?
Kerfisréttlætis-mótmæli, sem svíkur svo fyrst af öllu þá sem vita ekki hverju þeir voru að mótmæla?
Það var/er verið að nota fólk í mótmæli, um það sem fólk ætlaði/ætlar ekki að mótmæla!
Sannleikurinn er sterkari en lygin, og réttlætið er sterkara en óréttlætið.
Náunga-kærleikurinn er svo sterkastur af öllu, og er vanmetin gæðaorka.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.6.2013 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.