Slæm staða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Hér fyrr á árum var Sjálfstæðisflokkurinn alltaf með yfburðarstöðu í Reykjavík bæði í þingkosningum og sveitarstjórnarkosningum. Sérstaklega var yfirburðafylgi í borgarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn var áratugum saman með meirihluta í Reykjavík og komst hæst með fylgi upp á rúm 60 % í stjórnartíð Davíðs Oddssonar.

Nú er Sjálfstæðisflokkurinn að berjast við að halda fylgi sínu rétt ofan við 20%. Þetta er merkilegt þar sem flokknum gengur mjög vel í nágrannasveitarfélögunum og víða á landsbyggðinni er fylgi Sjálfstæðisflokksins öflugt.

Hvað veldur? Eflaust eru margar skýringar. Ein er örugglega sú að Sjálfstæðisflokkurinn markar sér litla eða enga sérstöðu. Almenningur veit varla hverjir eru fulltrúar flokksins í borgarstjórn, því síður að kjósendur viti um einhvern mun á stefnu flokkanna í borgarstjórn.

Leiðtogi Sjálfstæðismanna í borgarstjórn er Halldór Halldórsson en hann er jafnframt formaður Samnband íslenskra sveitarfélaga. Það getur á engan hátt verið heppilegt. Það skapar hagsmunaárekstra.

Það sýnir sig í deilunni við kennarar. Hópur kennara kom að kvarta við Dag B. Eggertysson borgarstjóra,sem er jafnframt leiðtogin Vinstri meirihlutans í borginni.

Dagur sagði við kennarana. Ég get ekkert gert. Þið verðið að tala við hann Halldór formann Sambands sveitarfélaga. Hann ræður þessu.

Sem sagtð boltanum varpað yfir á Halldór,sem er leiðtogi Sjálfstæðismanna í borginni.

Já,það er ekki von að Sjálfstæðisflokkurinn fái mikið fylgi í Reykjavík,því þetta er ekki eina dæmið um hagsmunaárekstra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband