Már Seðlabankastjóri eyðileggur nýgerða kjarasamninga

Bæði fulltrúar atvinnurekenda og launþega hafa lýst því yfir að nýgerðir kjarasamningar myndu ekki kollvarpa öllu í efnahagslífinu.Atvinnurekendur gætu tekið launahækkanir á sig enda væri samið til langs tíma. Menn fagna því að á samningstímanum verði 300 þús.króna lágmarslaun tryggð. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa einnig sagt að kjarasamningarnir eigi ekki að leiða til kollsteypu.

Blekið er varla þornað á samningunum þegar Már Guðmundsson stígur fram og tilkynnir vaxtahækkun hjá Seðlabankanum.Ekki nóg með það, hann bætir við,þið skuluð svo fá enn meiri hækkun í ágúst og áfram.

Vaxtahækkun bitnar illa á fólki sem skuldar. Vaxtahækknair hljóta að bitna illa á fyrirtækjum og verslunum. Afleiðingaernar verða að skella því í verðlagið. Allt mun hækka. Verðbólgan fer af stað. Lánin hækka þá aftur o.s.frv. Launahækkanirnar farnar og þeir lægst launuðu far5a verst út úr þessu.

Má Guðmundssyni og hans félögum í Seðlabankanum hefur sem sagt tekist á skömmum tíma að eyðileggja nýgerða kjarasamninga. Það verður ekki langt að bíða eftir því að allt fari upp í loft á vinnumarkaðnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Við hverju bjóst af kommanum þeim hefur sem betur fer fækkað en það þarf ekki nema einn slíkan til að eyðileggja allt.

Þórólfur Ingvarsson, 12.6.2015 kl. 13:57

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sammála þér Sigurður að þetta útspil Seðlabankans er afar undarlegt, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Annars er það peningastefnunefnd Seðlabankans sem tekur ákvörðun um vextina - ekki Már Guðmundsson.

Þórólfur, enginn á launum seðlabankastjóra er kommi í raun, slíkir kjósa íhaldið sem gætir þeirra hagsmuna best. Varla eru allir fimm, sem skipa peningastefnunefnd bankans, kommar að þínu mati.

http://www.sedlabanki.is/peningastefna/peningastefnunefnd/medlimir-i-peningastefnunefnd/

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.6.2015 kl. 14:19

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mikið rétt Sigurður, Már hefur enn grafið undan landinu okkar. Menn ættu að huga að því að enn er ekki búið að fá þessa kjarasamninga samþykkta af launþegum, kosning um þá er rétt að hefjast. Meiri líkur en minni eru á að þetta útspil Más leiði til þess að kjarasamningurinn verði felldur.

Rökin fyrir þessari hækkun eru nýgerðir kjarasamningar og að þeir leiði til aukinnar neyslu. Ekki ætla ég að dæma um hvort neyslan aukist, veit þó að þeir sem lægstu launin hafa og hlutfalllega mest fá út úr kjarasamningnum, munu eftir sem áður vera fyrir neðan viðmiðunarmörk um lágmarksframfærslu. Það fólk mun ekki fara á neitt eyðslufyllerí, einungis örlítið hægt að slaka á sultarólinni.

En sem hagstjórnarverkfæri, til að vinna gegn einkaneyslu almennings, er stýrivaxtahækkun gagnlaus. Lán almennings er að lang stæðstum hluta verðtryggð og því virkar stýrivaxtahækkun lítið á afborganir þeirra lána. Verðtryggðu lánin fara fyrst að bíta þegar verðbólgan æðir af stað.

Hins vegar hafa stýrivaxtahækkanir bein áhrif á rekstur fyrirtækja í landinu. Þau eru flest háð skammtímalánum til að taka á sveiflum í rekstri. Þau lán hækka vissulega við hækkun stýrivaxta, enda um skammtímalán að ræða sem ekki eru verðtryggð. Þessum álögum neyðast síðan fyrirtækin til að velta út í hagkerfið og það mun sannarlega leiða til aukinnar verðbólgu.

Þetta verkfæri Seðlabankans er því sem boomerang, kemur aftur beint í hausinn á Má.

Það er annars merkilegt hvað Seðlabankinn er viljugur til að hækka stýrivexti en tregur til lækkunnar þeirra, þegar svo ber undir.

Og Axel, Már er vissulega kommúnisti, um það verður ekki deilt. Að halda því fram að laun skipi mönnum í stjórnmálaflokka eru fátækleg rök. Margir hörðustu kommúnista heims hafa jafnframt verið með þeim efnuðustu.

Gunnar Heiðarsson, 13.6.2015 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband