Málþófssöngur Vinstri grænna

Hugsið ykkur hvernig pólitíkin er. Nú stefnir í að VG ætli að viðhafa málþóf á Alþingi. Ekki þarf að fara marga mánuði aftur í tímann og rifja upp hversu þingmenn hneyksluðust óskaplega á því sem þau kölluðu þá málþóf Sjálfstæðismanna og Framsóknar. Sögðu að þessir flokkar væru að eyðileggja lýðræðið og koma i veg fyrir að vilji meirihluta Alþingis næði fram að ganga.

Sjálstæðimenn og Framsóknarmenn sögðu á þeim tíma að málin þyrftu ítarlega umræðu.

Hvað segir Katrín formaður VG nú. Nei,nei við ætlum ekki að viðhafa málþóf heldur verður að fara fram ítarleg umræða um svona stórt mál.

Það er eins og fyrrverandi stjórnarflokkar og núverandi stjórnarflokkar hafi hreinlega haft skipti á ræðunum og vinnubrögðum.

Einhverjir bjuggust við breyttum vinnubrögðum.


mbl.is Langar umræður um brottfall laga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ertu búinn að gleyma öllu þvaðrinu kringum Icesave? Hverjir beittu málþófi, þras út af engu. Í Mbl. 6. sept. var n.k. In memoriam um Icesave: Meira hefur innheimst af útistandandi skuldum Landsbankans og nægar innistæður.

Nú er verið með þessari lagasetningu að skrúfa tímann áratugi aftur í tímann. Ef ráðherra er ósáttur við hluta laganna af hverju beitir hann sér ekki fyrir breytingum fremur að fella á brott allt lagaverkið?

Guðjón Sigþór Jensson, 20.11.2013 kl. 11:53

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Rétt Sigurður. Allt virðist stefna í að núverandi stjórnarandstaða ætli að falla í sömu gryfju og sú gamla s.l. vetur, sællar minningar.

Þórir Kjartansson, 20.11.2013 kl. 12:11

3 identicon

Katastrófa litla og VG sjá þann kost vænstan gegn almenningi að skuldamálin komist ekki á dagskrá! Enginn vafi er á að annað hrun blasir við heimilunum. Það þarf ekki annað en lesa atvinnuframboð á vmst.is. Það hefur ekki verið minna frá 2008. Skallagrímur ver svo rakka sinn í Svörtuloftum sem hefur ítrekað gelt að launafólki. Verðbólgu"draugurinn" gæti vaknað upp ef brauðmolum er hent í öreigana! Hann gætir þess að minnast ekki á vítisvélina sem knýr hinn manngerða "draug"....

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/verdtrygging-eilifdarvelin-sem-brast

Almenningur (IP-tala skráð) 20.11.2013 kl. 12:54

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Fáir vita hvað gerist bak við svörtu tjöld FALDA VALDSINS.

Frímúrað helvíti?

Það er hægt að beita fólk pyntingum/kúgunum/hótunum. Þeir sem stunda gróft einelti/kúganir hóta alltaf fórnarlambinu ef það hlýðir ekki og þegir. Eða veit fólk ekki hvernig ofbeldi virkar í raun og veru? Hvers vegna skyldu grunnskólabörnin grípa til þess örþrifaráðs að velta fyrir sér sjálfsmorði, og framkvæma það því miður of mörg, vegna ótta við að segja frá.

Það er vel þekkt kúgunaraðferð á öllum stigum og tegundum grófs eineltis að hóta fórnarlambinu. Það er ekki skortur á innflutningi svartamarkaðs-undirheimasöluvöru og glæpa-hvítflibba-stýrðum kúgurum. Landhelgin er opin. Skipulögð bankamafíu-glæpastarfsemi.

Var Katrín Jakobsdóttir ekki svo hlynnt gagnaveri, ásamt fleiru góðu, en kannski misfróðu fólki? Ég man sérstaklega eftir henni. Réði Steingrímur J. Sigfússon einhverju á síðasta kjörtímabili í raun? Hverju réð Álfheiður Ingadóttir? Og hvaða aðferðir voru notaðar af FALDA VALDINU, upp í gegnum árin og áratugina til að stjórna bak við tjöldin?

þAÐ ÞORIR LÍKLEGA ENGINN AÐ SEGJA FRÁ ÞVÍ?

Tíuþúsundkallinn Már er alla vega mjög taugaveiklaður þessa dagana. Minnir mig á skjálfhentan Ólaf Ragnar, þegar hann afþakkaði ICESAVE nr.1. Það hefur líklega ekki farið fram hjá fólki, hversu skjálfhentir og hræddir þessir menn eru á ögurstundum? Það er einhver ástæða fyrir óttanum, og ekki óttast þeir almenning á Íslandi. Svo mikið er víst.

Sannleikurinn er mesti óvinur kúgara.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.11.2013 kl. 13:55

5 Smámynd: Guðmundur Ingólfsson

Er málþóf ekki viðurkend aðferð eftir síðsta kjörtímabil fyrir stjórnarandestöðuna að koma í vegfyrir að löglega kjörin ríkisstjórn geti komið nokkru fram. Fordæmið rt komið og hætt við að það verði notað og það fordæmi gáfu strákarnir í núverandi ríkisstjórn og það svo um munaði

Guðmundur Ingólfsson, 21.11.2013 kl. 02:25

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvet alla sem ekki hafa verið gjörsamlega heilaþvegnir og sviptir gagnrýnni hugsun að kynna sér rannsóknir fræðimanna á borð við Svan Kristjánsson og Þorbjörn Broddason. Ískaplega leiðist mér að ekki sé unnt að koma þjóðfélagsumræðunni á hærra plan en verið hefur.

Guðjón Sigþór Jensson, 21.11.2013 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 828334

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband