Reykjanesbær höfuðborg Íslands?

Það er alveg með ólíkindum að fylgjast með málflutningi og framgöngu all flestra borgarfulltrúa í Reykjavík. Þeir hamst eins og þeir geta með yfirlýsingar um að flugvöllurinn í Vatnsmýri verði að fara. Það er eins og ekkert byggingarland sé til á höfuðborgarsvæðinu svo mikið er þei niðri fyrir að losna við innanlandsflugvöllinn úr höfuðborginni.

Það er eins og það skipti engu máli að flugvöllurinn skapar fleir hundruð bein störf í Reykjavík auk allra óbeinna starfa í þjónustu og heilbrigðiskerfinu.

Það er alveg rétt sem Árni Sigfússon sagði í viðtali að vilji Reykvíkingar endilega losna við flugvöllinn er  Reykjanesbær alveg tilbúinn að taka við innanlandsfluginu á Keflavíkurflugvöll.

Í framhaldinu væri þá rétt að flytja stjórnsýsluna og Alþingi til Suðurnesja.Auðvitað á þá að byggja fyrirhugað hátæknihús á Suðurnesjum. Sendiráðin flytjast til Suðurnesja. Hótel munu rísa upp fleiri og fleiri á Suðurnesjum. Við stígum skrefið til fulls og gerum Reykjanesbæ (Reykjanesborg) að höfuðborg Íslands. Þá geta blessaðir borgarfulltrúar Reykjavíkur tekið gleði sína.

Eitt er alveg á hreinu,þjóðin hefur ekki efni á að byggja nýjan flugvöll vilji borgarfulltrúar Reykjavíkur endilega losna við flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. Innanlandsflugið flyst þá til Keflavíkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sigurður þetta er nákvæmlega það sem ég hef verið að segja undanfarin ár.  Ef flugvöllurinn hverfur úr Vatnsmýrinni og verður fluttur til Keflavíkur, þá verður það krafan að Keflavík verði höfuðborg landsins, og þjóni þar með allri nauðsynlegri stjórnsýslu og öllu því sem gildir um höfuðborg landsins.  Um leið og flugvöllurinn fer úr Vatnsmýrinni, hefur Reykjavík lokið skyldum sínum gagnvart landsbyggðinni og þar með þarf að huga að nýrri höfuðborg landsins, sem auðvitað væri best sett í Reykjanesbæ. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.9.2013 kl. 17:55

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ertu ekki að gleyma því, Sigurður, að Flugstöð Leifs Riríkssonar er í Sandgerði og 90% Keflavíkurflugvallar.

Sigurgeir Jónsson, 18.9.2013 kl. 20:32

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á að vera "Eiríkssonar".

Sigurgeir Jónsson, 18.9.2013 kl. 20:33

4 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ekki væri það verra að gera Sandgerði að höfuðborg. Ég held svei mér þá að við Garðmenn værum þá tilbúnir í sameiningu.

Sigurður Jónsson, 19.9.2013 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband