Er Þórunn að berjast fyrir formennsku í Samfylkingunni?

Sem betur fer eru fleiri og fleiri að sjá að það gengur ekki að fyrrverandi þingmaður,ráðherra og framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar sé í forystu samningaviðræðna BHM við ríkið.Málflutningur Þórunnar Sveinbjörnsdóttur er þannig að ekki er að finna neinn sáttatón í hennar orðum. Það er ekkert til í hennar orðaforða að slaka á kröfunum. Allur málflutningurinn gengur út á það að berja á ríkisstjórninni.Allt sanngjarnt fólk sér í gegnum þetta og fordæmir vinnubrögð Þórunnar. Hvers vegna á BHM að fá mun meiri launahækkanir en hinn almenni launamaður?

Hver ætli tilgangur Þórunnar sé með þessum yfirgangi? Getur verið að þetta sé liður í valdabaráttu innan Samfylkingarinnar? Ætlar Þórunn sér stærra hlutskipti innan Samfylkingarinnar? Er hún að reyna með óbilgirni sinni að reyna að sanna eitthvað fyrir trúnaðarmönnum Samfylkingarinnasr?

Það vita allir sem fylgjast með stjórnmálaum að Árni Páll Árnason er búinn að vera sem formaður. Hann lafir núna á einu atkvæði.Helmingur helsu trúnaðarmanna flokksins treystir honum ekki. Það verða því formannaskipti á næstunni í Samfylkingunni.

Það er því eðlilegt að velta því upp hvort Þórunn Sveinbjarnardóttir hafi nú þegar tekið ákvörðun um að stefna á formennsku í Samfylkingunni.Vinnubrögð hennar benda til þess.

Allavega getur forysta hennar í kjarabaráttu BHM ekki stuðlað að hagstæðum samningum fyrir hennar fólk.

 


mbl.is BHM í verkfalli í tíu vikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gaman að þessu! Ef þú veist það ekki enn þá ræður Þórunn ekki um hvað er samið. Hún leiðir ekki einu sinni samninganefndina heldur gerir Páll það. Félögin komum sér saman um sameiginlegar kröfur sem nú eru í þessari deilu. Og Þórunn varð ekki formaður fyrr en á aðalfundi sme var haldinn löngu eftir að verkföll hófust. Það eru 28 stéttarfélög í BHM og Þórunn getur ekki tekið ákvörðun um einn eða neinn samning nema að höfðu samráði við þau. Ef að eitthvað félag væri ósátt myndi það segja sig úr þessu samstarfi. Greyin hættið nú þessar vitleysu og reynið að kynna ykkur málin. P.s. Já ég er í BHM. Í mínu félagi er formaður. Félagið á aðild að þessari deilu og Þórunn kom ekkert að því að félagið ákvað að taka þátt.  Nei ég er ekki í verkfalli af því að ég starfa ekki hjá ríkinu. Og eins þá er mér eins og mörgum BHM liðum óheimilt að fara í verkfall. En menn skildu átta sig á því að fólk sem er með kannski 4 til 5 ára háskólamenntun og fær um 300 þúsund króna laun, er með námslán á bakinu sem eru upp á kannski 5 til 8 milljónir. Þau borga að minnsta kosti um 5% af launum sínum í afborganir af þessum lánum á ári launatengt. Það gera nú bara töluverða upphæðir. þar erum við t.d. að tala um Geislafræðinga og lífeindafræðinga. Og því hljóta menn að sja´að menntun er í raun að engu metin hjá þessum stéttum. Því styð ég þau heilshugar. Heyrði einhversaðar að meðatalið væri að sambærileg störf á almennamarkaðinum væru um 30% hærra borguð.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.6.2015 kl. 00:25

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það eru nær allir búnir að sjá að ósveigjanleiki og óbilgirni í hverju einasta máli dugir ekki til að reisa flokk hennar við.Þórunn er vel þekkt og hefur ekkert nýtt að færa,sem laðar kjósendur að. Þessi taktur dugar ekki lengur,hann dó út með Icesave.

Helga Kristjánsdóttir, 10.6.2015 kl. 00:26

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Samkvæmt bullinu í Magnúsi Helga þá er Þórunn með öðrum orðum "alveg áhrifalaus" í samninganefnd BHM og formaðurinn hefur lítil sem engin áhrif í samtökunum.  Magnús Helgi hefur verið duglegur í bullinu og verður það örugglega áfram.

Jóhann Elíasson, 10.6.2015 kl. 08:47

4 identicon

Sem gamall pólitíkus í sveitastjórnamálum þá þekkir síðuhöfundur það vel að formenn ráða, samanber formaður Sambands íslenskra Sveitastórna. 

thi@visir.is (IP-tala skráð) 10.6.2015 kl. 13:19

5 Smámynd: Sigurður Jónsson

Magnús Helgi.

Mikið held ég hún Þórunn verði óhress með ummæli þín um að hún ráði litlu sem engu um samningana. Miðað þín orð er skrítið að hún skuli vera helsti talsmaður BHM um samningaviðræðurnar.

Sigurður Jónsson, 10.6.2015 kl. 13:48

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Héðinn Valdimarsson, Hannibal, Eðvarð, Guðmundur jaki, Guðmundur Hallvarðsson, Pétur sjómaður, Magnús L. Sveinsson, Sverrir Hermannsson, - listinn er langur yfir alþingismenn og borgarfulltrúa sem voru í forsvari fyrir verkalýðshreyfinguna. 

Ómar Ragnarsson, 10.6.2015 kl. 16:22

7 Smámynd: Valgeir Bjarnason

Þetta er mjög athyglisverð umræða. Ég er einn af þeim sem eru í þessu verkfalli og ég get fullyrt að þeir vinnufélagar mínir sem taka þátt í því eru að berjast af fullri einurð burt séð frá flokkspólítík. Við samþykktum að fara í verkfall um mánuði áður en Þórunn var kjörinn formaður BHM. Reyndar hefur þessi kjarabarátta verið árum saman, og er sígild. Á síðustu árum hefur ávinningur þess að mennta sig sífellt minnkað, enda er svo komið að æ erfiðara er að manna þau störf sem nú eru undir í þessari baráttu. Þannig er með hjúkrunarfræðinga, geislafræðinga, lífeindafræðinga, og fleiri heilbrigðisstéttir. Þar eru vaxandi áhyggjur varðandi framtíðarmönnun þessara starfa. Sama má segja um dýralækna, en þar hefur þurft að ráða tímabundið erlent fólk í þau störf. Þessi barátta er því ekki aðeins barátta okkar sem erum í starfi heldur líka til að koma í veg fyrir fólksflótta og þar með rýrnun þjónustu hjá þeim mikilvægu stofnunum sem ríkið rekur. Eru menn að mæla gegn öflugri heilbrigðisþjónustu? Eru menn að mæla gegn öruggum matvælum? Til þessara starfa þarf vel menntað fólk.

Aðeins til upprifjunar þá var síðasta verkfall sem félagsmenn BHM fóru í árið 1989, sem stóð í 6 vikur. Í því verkfalli voru ýmsir þekktir sjálfstæðismenn í forsvari og harðir í baráttunni, enda var þeirra erkióvinur Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra. Þar í framlínu baráttunnar var einnig Páll Halldórsson, sem nú leiðir samninganefnd BHM og hefur hann verið frá þessum tíma framarlega í kjarabaráttu BHM. Hann nýtur víðtæks trausts félagsmanna BHM hvar í flokki sem þeir standa.

Valgeir Bjarnason, 10.6.2015 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 828338

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband