Er almenn aðgerð ekki fyrir alla?

Eins og kunnugt er ætlar ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks að hefja aðgerðir til skuldaleiðréttingar. Reiknað er með að skuldarar geti byrjað að sækja um nú um miðjan maí. Hér á sem sagt að efna stóra kosningaloforð að hluta til. lögð er áhersla á að um almenna leiðréttingu sé að ræða. Það vekur því furðu að einn hópur fær ekki leiðréttingu samkvæmt frumvarpinu. Hér er um þá að ræða sem eru í búseturéttaríbúðum eins og t.d. Búmenn. Það eru sem sagt nokkur þúsund íbúðir sem ekki koma til greina.

Nú er það svo að þeir sem búa í Búmannaíbúð greiða af Íbúðarlánasjóðs mánaðarlega og tekur upphæðin breytingum eins og hjá öðrum íbúðareigendum. Skuldin hjá Íbúðarlánasjóði er færð á skattframtal þess sem býr í íbúðinni. Viðkomandi,sem býr í Búmannaíbúð á rétt á vaxtaabótum eins og þeira sem eiga íbúð á almenna markaðnum.

Eygló Harðardóttir,félagsmálaráðherra,talar af miklum þunga um nauðsyn þess að auka val fólfs á íbúðamarkaði. Í því sambandi nefnir hún m.a. leiguíbúðir og húsnæðissamvinnufélög. Auðvitað er það gott mál en furðulegt á sama tíma að ætla að mismuna þeim sem nú búa í húsnæðissamvbinnufélögum um sambærilega leiðréttingu og aðrir fá.

Það getur ekki hafa farið framhjá þingmönnum að hér er verið að mismuna íbúðaeigendum. Það er ekki hægt að tala um almenna skuyldaleiðréttingu á meðan stór hópur,sem greiðir mánaðarlega af sínum stökkbreyttu lánum á áfram að gera það á meðan aðrir fá skuldalækkun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 828263

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband