6.6.2015 | 22:55
Á hvaða vegferð eru Páll og Þórunn?
Það er ömurlegt að fylgjast með talsmönnum BHM. Það er sama hvað er upp á teningnum. Nei er sagt við öllu.Þolinmæði almennings er á þrotum.Þetta gengur ekki lengur. Eina leiðin fyrir Alþingi er að stoppa þessa vitleysu með lögum. Það er ekki góður kostur en enginn annar er í boði. Páll Halldórsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir virðast vera á einhverri allt annarri vegferð heldur en að horfa á það hvað best er fyrir launþegana.Varla er það hagstætt fyrir BHM aðila að verðbólgan fari á fulla ferð og vextir uppúr öllu.
Það er ekki nokkrum manni til góðs ef gengið verður að óhóflegum kröfum BHM. Hvers vegna geta þessir hópar sett sig á háan hest og heimtað meira en aðrir launþegar í landinu eru að fá með nýjum samningum?
Þessi heimild er til staðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bara svona þér til upplysinga! Þórunn tók ekki við fyrr en um miðjan maí minnir mig. Páll er vissulega formaður samninganefndar BHM en það eru 28 félög í BHM og hluti þeirra í þessum samningum. Páll eða Þórunn hafa bara ekkert með kröfur BHM að gera heldur eru þær ákveðnar af félögunum í sameiningu. Það eru félögin sem eru í vinnudeilum sem skipa samninganefndirnar og þau 2 ráða bara ekki neinu ein. Held að þú ættir að kynna þér laun geislafærðinga, Lífeindafræðinga og fleiri stétta sem nú eru í verkfalli áður en þú dæmir þessar stéttir. Þá ættir þú og fleiri að átta þig á Þórunn kom ekki inn í þessi mál fyrr en fyrir nokkrum vikum og hún ein og sér með Páli situr enga fundi heldur eru þetta stór samninganefnd.
Magnús Helgi Björgvinsson, 7.6.2015 kl. 01:22
Ágæti nafni - áttu ekki fleira brandara handa okkur !!!!!
Heldur þú virkilega að kommarnir Þórunn og Páll fari ekki með ferðina í þessum málum ??????
Ef þú heldur það, þá ert þú mikið barn í hugsun.
Magus Jónasson
Magnús Jónasson (IP-tala skráð) 7.6.2015 kl. 10:37
Ég stend við það sem ég hef sagt og endurtek: Þessi verkföll, eru meira pólitísk en að þarna sé kjarabarátta í gangi. Þetta sjá allir "hugsandi" menn aðrir en menn eins og Magnús Helgi, sem virðist vera með hausinn á kafi í ra....... á sér.
Jóhann Elíasson, 7.6.2015 kl. 11:04
Eftir stöðugar hækkanir lægri launa undanfarin ár umfram aðra er nú svo komið að ævitekjur hjúkrunarfræðinga og BHM liða eru lægri en þeirra sem fóru að vinna strax eftir grunnskóla. Lífeyrir þeirra við starfslok er því einnig lægri og skuldir hærri vegna námslána og þess að eignamyndun hefst síðar. Menntunin er ekki að skila neinum ávinningi, menntunin er að skila lakari lífskjörum. Einhver 2-4 eða 6 prósent laga það ekki.
Gústi (IP-tala skráð) 7.6.2015 kl. 13:56
Laun fyrir menntun án tillits til gagns er krafa BHM. Laun fyrir dugnað án tillits til afkasta hlýtur því að vera næsta krafa.
Hrólfur Þ Hraundal, 7.6.2015 kl. 16:57
Laun fyrir menntun sé hennar krafist er krafa BHM. Laun fyrir dugnað án tillits til afkasta er krafa vélvirkja.
Gústi (IP-tala skráð) 7.6.2015 kl. 18:42
Ég veit ekki til að vélvirkjar séu mikið að troða fólki um tær, en ríkisstarfsmenn í verkfalli eru gersamlega handónýt fyrirbæri.
Hrólfur Þ Hraundal, 7.6.2015 kl. 23:09
Hrólfur vélvirki, vélvirkjar, sem oftast gera lítið sem ekkert og sjaldan er þörf fyrir, eru að fara í verkfall og krefjast um 40% hækkunar. Ég á ekki von á því að margir taki eftir fjarveru vélvirkja. En verekfall BHM angrar þig. Þú verður var við að BHM liðar séu í verkfalli sem bendir til þess að þeir hafi eitthvað hlutverk sem þú vilt að þeir sinni. Þeir virðast skipta þig máli og vera til gagns.
Gústi (IP-tala skráð) 7.6.2015 kl. 23:31
Kannski gerir Gústi sér ekki grein fyrir því að það er engin stétt iðnaðarmann með jafn lága útselda vinnu og vélvirkjar. Árið 2007 var útseld vinna vélvirkja 3.900 kr á tímann og mönnum þótti það mikið en á sama tíma var útseld vinna á bifreiðaverkstæði 7.900 kr. á tímann og ofan á það bættist svo "lyftugjald" og ef tíminn við viðgerðir á bílnum var meiri en korter þá var rukkaður heill tími.
Jóhann Elíasson, 8.6.2015 kl. 01:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.