Kjósendur höfnuðu Samfylkingunni

Stefnu og frambjóðendum Samfylkingarinnar var gjörsamlega hafnað ðí síðustu kosningum. Samfylkingin rétt skreið yfir 5% markið og var nálægt því að hverfa af Alþingi. Samfylkingin er rústir einar. Oddný G. Harðardóttir viðurkenndi að kjósendur hefðu hafnað flokknum og sagði af sér. Varaformaðurinn Logi er nú formaður og kemur fram á sjónarsviðið sem sigurvegari og talar digurbarkalega um þátttöku í ríkisstjórn. Það hlýtur að vera ömurlegt fyrir kjósendur sem höfnuðu gjörsamlega Samfylkingunni að sjá nú Loga formann og Oddnýju fyrrverandi mæta til að líma saman vinstri stjórn. Einu sinni var Samfylkingin stór með yfir 30% fylgi. Nú er Samfylkingin örflokkur,sem getur varla gert tilkall til þátttöku í ríkisstjórn.

Þjóðin hafnaði Samfylkingunni gjörsamlega.Þjóðin var ekki að kjósa Samfylkinguna til að stjórna landinu.


mbl.is Fulltrúar flokkanna fimm ná vel saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kjósendur höfnuðu núverandi ríkisstjórn. Er þá ekki eðlilegt að hinir taki við?

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 21.11.2016 kl. 01:21

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þrír þingmenn þessa flokks hafa jafnmörg atkvæði að baki sér hver um sig eins og aðrir þingmenn. Er það virkilega skoðun pistilshöfundar að svipta eigi þá réttindum sínum til að taka þátt í störfum Alþingis?

Ómar Ragnarsson, 21.11.2016 kl. 06:25

3 identicon

Menn kjósa flokka, og það eru flokkarnir sem ganga í stjórnir. Þeir flokkar sem vaxa nutu aukins stuðnings, þeir sem lækka fylgi sitt nutu minnkaðs stuðnings. Vinstrimenn eins og Sigurður Helgi segja sífellt "kjósendur höfnuðu núverandi stjórn", en minnast ekki á það að Sjálfstæðisflokkurinn jók við fylgi sitt. Hins vegar vilja vinstrimenn hafa Samfykingu í stjórn sem missti fylgi. Óheiðarleg rök.

Egill Vondi (IP-tala skráð) 21.11.2016 kl. 06:31

4 identicon

Ég sem Samfylkingarmaður er sammála Sigurði um það, að Samfylkingin á ekki að taka þátt í þessari ríkisstjórn en gæti hugsanlega varið hana falli og stutt góð mál.

Það virðist nefnilega vera þannig að það er alveg sama hvaða ríkisstjórnarsamstarfi Samfylkingin er í, henni er kennt um allt sem miður fer í þessu þjóðfélagi og það að fara í 5 flokka ríkisstjórn með helling af villiköttum er bara ávísun á snemmbær stjórnarslit, og auðvitað verður Samfylkingunni kennt um.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 21.11.2016 kl. 08:13

5 Smámynd: Elle_

Fylkingunni þinni var ekki kennt um neitt sem þeim tókst ekki að eyðileggja alveg sjálf Helgi, enda sást það á niðurstöðunni 29. október.  Steindauður flokkur niðurrifs á ekki að vera í ríkisstjórn.  Sjálfstæðisflokkurinn var langstærstur og rökrétt að hann verði í stjórn.  

Elle_, 21.11.2016 kl. 08:22

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það var nú einfaldlega þannig að Framsóknar menn jörðuðu sig sjálfir, með að styðja ekki við sinn formann, þá logið var að honum og honum var með vel æfðu skipulag gerð fyrirsát. Sjálfstæðisflokknum var ekkert hafnað.

Málefnin við þessa stjórnarmyndun skipta akkúrat engu máli, öfugt við Bjarna sem vildi ekki í stjórn sem fyrirfram væri ónýt til allra alvöru verka. Þessir fimmflokkar sem nú eru að mynda ríkisstjórn töfðu þingstörf og heimtuðu haustkosningar og þess vegna bíða áríðandi mál.

Því er haldið fram að allir treysti Katrínu, en svona til athugunnar þá hefur hún í gegnum tíðina samþykkt allt sem Steingrímur hefur samþykkt og hún hefur hafnað öllu sem Steingrímur hefur hafnað, þannig að vart má milli sjá hvort er hvað.  En auðvita gengur henni betur að mynda ríkisstjórn heldur en Bjarna, þar sem það er aðal atriði allra þessara formanna að komast í ráðherra stól, hvað sem hann kostar. 

 

Hrólfur Þ Hraundal, 21.11.2016 kl. 12:10

7 identicon

Rétt segir þú, Sigurður, enda skil ég hreint ekkert í því, að þeir skuli treysta sér til að taka þátt í þessum stjórnarviðræðum. Þeir hafa ekkert þangað að gera, enda óstjórntækir, eins og þeir eru. Að Samfylkingin skyldi missa báða sína þingmenn hér í borginni skrifa ég alfarið á reikning Dags og Hjálmars, og ég hélt, að fólk hefði ekki viljað fá Reykjavíkurruglið yfir sig á landsvísu, enda sagði Guðlaugur Þór í Hrafnaþingi fyrir kosningar, að þegar hann hefði bent á það, þá hefðu kjósendur hrokkið við og sagst ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn til þess að forða landinu frá því, að þetta lið, sem ber ábyrgð á Reykjavíkurklúðrinu kæmist til valda. Menn hafa bara gleymt, að það klúður og vitleysa er í boði Pírata. Þetta vísar bara á nýjar kosningar í vor, þær kosningar, sem áttu réttilega að fara fram þá, eins og margir hafa spáð, enda getur Kata ekki haldið þessu liði saman, og Samfylkingin sérstaklega ekki marktækt afl lengur til að vinna með. Kata ætti líka frekar að vinna við að skilgreina bækur Arnaldar og Einars Más heldur en að vesenast þetta í pólitík, sem henni fer ekki vel, fjarri því. Þetta verður allt saman tómt klúður og vitleysa frá upphafi til enda, ef tekst að hrista liðið saman í ríkisstjórn. Sú stjórn mun varla sitja mjög lengi, og varla vera meira en jólastjórn. Vitum til.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2016 kl. 13:18

8 Smámynd: Sigurður Jónsson

Það er kosið til Alþingis til að velja stefnu og einstaklinga til að fylgja henni eftir. Eigi að lesa út úr kosningum eru sigurvegarar.

Sjálfstæðisflokkur,VG og Vireisn.Eðlilegt framhald að þau mynduðu ríkisstjórn,

Framsóknarflokkur tapaði hressilega, Björt framtíðm tapaði og samfylkingijn beiðn afhroð. Eðlilegt að þessir flokkar verði utan stjórnar þetta kjörtímabil.

Varla hægt að taka stjórnmáflokk eins og Pírata alvarlega og alls ekki að þeir sitji í reíkisstjórn.

Sigurður Jónsson, 21.11.2016 kl. 15:51

9 identicon

Satt er það að það væri eðlilegast að Sjálfstæðisflokkur, Vinstri Grænir og Viðreisn færu í stjórn. Illu heilli neitar VG að starfa með hinum stóra flokknum, sem ég tel ekki vera sérstaklega fagmannlega gert. Ef til vill væri hægt að mynda minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar sem varin er af Framsókn, en það gerist ekki nema að það hafi verið Björt Framtíð sem stóð í vegi fyrir stjórnarmyndun í síðustu atrennu. Sem sagt: annað hvort fimm flokka stjórn (sem mun líklega endast skammt) eða ónothæft þing. Nú kom sem sagt í ljós hvers vegna "fjórflokkurinn" var svo lengi það mynstur sem hentaði Íslenskri pólitík: það fyrirkomulag er einfaldlega stöðugra.

Egill Vondi (IP-tala skráð) 21.11.2016 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 828266

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband